Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 23
Tveimur dögum síðar
hringdi fararstjórinn,
en þá hafði læknirinn
látist í Reykjavík. Hann
bað um lagið, sem ég
sendi þeim, og þetta
var sungið í útför hans
á Miami.
Örlögin gripu í taum
ana þegar umsókn mín
í tónlistarþerapíu
týndist í diplómata
pósti.
Valgeir og eiginkona hans fluttu á Eyrarbakka fyrir um átta árum og hafa komið sér vel fyrir í gamla kaupfélagshúsinu.
lagið sem sigraði í Evróvisjón og hét
Danseviser og íslenska lagið Ég vil
fara upp í sveit, með Elly Vilhjálms.“
Valgeir varði einnig tveimur
sumrum í íþróttasumarbúðum hjá
frænda sínum Vilhjálmi Einarssyni
þrístökkvara. „Hann var óskaplega
góður við mig og ég dvaldi sumar-
langt í þessum íþróttasumarbúð-
um.“
Gítarinn hennar mömmu
Fjölskyldan flutti svo í Hlíðargerði
í hinu svokallaða Smáíbúðahverfi
eða „The small apartments area“,
eins og Valgeir rifjar að gamni upp
að hafa kynnt æskuslóðirnar fyrir
Pekingbúum á tónleikaferð í Kína,
mörgum árum síðar.
„Þegar ég kom í bæinn aftur eftir
sumrin fór ég snemma að líta gítar-
inn hennar mömmu hýru auga,“
segir Valgeir og aðspurður segir
hann móður sína hafa kunnað
vinnukonugripin. „Við sungum
mikið saman, ekki síst eitt sænskt
lag,“ rifjar Valgeir upp og raular
lagið, hefur engu gleymt.
Hverfið var að byggjast upp og
mikið af börnum á skólaaldri. „Við
vorum 34 saman í fyrsta bekk í
Breiðagerðisskóla og það lá við að
menn ýttu börnunum inn með
skóflum og lokuðu á eftir sér,“ segir
hann og hlær. „Þetta var svo ólíkt
því sem er í dag.“
Þaðan lá svo leiðin í Réttarholts-
skóla og þar sem Valgeir gat spilað
á gítar var hann munstraður í að
koma fram á skólaskemmtun. „Ég
og Ágúst Atlason, sem síðar gerði
garðinn frægan með Ríó tríó, spil-
uðum undir hjá stúlknasveit á
bekkjarskemmtun. Svo vorum við
send að skemmta í Austurbæjarbíói
á fegurðarsamkeppni ungu kyn-
slóðarinnar.“
Hituðu upp fyrir Hljóma
Þar hituðu þau upp fyrir Hljóma sem
þegar var orðin landsfræg sveit og
rifjar Valgeir upp hvernig tilfinning
það var fyrir gítarleikarann úr Réttó.
„Maður þorði nú eiginlega ekk-
ert að tala við þá. Þeir voru úr Kef,“
segir hann í léttum tón. „Ég hefði
nú getað sagt þeim að amma mín
var fædd í Innri-Njarðvík og bjó
þar þegar hún kynntist afa mínum,
sem þá var í Stýrimannaskólanum
í Reykjavík. Allar helgar gekk hann
svo til hennar, fram og til baka,
hann var náttúrlega smali að aust-
an,“ segir hann og hlær. „Þetta var
sannur ásetningur.“
En aftur í Smáíbúðahverfið þar
sem bílskúrsböndin blómstruðu, en
Valgeir segist frekar hafa farið inn í
bílskúr að leika, heldur en út að leika.
Það áttu margir úr bílskúrsgenginu
eftir að verða þekktir tónlistarmenn
hér á landi, svo sem Þórður Árnason
gítarleikari, meðal annars Stuð-
manna, Gylfi Kristinsson söngvari í
fyrstu útgáfu Stuðmanna og síðar í
hljómsveitinni Rifsberja og þá Ágúst
Atlason söngvari og gítarleikari, sem
varð landskunnur sem einn af þrem-
ur meðlimum Ríó tríósins.
Á menntaskólaárunum varð svo
Spilverkið til og fyrsta plata þeirrar
hljómsveitar kom út árið 1975,
sama ár og fyrsta plata Stuðmanna,
Sumar á Sýrlandi.
„Í MH var allt önnur stemning
enda komu nemendur víða að og
maður kynntist öðrum krökkum
en maður hafði umgengist í níu ár.
Þar kynntist ég Sigurði Bjólu sem
átti svo góðar græjur og líka örlaga-
skelminum Jakobi Frímanni.“
Hallærisleg músík í kjallaranum
Stuðmenn urðu til á öðru ári þeirra
félaga í Hamrahlíðinni. „Við fórum
niður í skonsu í kjallaranum þar
sem ætlunin var að gera ofsalega
hallærislega músík. Sem við og
gerðum og tónlistin var flutt á árs-
hátíð skólans í Súlnasal Hótel Sögu.
Þarna voru lögin Draumur okkar
beggja, sem síðar rataði alla leið í
Með allt á hreinu og svo hitt lagið,
Honey will you marry me. Undir-
tektir voru geigvænlega góðar.”
Lögin bæði á Valgeir og hann
segir þau hafa komið hratt og auð-
veldlega, í rauntíma. „Þannig er það
með f lest mín lög,“ segir hann og
rifjar upp að hafa samið hið geysi-
vinsæla Stuðmannalag Slá í gegn
í hljómsveitarrútu á leið frá Egils-
stöðum. „Það komu einhver sex lög
út úr þeirri rútuferð. En þegar að
þessu lagi kom voru allir orðnir svo
þreyttir og timbraðir að þeir nenntu
ekkert að vera við hliðina á mér, svo
ég bara á þetta lag með húð og hári.“
Árið 1975 kynntist Valgeir eigin-
konu sinni, Ástu Kristrúnu, í göngu
yfir Leggjabrjót. „Þetta var í blinda-
þoku svo hún sá mig ekki almenni-
lega,“ segir hann og hlær, en það dylst
engum að þar fara samhent hjón.
„Á þessum tíma var ég byrjaður í
hljómfræði í Tónlistarskóla Reykja-
víkur, þar sem ég var svo heppinn
að vera í einkatímum í tónsmíðum
hjá Jóni Ásgeirssyni tónskáldi, sem
meðal annars samdi lagið við Maí-
stjörnuna. Það er sko skemmtilegur
maður.“
Skólaumsóknin sem týndist
Árið 1977 var gjöfult í lífi Valgeirs en
auk þess að þau Ásta eignuðust sitt
fyrsta barn af þremur, vann hann að
gerð þriggja hljómplatna.
Samhliða tónlistinni vann Val-
geir á Barnageðdeild Landspítal-
ans á deild fyrir einhverf börn.
„Sú vinna opnaði augu mín fyrir
jákvæðum áhrifum tónlistar á ein-
staklinga sem eiga við geðrænan
vanda að stríða,“ segir hann, og sá
fyrir sér að tónlistarþerapía gæti
verið starfsvettvangur sem hentaði
honum. „Þá hafði aðeins einn aðili
numið það fag og þrautin þyngri
að komast inn í skóla erlendis þar
sem fagið var kennt. Örlögin gripu
í taumana þegar umsókn mín í
tónlistarþerapíu týndist í dipló-
matapósti. Menntamálaráðuneytið
hafði skrifað meðmæli sem fylgdu
umsókninni, til að styrkja mögu-
leika minn á að verða tekinn inn í
námið í Utrecht í Hollandi sem tók
árlega inn örfáa nemendur.“
Heltekinn af Jóhannesi úr Kötlum
Valgeir vildi þó ekki hætta við að
fara utan til náms og úr varð að
hann og Ásta fóru með soninn til
Þrándheims, þar sem hún lærði
námsráðgjöf og hann lauk námi í
félagsráðgjöf.
„Við höfðum meðferðis allt
kvæðasafn Jóhannesar úr Kötlum
og þeir demantar heltóku mig ræki-
lega á þeim þremur árum sem við
vorum í Noregi.“
Útkoman skilaði sér í lagasmíðum
við um þrjá tugi kvæða eftir skáldið,
en lögin voru síðar gefin út á þremur
hljómplötum, tileinkuðum fuglum.
„Þótt ég hafi tekið þessa stefnu
þá samdi ég vitaskuld fjölda laga
við önnur ljóð og það sem þekktast
er úr þeim ranni er Vikivaki, eða
Vorið kemur,“ segir Valgeir, en það
lag hefur sannarlega fest sig í sessi
hjá íslenskri þjóð.
Ekki aftur snúið
„Þegar við komum heim hóf Ásta
að þróa og móta námsráðgjöf við
Háskóla Íslands og ég gerðist for-
stöðumaður í félagsmiðstöðinni
Árseli. En svo kom Með allt á hreinu
út,“ segir Valgeir og brosir í kamp-
inn. Kvikmynd Stuðmanna kom út
árið 1982 og sló svo rækilega í gegn
að ekki varð aftur snúið.
„Ég ákvað því að taka smá rispu
með þeim,“ segir Valgeir, sem
setti félagsráðgjöfina til hliðar og
hefur síðan starfað við tónlist og
tónlistar tengd málefni.
„Ég kvaddi hljómsveitina árið
1988 en þá var ég kominn með
skammtinn, enda „syntharnir“
(hljóðgervlar) og allar rafmögnuðu
lausnirnar mér ekki að skapi. Ég
fann mig ekki lengur í teyminu.“
Víkingaskipið breytti stefnunni
Valgeir fór að taka að sér ýmis tón-
listartengd verkefni næstu árin,
en verkefni sem kom upp í hendur
hans árið 1992 átti eftir að breyta
stefnunni töluvert.
„Þegar ég lít yfir farinn veg og
hvar okkur bar niður í námi, í raun
fyrir tilviljunarsakir, sé ég sterka
tengingu við það sem síðar tók við
hjá mér,“ segir hann.
„Þrándheimur sem hét Niðarós
í Íslendingasögunum, gegndi afar
merku hlutverki á þeim tímum
sem Ísland byggðist. Víkingaskipin
sigldu upp eftir Niðelfi og Noregs-
konungar höfðust þar við.
Verkefnið sem mér var falið árið
1992 átti heldur betur eftir að draga
dilk á eftir sér. Norski skipakóngur-
inn Knud Kloster kostaði smíðar á
nákvæmri eftirlíkingu af víkinga-
skipi. Skipið var nefnt Gaia, sem
þýðir Móðir Jörð, og því skyldi siglt
í því augnamiði að vekja heiminn
til umhugsunar um að ganga vel
um móður jörð og mikilvægi þess
að vernda börn heimsins.“
Valgeir og Ásta eru samheldin hjón, sem reka saman menningarhúsið Bakkastofu, ásamt börnum sínum þremur.
Helgin 23LAUGARDAGUR 22. janúar 2022 FRÉTTABLAÐIÐ