Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 26
Það er
yfirleitt
þannig að
ef einhver
hverfur af
spjallborð-
inu eða
hættir að
svara, þá er
það gefið
að hann
fyrirfór sér.
Ég vil ekki
að allir
karlmenn
séu mjúkir
og við-
kvæmir, ég
vil bara að
þeir sem
eru það,
hafi frelsi
til að vera
það.
Christian Mogensen hefur
sérhæft sig í rannsóknum á
svokölluðum Incel-hópum, en
í þeim eru karlmenn sem eru
skírlífir gegn vilja sínum og
kenna femínisma og konum
um það. Í nóvember árið 2020
kom út eftir hann skýrslan
The Angry Internet þar sem
fjallað er um ógnina sem
lýðræði og jafnrétti stafar af
þessum hópum, og umræðum
þeirra sem tilheyra þeim.
Síðustu ár hefur karlmennsk-
an sem hugtak verið í nafla-
skoðun. Karlmennska er
bæði eitthvað sem ungir
menn eigna sér, en einnig
eitthvað sem þeir þvinga hver upp
á annan. Það er einhver stöðluð hug-
mynd um karlmennsku, um hvernig
karlmenn þeir eigi að vera. Eins og
hversu mikið áfengi þeir eigi að geta
drukkið, hversu mörgum konum
þeir sofi hjá og hversu stórt typpi
þeir þurfi að vera með. Þetta er mjög
stereótýpísk og mjög íhaldssöm
hugmynd um það hvað karlmann-
legur maður er, og það sem ég hef
komist að í mínum rannsóknum
er að þetta skapar gróðrarstíu fyrir
skaðlegar hugmyndir um kynin
meðal karlmanna,“ segir Christian
og að einhver hluti karlmanna
muni tileinka sér þetta í tilraun til
að verða að karlmanni.
„Þeir munu drekka of mikið,
sofa hjá mörgum og tala illa um
konur, trans, samkynhneigða og
aðra minnihlutahópa. En það sem
ég hef líka komist að, í samtölum
mínum við þessa menn, er að þeim
líkar þetta ekki og vilja þetta ekki.
Þeir vita hvað þeir eru að gera og
finnst þeir þurfa að gera þetta til
að halda lífi og vera viðurkenndir í
sam félaginu,“ segir Christian.
Hann segir femínisma að mörgu
leyti hafa verið leið til að frelsa
konur og að karlmennskan hafi
á sama tíma haldið karlmönnum
niðri.
„Þeir fáu karlmenn sem þrífast
innan þessarar menningar eru þeir
sem eru byggðir eins og víkingar,
drekka endalaust magn af bjór og
eru „bro dude“, sem er flott fyrir þá,
en það sem mér finnst að karlmenn
eigi að tileinka sér úr femínisma er
að þeir mega vera hver sem er. Ég vil
ekki að allir karlmenn séu mjúkir og
viðkvæmir, ég vil bara að þeir sem
eru það, hafi frelsi til að vera það.“
Ímynd karlmennsku stöðnuð
Hann segir að fyrir konur sé langt
síðan þær fengu „leyfi“ til að vera
alls konar, en að á sama tíma hafi
ímyndin um karlmennsku staðið í
stað.
Er versta mögulega útkoman á því
Incel-samfélagið?
„Já, þeir eru með ákveðna hug-
mynd um þennan týpíska mann
sem þeir kalla Chad eða eitthvað
annað og samkvæmt þeim, ef þú
ert ekki þannig, þá ertu lúser. Þeim
finnst samfélagið sem forgangs-
raðar þessum „alfa“ karlmönnum
hafa rangt fyrir sér, og svo í kjölfarið
finnst þeim konur, sem ekki velja þá
til að sofa hjá sér, hafa brotið á sér.
Það finnst þeim vandamálið við
femínisma, að konur fengu val til að
velja sér bólfélaga, og þeir telja að ef
ekki væri fyrir femínisma þá gætu
þeir sofið hjá og átt það líf sem þeim
hefði verið lofað fyrir femínisma.
Þeir eru þannig líka að berjast við
karlmennskuímyndina, en bara á
annan hátt en ég,“ segir Christian
og hlær.
Áhætta fyrir lýðræðið
Fram kemur í skýrslu hans að sam-
kvæmt rannsóknum hans séu lík-
lega um 850 virkir norrænir Incel-
þátttakendur á spjallborðum og
samfélagsmiðlum. Það er þó líka
tekið fram að fjöldinn er ekki endi-
lega stærsta vandamálið, heldur
möguleiki þeirra sem hafa orðið,
til að dreifa sínum boðskap til f leiri
karlmanna. Christian segir þó eitt
stærsta vandamálið við þennan
hóp vera hversu hátt hlutfall þeirra
er sem skaða sjálfa sig og stytta sér
aldur.
„Það er yfirleitt þannig að ef ein-
hver hverfur af spjallborðinu eða
hættir að svara, þá er það gefið að
hann fyrirfór sér,“ segir Christian
og það þyki honum alvarlegast við
þetta.
Hvað varðar lýðræðið segir
Christian að hættan sé að þau sem
ekki aðhyllast sömu skoðanir vilji
ekki eða þori ekki að taka þátt í
umræðum á netinu, af hræðslu við
ofsóknir og jafnvel líflátshótanir.
„Það þýðir að það er ekki raun-
verulegt lýðræði, því við höfum
ekki fjölbreytileika. Það er risastórt
vandamál að hvítir karlmenn, eins
og ég, stjórni umræðunni. Ég tala
kannski hratt en ég get ekki talað
fyrir aðra,“ segir Christian.
Minni hætta á Norðurlöndunum
Hann segir að það sé alltaf einhver
hætta á því að innan þessara hópa
leynist einstaklingar sem muni nota
of beldi, hann hafi minni áhyggjur
af því á Norðurlöndunum en annars
staðar, en samkvæmt niðurstöðum
rannsókna hans, er ekki sama hætta
á árásum á Norðurlöndunum og
Þröngur rammi
karlmennskunnar
kúgandi
Lovísa
Arnardóttir
lovisaa
@frettabladid.is
Christian Mogensen hefur sérhæft sig í rannsóknum á svokölluðum Incel-hópum. MYND/AÐSEND
Christian segir stereótýpískar hugmyndir um karlmennsku skaðlega gróðrarstíu. MYND/AÐSEND
áttu sér stað í Isla Vista, Virginíu og
Montréal.
Eitt af því sem er lagt til í skýrsl-
unni er að fólk, með þekkingu á
kynjafræði, fari inn á spjallborð
þessara samfélaga til að ræða við
mennina.
„Við græðum ekkert á því að fara
þarna inn og bara segja þeim að þeir
hafi rangt fyrir sér,“ segir Christian
og leggur áherslu á að það þurfi að
nálgast þá með öðrum leiðum og
taka inn í myndina að að baki skoð-
unum þeirra séu líklega fimmtán
ár af þeim sorgmæddum og þung-
lyndum.
Tilfinningar óþægilegar
Í skýrslunni kemur einmitt fram að
margir þeirra sem leita inn á þessi
spjallborð geri það í fyrstu í fullri
einlægni yfir að líða illa, en svo fari
samræðurnar og viðhorfin í aðra
átt.
„Vandamálið er hversu þröngan
ramma karlmenn hafa til að ræða
tilfinningar. Karlmenn mega tala
um að vera svangir, þyrstir eða
graðir. Það er engin sena í Rambó
þar sem hann sest niður til að gráta.
Karlmenn í bæði kvikmyndum og
tölvuleikjum eru bardagamenn og
sigurvegarar, svo hvert eiga karl-
menn að fara til að segja: „Hæ, ég
held að ég sé ljótur og að ég verði
einn að eilífu“? Það er kannski ekki
samtal sem þú átt við vini þína,
nema þið séuð mjög nánir. Ég er
34 ára og er bara nýfarinn að ræða
þetta við fólk sem ég hef samt þekkt
nærri alla mína ævi.“
Hann segir að karlmenn séu
óvanir að eiga slíkar umræður og
mörgum hreinlega þyki það óþægi-
legt.
„Það skapast kannski góðar
umræður í hópi karlmanna, en
það þarf ekki meira til en að einn
segi: „Já, það er vegna þess að þú ert
með lítið typpi“, fyrir samræður,
sem voru svo fallegar, að breytast
í typpabrandara og þá sem voru
að opna sig að gera lítið úr vanda-
málum sínum,“ segir Christian og
að það sama eigi sér stað á netinu.
„Ég sé oft að fallegar umræður
hafa átt sér stað, en svo kemur einn
og segir að þetta sé allt konum að
kenna og það finnst öllum það auð-
veldari umræða og þá verður það
samtalið.“
Ein af leiðing þessarar þröngu
skilgreiningar karlmennskunnar
er, að sögn Christians, að karlmenn
munu ýta hver á annan að falla
undir hana, og eitt af því sem þeir
munu nota til að sýna fram á karl-
mennsku sína er kynferðisleg virkni
(e. sexual activity).
„Sumir munu segja sögur á
meðan aðrir segja frá kynlífinu sem
þeir stunda, en svo eru einhverjir
sem munu reyna að finna leiðir til
að sanna það og þá eru myndir af
konum ein leið til þess, og að deila
þeim. Margir af þeim strákum sem
ég hef talað við og hafa annað hvort
séð eða deilt slíkum myndum og
stuðlað að kynbundnu of beldi,
segja að þeir viti að það sem þeir séu
að gera sé rangt, en það séu allir að
gera þetta.“
Lögreglan þarf að vera með
Spurður hvernig hægt sé að finna
lausnir á þessu vandamáli segir
hann femínisma stóru lausnina,
en nefnir einnig lögregluna og að
það þurfi að auka þekkingu innan
hennar og vald hennar til að takast
á við þetta og bregðast við.
„Það þarf að ræða við unga karl-
menn og hefja samtalið, og það á
ekki að segja þeim að þeir ættu ekki
að gera þetta og að þetta sé ólög-
legt, því þeir vita það og er yfirleitt
sama. Heldur ætti að tala við þá út
frá af hverju þeir gera þetta og hver
sé hvatinn, og hvort þetta sé ímynd
karlmennskunnar sem þeir vilji ýta
undir. Það þarf að opna samtalið um
kynhegðun karlmanna og þetta
samtal þarf að fara fram í skólum.
Það á að segja þeim að kynlíf sé frá-
bært og að þeir eigi að stunda það,
en að það þurfi að vera með ein-
hverjum sem vilji það jafnmikið og
þeir.“ n
26 Helgin 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ