Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 48
VILT ÞÚ GANGA TIL LIÐS
VIÐ ÖFLUGAN HÓP
LÖGFRÆÐINGA PERSÓNUVERNDAR?
Persónuvernd leitar að drífandi og kraftmiklum lögfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og
krefjandi verkefni í samhentu teymi stofnunarinnar. Fjölbreytni þeirra mála sem eru til meðferðar hjá
Persónuvernd er mikil – allt frá rafrænni vöktun á vinnustöðum til álitamála sem tengjast vísindarannsóknum
á heilbrigðissviði – og varða þau oft grundvallaratriði í íslensku samfélagi. Mikið er lagt upp úr frumkvæði,
ábyrgð og getu starfsmanna til að sinna krefjandi verkefnum í öflugu teymi lögfræðinga stofnunarinnar.
Um 100% starf er að ræða. Ráðið verður í starfið frá 1. mars 2022 eða samkvæmt
samkomulagi en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Persónuvernd er sjálfstætt stjórnvald sem annast eftirlit með framkvæmd laga nr. 90/2018 um persónuvernd
og vinnslu persónuupplýsinga, laga nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi og reglna
settra samkvæmt þeim. Persónuvernd er fjölskylduvænn vinnustaður.
FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ
Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2022. Umsóknir skulu berast á netfangið postur@personuvernd.is.
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum
umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi
ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri hjá Persónuvernd, í síma 510-9600.
Umsóknir munu gilda í sex mánuði frá móttöku þeirra, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
HELSTU VERKEFNI:
• Öll hefðbundin afgreiðsla og meðferð mála
sem heyra undir Persónuvernd, m.a. vinna að
úrskurðum í ágreiningsmálum og álitum
• Vinna við afgreiðslu kvartana, þ. á m. í samstarfi
við persónuverndarstofnanir innan EES
• Verkefni tengd erlendu samstarfi, einkum
í tengslum við þátttöku Persónuverndar
í Evrópska persónuverndarráðinu (EDPB)
• Önnur lögfræðistörf samkvæmt ákvörðun
sviðsstjóra eða forstjóra
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
• Að lágmarki 5 ára starfsreynsla sem nýtist í starfi
• Yfirgripsmikil þekking á persónuverndar-
löggjöfinni er kostur
• Reynsla og/eða þekking á sviði stjórnsýsluréttar
• Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku og
ensku, auk færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Þekking á einu norðurlandamáli er kostur
• Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnubrögðum
• Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum
samskiptum er skilyrði
Við leiðum
fólk saman
hagvangur.is
HÖFUM ÁHRIF!
Leitað er að kröftugum einstaklingi til að leiða þverfaglegt teymi Grænu
leiðar VSÓ, við umhverfis- og sjálærniráðg jöf. Í starfinu felst m.a.
ábyrgð á þróun, undirbúningi og rekstri Grænu leiðarinnar.
Kynntu þér málið
nánar á www.vso.is
Græna leiðin: Leiðtogi sjál
ærni- og umhverfismála
Græna leiðin: Sérfræðingur á sviði
sjál
ærni- og umhverfismála
Við leitum að sérfæðingi í sjálærni- og umhverfis- málum á
sviði mannvirkjagerðar. Starfið felst m.a. í þróun lausna og
ráðg jöf á sviði hringrásarhagkerfisins, LCA, LCC, BREEAM
o.fl. tengdu Grænu leiðinni.
Sérfræðingur í öryggis- og umhverfisstjórnun
Leitað er að sérfræðingi í öryggis- og umhverfisstjórnun.
Í starfinu felst t.a m. vinna við öryggis-, heilbrigðis- og umhverfis-
stjórnunarmál, áhættumat, vinnuvernd, innri úttektir, mat á
umhverfisáhrifum og skipulagsgerð.
Við leitum að einstaklingi til starfa á sviði byggðatækni.
Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun, áætlanagerð og aðra
ráðg jöf við gerð vega, gatna, stíga og veitukerfa.
Verkfræðingur eða tæknifræðingur
á sviði byggðatækni