Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 6
Ég get skilið að þeir
telji að þeir geti komið
á okkur höggi en það
mun ekki takast.
Runólfur
Ólafsson,
framkvæmda-
stjóri FÍB
Framkvæmdastjóri FÍB sakar
Sjóvá um að beita bolabrögð-
um með riftun samnings við
undirfélag FÍB. Verið sé að
reyna að þagga gagnrýnis-
rödd niður.
bth@frettabladid.is
TRYGGINGAR „Rödd FÍB mun ekki
breytast þrátt fyrir þetta viðbragð
Sjóvár. Við munum eftir sem áður
berjast gegn fákeppni á vátrygg-
ingamarkaði og vekja meðal annars
athygli á óeðlilega háum iðgjöldum,“
segir Runólfur Ólafsson hjá Félagi
íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB.
Sjóvá rifti samn ingi við FÍB-
aðstoð aðeins nokkr um vik um eft-
ir að FÍB gagn rýndi trygg inga fé lagið
fyr ir millj arða króna greiðslur til
hlut hafa. Runólfur telur einsýnt að
um þöggunartilburði af hálfu hluta-
félagsins sé að ræða.
„Það er ekkert sem bendir til ann-
ars en að þeir séu að reyna að þagga
niður í okkur. Það var aldrei kvartað
yfir þjónustunni og enginn undan-
fari,“ segir Runólfur og getur þess
að um langt samstarf hafi verið að
ræða. „Ég get skilið að þeir telji að
þeir geti komið á okkur höggi, en
það mun ekki takast.“
FÍB-aðstoð hef ur ann ast Vega-
aðstoð Sjóvár síðan 2007. Eins og
fram kom í Fréttablaðinu síðast-
liðið haust, varð slagur þegar FÍB
gagnrýndi tryggingafélögin fyrir
okur. Greinaskrif framkvæmda-
stjóra Samtaka fjármálafyrirtækja,
sem skýrði iðgjöldin með ýmsum
rökum, leiddu til formlegrar kvört-
unar, sem lögmaður FÍB sendi Sam-
keppnisstofnun, þar sem talið var að
um óeðlilegt inngrip og samtrygg-
ingu væri að ræða.
FÍB hafði staðhæft að á undan-
förnum sex árum hefðu iðgjöld
FÍB sakar Sjóvá um þöggunartilburði
Sjóvá rifti
samn ingi við
FÍB-aðstoð eft ir
að FÍB gagn-
rýndi trygg-
inga fé lagið
fyr ir greiðslur til
hlut hafa.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
ser@frettabladid.is
FISKELDI Útlit er fyrir að laxar úr
nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við
Vattarnes í Reyðarfirði, hafi sloppið
út á fimmtudag. Samkvæmt Mat-
vælastofnun uppgötvaðist gatið
við reglubundið eftirlit með kvíum
stöðvarinnar.
„Við teljum mjög litlar líkur á að
fiskur hafi sloppið,“ segir Jens Garð-
ar Helgason, framkvæmdastjóri
Laxa. Gatið hafi verið á sjö metra
dýpi og reynst vera hálfs metra löng
rifa, fimmtán sentimetrar á breidd.
Fyrirtækið virkjaði viðbragðsáætl-
un strax og gatið kom í ljós og var
viðgerð lokið á klukkustund.
Í þessari tilteknu kví eru 145 þús-
und laxar að meðalþyngd 2,6 kíló. n
Gat kom á sjókví
Laxa í Reyðarfirði
Jens Garðar
Helgason,
framkvæmda-
stjóri Laxa
Á NÁMSKEIÐ
ENDURMENNTUNAR
ERU ÖLL VELKOMIN!
Kynntu þér málið á endurmenntun.is
Hvað langar þig að læra?
Fjölbreytt úrval stað- og fjarnámskeiða
er á dagskrá hjá ENDURMENNTUN.
nina@frettabladid.is
SVEITARFÉLÖG Rafræn söfnun á til-
lögum fyrir nafn á nýtt sameinað
sveitarfélag Skútustaðahrepps og
Þingeyjarsveitar, er hafin. Hugmynd-
um er einnig safnað meðal nemenda
í grunnskólum. Að lokinni hug-
myndasöfnun fara tíu hugmyndir
til Örnefnanefndar og verður valið
að lokum í höndum íbúa svæðisins.
Helgi Héðinsson, oddviti Skútu-
staðahrepps, er formaður undir-
búningsstjórnar verkefnisins. Hann
segir valið hafa farið mjög vel af stað,
en söfnunin fór af stað á miðvikudag.
„Þetta hefur vakið mikla athygli og
komnar á annað hundrað tillögur,“
segir Helgi.
Söfnunin fer fram á vefnum Betra
Ísland. Allir geta sent inn tillögu og
rökstutt hana. Helgi segir rökstuðn-
inginn oft og tíðum skemmtilegan,
en einnig geti fólk tjáð sig um til-
lögur annarra. Meðal fjölda tillagna
eru Suðurþing, Skrattafellsþing og
Heiðabyggð, en einnig má sjá frum-
legri tilraunir á borð við Sameinuðu
þingeysku furstadæmin.
„Við ákváðum að hafa hugmynda-
söfnunina alveg opna. Hver sem er
getur sent inn hugmynd. Þú getur
skráð þig inn með rafrænum skilríkj-
um og sent inn tillögu undir nafni,
eða gert þetta nafnlaust,“ segir Helgi.
Til stendur að virkja yngri kyn-
slóðir í hugmyndasöfnuninni, en
börn í grunn- og framhaldsskólum
á svæðinu munu senda inn tillögur
í verkefni, sem snýr að því að kynna
sameininguna og fyrirkomulagið
fyrir þeim aldurshópi. n
Þingeysku furstadæmin eða Skrattafellsþing
Helgi Héðins-
son, oddviti
Skútustaða-
hrepps
ser@frettabladid.is
FRAMVÆMDIR Kostnaður við verk-
legar framkvæmdir hins opinbera
á þessu ári, er áætlaður um 109
milljarðar króna, en það er 15 millj-
örðum króna minna en á síðasta ári.
Þetta kom fram á útboðsþingi
Samtaka iðnaðarins í gær. Þar var
áhyggjum lýst vegna samdráttarins.
Í greiningu samtakanna segir að
þau leggi áherslu á mikilvægi þess
að innviðauppbygging sé næg og
viðhaldi innviða sé sinnt, en með
því sé rennt stoðum undir hag-
vöxt framtíðarinnar. Því telji sam-
tökin mikilvægt að ekki sé dregið
úr útboðum opinberra fjárfestinga
á sviði innviða. n
Samdráttur í
framkvæmdum
Skútustaðahreppur og
Þingeyjarsveit leita að
nafni eftir sameiningu.
Samtök iðnaðarins
ráða frá of miklum
samdrætti í viðhaldi.
bílatrygginga hækkað um 44 pró-
sent, en verðlagsvísitala hækkað á
sama tímabili um 17 prósent. Slys-
um í umferðinni hefði á tímabilinu
fækkað verulega.
„Tryggingafélögin græða á tá og
fingri eins og viðskiptafréttir bera
með sér. Kemur auðvitað ekki á
óvart, viðskiptamódelið er skot-
helt: engin verðsamkeppni, stöðug
hækkun iðgjalda, minnkandi kostn-
aður og velþóknun stjórnvalda,“
sagði FÍB.
Upp sögn in barst svo í lok októ ber,
aðeins fjór um vik um eft ir að FÍB
birti áskor un til Sjóvár um að skila
of tekn um iðgjöld um til viðskipta-
vina, frek ar en láta þau renna í vasa
hlut hafa,“ að sögn Runólfs.
Hann bendir á að líf eyr is sjóðir
launa fólks eigi 48,3% hluta fjár í
Sjóvá. Stjórn end ur fyr ir tæk is í eigu
al menn ings verði að hafa þrek til að
þola gagn rýni.
„Það hefur verið rætt undanfarið
að fyrirtækin eigi að axla samfélags-
lega ábyrgð og það skýtur skökku
við að svona stórt hlutafélag hegði
sér svona. Ef þessi ákvörðun var
borin undir stjórn hlutafélags Sjó-
vár, finnst mér undarlegt ef stjórnin
samþykkti þessi viðbrögð,“ segir
Runólfur.
Ekki bárust viðbrögð frá Sjóvá
þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða
við gagnrýni FÍB. n
6 Fréttir 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ