Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 8
bth@frettabladid.is SAMGÖNGUR Akureyrarbær hefur á svæði í miðbænum ákveðið að hækka verðskrá fastleigugjalda bíla­ stæða um tæp 300 prósent milli ára. Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs, segir gjöld hafa verið allt of lág, eða rétt um 160 krónur á dag, miðað við 250 daga á ári. Árleg fjárhæð fer úr um 40 þús­ und krónum í 120 þúsund á dýrara fastleigustæðið. Annað svæði er ódýrara. Ársleiga á því svæði mun kosta 72 þúsund krónur héðan í frá. „Við erum að horfa til þess að þarna er úthlutað ák veðnum verðmætum. Okkur fannst þetta sólarhringsgjald fulllágt, til dæmis miðað við það sem er í borginni,“ Hækka fastleigugjöld um allt að þrjú hundruð prósent Þórhallur Jóns- son, formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar Oddur Helgi Halldórsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri segir Þórhallur. Fólk geti lagt hvar sem er innan viðkomandi svæðis. Þá er að hefjast gjaldtaka fyrir skammtímastæði í miðbænum. Þar hafa stæði verið gjaldfrjáls um langt skeið með notkun á bílastæða­ klukkum. Ekki verður sektað fyrir stöðubrot í skammtímastæði fyrr en í mars að sögn Þórhalls, á meðan fólk lærir á nýja kerfið. „Við teljum að nýting á stæðunum fyrir viðskiptavini bæjarins verði betri og aðgengi greiðara,“segir Þór­ hallur. Spurður hvort um umhverfis­ væna breytingu sé að ræða, segir Þórhallur mikinn kostnað hafa fylgt prentun á pappaskífunum. „En hann verður nú úr sögunni,“ bendir hann á. n Íslendingar skilja með matar­ æði sínu eftir kolefnisspor sem er að meðaltali þrjátíu prósentum hærra en í saman­ burðarlöndum. Dýraafurðir, sér í lagi rautt kjöt, hafa mest áhrif. Lágkolvetna mataræði kemur illa út í mælingu á kolefnisspori matvæla. birnadrofn@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Kolefnisspor vegna mataræðis Íslendinga er hærra en gengur og gerist í nágrannalönd­ unum. Þetta sýna niðurstöður rann­ sóknar Þórhalls Inga Halldórssonar, prófessors við matvæla­ og næring­ arfræðideild Háskóla Íslands. Þórhallur segir að í Bandaríkj­ unum og mörgum löndum Evrópu leiði mataræði hjá meðaleinstak­ lingi til losunar á um það bil 5 kíló­ grömmum koltvísýrings­ígilda á dag. Tölur sýni að losun meðal­ einstaklinga hér á landi sé 30 pró­ sentum meiri, eða í kringum 6,5 koltvísýringsígildi á dag. „Hærri losun okkar skýrist að stærstum hluta af mikilli neyslu dýraafurða hjá ákveðnum hópi hérna á Íslandi,“ segir Þórhallur og bætir við að mikil neysla dýra­ afurða, sér í lagi rauðs kjöts, vegi þyngst í kolefnisspori einstaklinga. Hún útskýri um það bil 50 prósent af allri losun að meðaltali. Spurður hvað sé best að borða til að kolefnissporið sé sem minnst, segir Þórhallur best að borða hóf­ lega af matvælum úr dýraríkinu og meira af afurðum úr plönturíkinu. „Svokallað lágkolvetna mataræði kemur til dæmis oft mjög illa út umhverfislega og hluti þeirra sem fylgja því mataræði getur verið að losa allt að 15 til 20 kílógrömm koltvísýringsígilda á dag. Þetta vegur mjög þungt í landsmeðal­ talinu,“ segir Þórhallur. „Ef vinsældir þess mataræðis færu minnkandi, þá værum við sennilega á svipuðu róli og aðrar þjóðir þegar kemur að losun gróðurhúsaloft­ tegunda vegna mataræðis. Frekari breytingar í átt að hóflegri neyslu dýraafurða og hærra hlutfalli afurða úr plönturíkinu myndu skila okkur enn lengra í átt að sjálfbærara mataræði,“ bætir Þórhallur við. Að sögn Þórhalls vegur matvæla­ framleiðsla í heiminum mjög þungt er kemur að losun gróðurhúsaloft­ tegunda, eyðingu skóga og tapi á líffræðilegum fjölbreytileika. Þótt við séum lítil þjóð, þá spyrji gróður­ húsalofttegundir ekki um landa­ mæri. Hver og einn geti gert sitt. „Ef við ætlum að taka okkur á í umhverfismálum þá þarf að gera það á mörgum stöðum samtímis og sjálfsagt að benda á það að mikil neysla dýraafurða hefur hátt kol­ efnisfótspor. Heilsu okkar mun ekki hraka þó að við slökum aðeins á þar,“ segir Þórhallur. n Lágkolvetna mataræði sagt vera slæmt fyrir umhverfið H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ö n n u n Bókasafnasjóður Umsóknarfrestur er til 15. mars 2022 Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Sjóðnum er heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna innanlands og utan. Fyrir hverja: Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög ein eða með öðrum bókasöfnum eða með öðrum aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu. Umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 15.00. Umsóknum skal skilað rafrænt, umsóknargögn eru að finna á rannis.is. Rannís, Borgartúni 30, sími 515 5838, bokasafnasjodur@rannis.is. ALLT FYRIR SKÍÐAFÓLK Hóflegri neysla dýraafurða skilar okkur enn lengra í átt að sjálfbærara mataræði, segir prófessor við HÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 8 Fréttir 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.