Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 46
Kennslusvið Háskóla Íslands leitar að verkefnastjóra fjarnáms í fullt starf
Kennslusvið fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, náms- og
starfsráðgjöf, kennslumál og próf. Við leitum að starfsmanni til að sjá um innleiðingu og stuðning við fjarkennslu við Háskóla Íslands sem
byggir m.a. á áætlun skólans um þróun fjarnáms 2021-2026. Verkefnastjóri mun koma að mótun og innleiðingu gæðaviðmiða, tryggja
stuðning við kennara, auka sýnileika fjarnáms við HÍ og móta verkáætlun fyrir þær námsleiðir sem bjóða upp á fjarnám.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Framkvæmd áætlunar um fjarnám við Háskóla Íslands
· Samráð við stýrihóp um framkvæmd áætlunar um fjarnám,
fræðasvið og deildir, sviðsstjóra kennslusviðs og deildarstjóra
stafrænna kennsluhátta og Kennslumiðstöðvar
· Að veita kennurum og starfsfólki HÍ ráðgjöf og stuðning á sviði
fjarnáms og stafrænna kennsluhátta
· Umsjón með umsóknarferli um sérstakan stuðning við eflingu
fjarnáms
· Að sjá um upplýsingagjöf og kynningarmál vegna fjarnáms í
samstarfi við fræðasvið háskólans
· Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
· Góð kunnátta í upplýsingatækni í kennslu, kennslufræði og
skipulagi fjarnáms
· Menntun sem nýtist í starfi
· Þekking á háskólaumhverfi
· Reynsla af verkefnastjórn og innleiðingu verkefna
· Reynsla af áætlunargerð
· Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
· Vönduð og nákvæm vinnubrögð og örugg framkoma
· Þjónustulund og lipurð í samskiptum
· Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu
máli
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2022.
Sótt er um á vef Háskóla Íslands eða á starfatorg.is.
Nánari upplýsingar veitir Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri
kennslumála, robhar@hi.is.
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík +354 525 4000, hi@hi.is, www.hi.is
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá, bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað er um
hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess, staðfest
afrit af prófskírteinum og upplýsingar um umsagnaraðila.
Spennandi starf
fyrir verkefnastjóra
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
12 ATVINNUBLAÐIÐ 22. janúar 2022 LAUGARDAGUR