Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 12
Parket
Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi
og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14.
Komdu við og ræddu við sérfræðinga
Parka og fáðu faglega ráðgjöf
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570
Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óbirtu handriti að skáldverki fyrir börn
eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaununum verður úthlutað að vori 2023.
Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit.
Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af
menningar-, íþrótta – og tómstundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO
og Rithöfundasambandi Íslands.
Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem
hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert innsent
handrit fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka
má fella verðlaunaafhendinguna niður þetta árið.
Handritum skal skilað í þríriti og undir dulnefni, en nafn og símanúmer
höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Ef um myndlýst handrit er að ræða
er ekki tekið á móti frummyndum, aðeins ljósritum.
Handrit berist í síðasta lagi mánudaginn 17. október 2022.
Utanáskrift:
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík
Í apríl 2018 samþykkti borgarráð að frá 2019 verði Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
veitt árlega að vori fyrir handrit að nýrri barna eða ungmennabók. Ekkert handrit þótti uppfylla
kröfur 2022 en 2021 hlaut Margrét Tryggvadóttir verðlaunin fyrir handritið að bókinni Sterk.
Barnabókaverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur
Auglýst er eftir tilnefningum til verðlauna fyrir grunn-
skólastarf í Reykjavík sem er í samræmi við stefnu um
skóla án aðgreiningar. Starfið einkennist af fjölbreytni
og viðurkenningu á mismunandi þörfum nemenda, þar
sem allir nemendur taka virkan þátt í skólastarfinu og
margbreytileikinn er sýnilegur og virtur.
Arthur Morthens, sem lést árið 2016, helgaði starfsævi sína
börnum sem áttu á brattann að sækja og var jafnframt
talsmaður þeirra í réttindabaráttu sem oft á tíðum var erfið.
Hann vann ötullega gegn einangrun barna með sérþarfir, stóð í
fylkingarbrjósti í stefnumótun fyrir mannréttindum þeim til
handa og barðist fyrir því að öll börn hefðu sömu tækifæri til
náms í skóla án aðgreiningar.
Skilafrestur tilnefninga er til 15. febrúar 2022. Eyðublöð og
nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is. Allir geta
sent inn tilnefningar á: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur,
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða á netfangið
sfs@reykjavik.is.
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur
Áfengissala hófst á Skíða-
hótelinu í Hlíðarfjalli um
helgina. Nokkur styr hefur
staðið um þessa ákvörðun, til
að mynda í bæjarráði Akur-
eyrar. Erlend gögn sýna að
áfengissala á skíðastöðum
leiði til fjölgunar slysa. Þá
bendir bandarísk rannsókn
til þess að timburmenn geti
einnig haft áhrif á slysatíðni.
ninarichter@frettabladid.is
LÝÐHEILSA Á stórum skíðasvæðum
erlendis þykir áfengisneysla gjarnan
sjálfsagður hluti af skíðaferðinni.
Aðgengi er auðvelt og þykir sjálfsagt.
Glögg í lok dags eða bjór í hádeg-
inu eru til dæmis hefðir sem eru
samofnar matarmenningu í Mið-
Evrópu.
Á Íslandi hefur ekki verið hefð
fyrir áfengisneyslu samhliða skíða-
mennsku en þó virðist það vera að
breytast með nýrri heimild fyrir
áfengissölu í Hlíðarfjalli.
Niðurstöður rannsókna í Banda-
ríkjunum, Ástralíu og Sviss gefa
þó ástæðu til þess að fara varlega
ef blanda á saman skíðaiðkun og
áfengisneyslu.
Í fagtímaritinu Forensic Science
International, sem kom út í nóvem-
ber í fyrra, eru birtar niðurstöður
rannsóknar á vegum þriggja sér-
fræðinga við háskólann í Bern í
Sviss. Í rannsókninni er stuðst við
gögn sem spanna 18 ára tímabil
og aðstæður og orsakir banaslysa í
utanbrauta-skíðamennsku.
Rannsóknin náði til 1.060 bana-
slysa í utanbrauta-skíðamennsku, á
tímabilinu 2001-2019 og leiddi í ljós
að eiturefnarannsókn var aðeins
framkvæmd í 6 prósentum tilfella.
Má þar ætla að hættan sé vanmetin
og fullnaðargögn til að meta hana
liggi ekki fyrir.
Í rannsókninni segir að neysla
áfengis sé algeng orsök slysa í
jaðaríþróttagreinum og eldri rann-
sóknir bendi til þess að slys aukist
eftir áfengis- eða vímuefnaneyslu.
Neysla áfengis geti orsakað verulega
skerðingu á hreyfigetu skíðafólks og
hugrænni færni og einnig þurfi að
taka til greina hættuna sem steðji að
þeim sem ekki nota efnin. Þannig sé
sala áfengis á svæðinu áhættuþáttur
sem snúi að öllum iðkendum.
Rannsóknarhópur frá Berkeley-
háskóla í Kaliforníu rannsakaði árið
1998 áhrif timburmanna á slysa-
tíðni í skíðaíþróttum. Niðurstöður
bentu til þess að drykkja innan 12
klukkustunda hefði einnig afger-
andi áhrif á tíðni slysa vegna áfeng-
isfráhvarfa eða þreytu iðkandans.
Í ástralskri rannsókn frá 2006, frá
rannsakendum við NSW-háskólann
í Sydney, kom fram að 30 prósent
aðspurðra viðurkenndu að nota
áfengi og fíkniefni í auknum mæli
á skíðasvæðum.
Þar var einnig bent á þreytu sem
algengan slysavald. Hluti af rann-
sókninni var sjálfsmat þátttakenda
á áhættunni sem atferlinu fylgdi.
Rannsakendur töldu að þar væri á
ferðinni fyrsta rannsóknin af sínum
toga og bentu rannsakendur á gríð-
arlega vöntun á fræðslu varðandi
notkun vímuefna samhliða skíða-
íþróttum.
Þetta rímar við niðurstöður
nýlegrar könnunar í Bretlandi á
vegum tryggingafélagsins Direct
Line, sem árið 2019 tók saman gögn
frá 2.000 manns sem höfðu farið í
skíðafrí.
Niðurstöðurnar, sem birtust í
breska blaðinu The Independent,
sýndu afgerandi auknar líkur á
slysum eftir áfengisneyslu. Þar sagði
að hættan á slysi ykist um 43 pró-
sent eftir notkun áfengis. Þó skal
skýrt tekið fram að ekki var um aka-
demíska rannsókn að ræða.
Þar kom fram að fleiri en þúsund
Bretar slösuðust á degi hverjum í
brekkunum vegna áfengisneyslu
samhliða skíðamennsku.
Væri litið til síðustu fimm ára
benti könnunin til þess að 3,8 millj-
ónir breskra skíðamanna hefðu lent
í slysum í brekkunum sem rekja
mætti beint til neyslu áfengis. Þó að
flest slysin væru minni háttar, voru
42 prósent þess eðlis að viðkomandi
gat ekki skíðað meira restina af ferð-
inni. n
Áfengisneysla þykir auka
slysahættu á skíðasvæðum
Nú geta
skíðamenn
keypt áfengi á
veitingastað á
skíðasvæðinu
í Hlíðarfjalli.
MYND/HAFSTEINN
Meira en eitt þúsund
Bretar slasast á hverj-
um degi vegna neyslu
áfengis á skíðasvæðum
samkvæmt könnun
tryggingafélagsins
Direct Line.
12 Fréttir 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ