Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 20
Uppgötva
er reyndar
full vægt til
orða tekið
– ég lærði
myndina
utan að.
Og kann
enn!
Stórútgerð-
in hefur
ávallt „sinn
mann“ í
sjávarút-
vegsráðu-
neytinu.
n Í vikulokin
Ólafur
Arnarson
BJORK@FRETTABLADID.IS
Við mælum með
Einleikurinn Það sem er, með
Maríu Ellingsen í fararbroddi,
er frumsýndur í Tjarnarbíói
í kvöld, en fyrri frumsýning
fór fram fyrir helgi. Um er að
ræða verk eftir danska verð
launaskáldið Peter Asmussen,
um elskendur sem Berlínar
múrinn skilur að.
bjork@frettabladid.is
Ytra sögusviðið er Austur
Berlín á kaldastríðsár
unum, sem höfundurinn
notar síðan til að skoða
manneskjuna og löngun
hennar og þrá til að elska, treysta
og eiga samastað í hjarta annarrar
manneskju.
„Að því leyti er sagan tímalaus
en svo kallast hún alveg sérstaklega
á við þann tíma sem við erum að
fara í gegnum núna, þar sem mikil
höft eru á því að fólk geti ferðast og
hist,“ segir María. „Það er líka gott
að minna sig á hvað það er stutt
síðan að borg í miðri Evrópu var
innimúruð og undir alræðisstjórn
og hversu brothætt lýðræðið er, eins
og við sáum í Bandaríkjunum fyrir
ári síðan.“
María segist aldrei hafa tekið sér
pásu frá leiklistinni á fjörutíu ára
ferli. „En ég hef unnið sjálfstætt nær
allan minn ferill, sem þýðir að ég
er ýmist að þróa og framleiða verk
sjálf eða er ráðin inn í verkefni hjá
öðrum, í leikhúsi, sjónvarpi og bíó.
Ég valdi líka að vera leikari, leik
stjóri og höfundur og ekkert ár er
því eins, stundum meira af einu og
minna af öðru. Og á meðan eitt
hvað er í þróun þá getur auðvitað
liðið tími á milli þess sem ég stend
á leiksviðinu.“
Þrátt fyrir langan feril tekur
María nú í fyrsta sinn þátt í einleik
og viðurkennir að fyrir fram hafi
hún óttast að æfingaferlið yrði ein
manalegt.
„En það hefur síður en svo verið
Verkið falleg gjöf inn í
þennan dimma tíma
María stendur ein á sviðinu í Tjarnarbíói í verkinu Það sem er. MYND/VALLI
Aðstandendur sýningarinnar: María Ellingsen á sviðinu
og í salnum frá vinstri: Melkorka Fitz Gibbon aðstoðar-
leikstjóri, Ólafur Egill Egilsson leikstjóri. Filippía Elísdóttir
búningahönnuður, Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir sem sá
um gervi og Björn Bergsteinn ljósahönnuður. Leikstjórinn Ólafur Egilsson. MYND/CHRISTOPHER LUND
það. Samstarfið við leikstjórann,
Ólaf Egil, hefur verið mjög gefandi.
Þá hefur samtalið við Auði Jóns
dóttur, sem þýddi verkið, verið mjög
skemmtilegt og við lágum mikið
yfir textanum. Svo hafa þau Fil
ippía Elísdóttir, Björn Bergsteinn og
Snorri Freyr bæst við síðustu vikur,
en við höfum unnið saman um
árabil. Þau eru ekki bara að hanna
búninga, ljós og leikmynd, heldur
koma þau inn með allan heiminn
og sína gríðarlegu reynslu og til
finningu fyrir leikhúsi. En auðvitað
er það gríðarleg áskorun að standa
svo á endanum ein á sviðinu, en þá
eru mótleikararnir mínir ljósin og
tónlistin, sem Ólafur Björn Ólafsson
semur.“
María segir að þar sem um ein
leik sé að ræða sem kalli á nánd, hafi
ætlunin alltaf verið að bjóða tak
markaðan sætafjölda. Sóttvörnum
og fjöldatakmörkunum sé þó fylgt
í hvívetna.
„Okkur fannst líka þetta fallega
verk vera gjöf inn í þennan dimma
tíma,“ segir hún að lokum. n
Margir höfðu af því áhyggjur að
harðnað gæti á dalnum hjá stórút
gerðinni þegar hún missti „sinn
mann“, Kristján Þór Júlíusson, úr
sjávarútvegsráðuneytinu. Ýmsir
töldu útlitið versna enn fyrir sægreif
ana, þegar í ljós kom að hin róttæka
og harðskeytta Svandís Svavars
dóttir yrði eftirmaður hans.
Fram til þessa hefur Svandís ekki
þótt neinn veifiskati andspænis stór
kapítalinu, hvorki í orði né æði. Með
Svandísi í sjávarútvegsráðuneytinu
töldu fulltrúar greina innan sjávar
útvegsins, sem fram til þessa hafa
átt undir högg að sækja, eins og
smábátasjómanna, sig horfa fram á
bjartari daga eftir látlausa þjónkun
Kristjáns Þórs við stórútgerðina.
Stefna VG hefur verið mjög hlið
holl smærri aðilum í sjávarútvegi,
eins og meðal annars birtist í mál
flutningi og framgöngu Lilju Raf
neyjar Magnúsdóttur, formanns
atvinnuveganefndar Alþingis, á
síðasta kjörtímabili. Þá kemur skýrt
fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórn
arinnar að huga beri að byggðakvóta
og strandveiðum til að styðja við
atvinnulíf í byggðum landsins.
Bjartsýni smábátasjómanna ent
ist ekki lengi. Svandís Svavarsdóttir
var ekki lengi gera stefnu stórút
gerðarinnar og Sjálfstæðisflokksins
að sinni. Þremur dögum fyrir jól gaf
hún út reglugerð sem skerðir strand
veiðikvóta um 1.500 tonn og byggða
kvóta um næstum 1.000 tonn. Þetta
fer þvert gegn stefnu VG, en þjónar
Svandís byrjuð á fullu að þjóna stórútgerðinni
vel sérhagsmunum stórútgerðar
innar sem ræður stefnu Sjálfstæðis
flokksins í sjávarútvegsmálum.
Þessi þjónkun Svandísar Svavars
dóttur við sægreifa og stórkapítalið
sýnir í hnotskurn að ríkisstjórn Katr
ínar Jakobsdóttur er óheillabandalag
sérhagsmunaafla um kyrrstöðusam
félag, þar sem smáfuglarnir mega
narta í freðna jörð og stórútgerðin
hefur ávallt „sinn mann“ til að gæta
sérhagsmuna sinna í sjávarútvegs
ráðuneytinu. n
Margréti hinni fyrstu
Í Bíó Paradís má þessa dagana berja
augum sögulega norræna veislu:
Margrete den første. Eins og titill
inn gefur til kynna fjallar myndin
um Margréti drottningu og baráttu
hennar fyrir Kalmarsáttmálanum.
Trine Dyrholm fer með hlutverk
drottningarinnar og er ógleyman
leg í hlutverkinu. Það er svo sérlega
gleðilegt fyrir íslenska áhorfendur
að sjá leikkonurnar Tinnu Hrafns
dóttur og Halldóru Geirharðsdóttur
bregða fyrir í minni hlutverkum –
og tala dönsku!
Kosta Ríka kaffi
Það er gaman að prófa nýjar kaffi
tegundir og Ispirazione firenze
Arpeggio frá Nespresso, er í sérlegu
uppáhaldi okkar þessa dagana.
Þétt og rjómakennt, kröftuglega
ristað og með örlitlum kakókeimi.
Kaffið er kröftug Arabicablanda
byggð á kaffi frá Kosta Ríka. Gott
er að hafa í huga að tekið er á móti
notuðum Nespressokaffihylkjum
í verslunum Nespresso og þau send
til endurvinnslu. n
Ég var ekki nema átta ára gömul þegar
kvikmyndin Með allt á hreinu kom út,
en uppgötvaði hana nokkrum árum
síðar. Uppgötva er reyndar full vægt til
orða tekið – ég lærði myndina utan að.
Og kann enn!
Valgeir Guðjónsson, gítarleikari Stuðmanna,
segir frá því í forsíðuviðtali þessa tölublaðs að
hann hafi verið nýkominn úr námi í Noregi og
tekinn við starfi sem forstöðumaður félags
miðstöðvar þegar myndin kom út. „Þá var
ekki aftur snúið,“ segir Valgeir, en fram undan
voru annasamir tímar þar sem sveitin keyrði
um allt til að leika tónlistina fyrir landsmenn.
Sveitaballakapphlaup Stuðmanna og Gæra
stendur hjarta mínu reyndar svo nærri, að ég
varð nánast stúmm þegar ég heyrði aðstand
anda hennar rifja upp að myndin hafi hálf
partinn verið gerð í einhverju bríaríi og hand
ritið mestmegnis byggt á spuna, þeirra á milli!
Stórkostlegum textanum sem var svo greiptur
í minni mitt – að við vinkonurnar gátum
slökkt á hljóðinu og þulið upp hvert samtal
hennar – var bara riggað upp á nóinu! n
Astraltertugubb
20 Helgin 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
22. janúar 2022 LAUGARDAGURHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ