Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 24
Í Bakkastofu
taka þau
hjónin á móti
íslenskum
og erlendum
gestum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Valgeir var fenginn til að
semja myndakynningu með tónlist
til að nýta í þeim höfnum sem Gaia
lagðist að í, og sigldi með áhöfninni
frá Bergen í Noregi til Orkneyja og
skrifaði opnugreinar um upplifun-
ina í Morgunblaðið.
„Í kjölfarið gerði ég hljómplöt-
una Gaia í nánu samstarfi við vin
minn Eyþór Gunnarsson. Annað
víkingaverkefni kom síðan til mín
vegna aldamótanna árið 2000, sem
í leiðinni var árþúsundarafmæli
landafunda Leifs Eiríkssonar. Ég tók
þátt í gerð kvikmyndarinnar, Leifur
– The man who almost Changed the
World, þar sem ég gerði tónlistina
og tók þátt í handritsgerð og fram-
leiðslu. Myndin var síðan sýnd á
menningarstöðvum sjónvarps um
þver Bandaríkin.“
Íslendingasögurnar toguðu
Valgeir segir að eftir Gaia-verk-
efnið hafi innra með honum áfram
kraumað þörf til að vinna með
tónlist og textasmíðar á grunni
Íslendingasagnanna, enda sérlegur
aðdáandi.
Hjónin f luttu á Eyrarbakka,
þangað sem Ásta á ættir að rekja,
fyrir um átta árum og stofnuðu þar
ásamt börnum sínum menningar-
húsið Bakkastofu í gamla kaup-
félagshúsinu, þar sem þau bjuggu
sér jafnframt heimili.
„Þá setti ég í f ljótt undir mig
hausinn og hóf laga- og textasmíðar
á ensku um það sem erlendir gestir
kalla „The Sagas“, en við nefndum
dagskrána strax í upphafi Saga
Musica.
Raunin varð reyndar sú að fyrstu
árin var lítið um erlenda gesti hjá
okkur á Eyrarbakka. Í staðinn voru
það Íslendingar sem sóttu dagskrár
Bakkastofu. Hins vegar var nokkur
eftirspurn eftir Saga Musica utan
Eyrarbakka og fórum við með
dagskrána á milli hótela, menn-
ingarhúsa og um borð í leikhússali
skemmtiferðaskipa.“
Saga Musica
Laga- og ljóðabálkurinn Saga Musica
telur heil 15 lög sem mynda í heild
sinni söguþráð, þar sem reynslu og
sýn tveggja ólíkra ungra manna frá
landnámstímanum er fylgt eftir, við
afar breytilegar aðstæður.
Valgeir setur á lagið Old man by
the fire, sem fjallar um mann sem
nálgast ævikvöldið og farið er yfir
sögu hans.
„Ég var að spila fyrir lítinn hóp
bandarískra gesta á Selfossi fyrir
ekki svo löngu. Þar á meðal var
læknir á níræðisaldri. Við tókum
spjall saman þar sem hann sagðist
vera líf læknir Barry Gibb. Læknir-
inn var alveg gagntekinn af tón-
listinni – sérlega þessu eina lagi og
sagðist vilja láta syngja það yfir sér
þegar hann yrði allur,“ rifjar Valgeir
upp. „Tveimur dögum síðar hringdi
fararstjórinn, en þá hafði læknirinn
látist í Reykjavík. Hann bað um
lagið, sem ég sendi þeim, og þetta
var sungið í útför hans á Miami.“
Sjóferðir, átök og ástir
Hjónin hafa notið fulltingis fram-
leiðandans Sindra Mjölnis Magnús-
sonar, sem hefur valið lög og texta
úr lagasafni Valgeirs, sem mynda
söguþráðinn í Saga Musica.
„Þekking og reynsla Sindra
Mjölnis úr heimi kvikmyndagerðar
leiddi verkefnið á þessa braut,“ segir
Valgeir, en hingað til hefur Saga
Musica falið í sér flutning laga með
breytilegu innihaldi og örkynning-
um Valgeirs við upphaf hvers lags.
Nú er stefnan að vinna tónleika og
leikskrá með formála, sem greinir
frá höfuðpersónunum í söguþræð-
inum sem lög og textar mynda.
„Sjóferðir, ránsferðir, átök, ástir
og hefndir mynda leiðarstefið, sem
persónurnar í þessum þríhyrningi
f léttast inn í,“ segir hann um verk-
efnið, sem hefur hlotið tvo þróunar-
styrki og á dagskrá eru næsta sumar
tvennir tónleikar í Skálholti og einir
í Þjóðminjasafninu, en draumur-
inn er samstarf við Þjóðleikhúsið
um heildstæða sýningu fyrir bæði
íslenska og erlenda áheyrendur.
„Með þessari nálgun gætu áhrifin
reynst hvetjandi fyrir íslensk ung-
menni til að lesa Íslendingasögurn-
ar, sem mörgum þykja of torveldar
og þungar og ungmennin eru flest
synd þegar enska er annars vegar.“
Nýtingarkvótinn
„Hér á Eyrarbakka er alveg dásam-
legt að vera. Þetta er svo afslappað
samfélag. Ef maður er úti að labba
og mætir bíl þá vinkar maður,“
segir Valgeir spurður út í lífið á
Eyrarbakka, en báðir synir þeirra
hafa keypt sér húsnæði og búa þar í
þorpinu. Dóttirin Vigdís Vala er enn
í borginni með unnusta sínum, en
hún starfar fyrir fyrirtækið Össur.
„Við feðgin höfum verið saman
í hljómsveit við þriðja mann og
kölluðum okkur Þríeykið. En eftir
að Covid kom upp býst ég við að
við þurfum að finna annað nafn á
sveitina,“ segir hann og hlær.
En á morgun eru tímamót, sjö-
tugsafmæli, þó að Valgeir velti
sér lítið upp úr því. „Ég held það
breyti nú ekkert miklu að hrökkva
í þennan sjötugskassa,“ segir hann.
Ásta er sest hjá okkur og bendir á að
fyrir áratug hafi eiginmaður hennar
fagnað sextugsafmæli sínu með tón-
leikum í Eldborg. „Okkur langaði
ekki endilega að gera það aftur, en
höfum frekar talað um að fagna allt
sjötugsafmælisárið, í 365 daga. Og
við gerum það að vissu leyti með
Saga Musica.“
Þau fara að tala um nýtingar-
kvótann, að þegar aldurinn færist
yfir leiði maður hugann að honum,
hversu mikill tími sé eftir til að gera
það sem hugurinn stendur til.
„Já, nýtingarkvótinn, jú, ég vil
bara klára dæmið og koma Saga
Musica í fallegt ferli og lögunum að
auki í fast form svo þau megi hljóma
víða sem lengst,“ segir hann. Það er
nóg um að vera í Bakkastofu þó svo
Covid hafi sett strik í reikninginn
eins og annars staðar, en Íslend-
ingar hafa verið duglegir að sækja
þau hjón heim og njóta sögustunda,
veitinga og tónlistar. En hvernig ætli
sé að vera með vinnuna inni á heim-
ilinu, er það ekki álag?
„Nei, í rauninni ekki, enda fáum
við eingöngu gott fólk til okkar –
hinir fara bara eitthvað annað,“
segir Valgeir að lokum. n
Þegar ég lít yfir farinn
veg og hvar okkur bar
niður í námi, í raun
fyrir tilviljunarsakir, sé
ég sterka tengingu við
það sem síðar tók við
hjá mér.
Hundruð fyrirtækja af öllum
stærðargráðum hafa útvistað
launavinnslu til okkar.
Bókaðu fund á www.bokad.is.
Láttu okkur hjá KPMG Bókað
sjá um launavinnslu fyrirtækisins
Þú notar t ímann
í reksturinn
Við reiknum
launin
Við sjáum um
skilagreinar
100
24 Helgin 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ