Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 41
hagvangur.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) leitar að mannauðsstjóra. Við leitum að
skipulögðum, drífandi og öflugum leiðtoga sem hefur góða reynslu og
brennandi áhuga á fólki og mannauðsmálum.
Starfssvið
• Ábyrgð á mótun og framkvæmd mannauðsstefnu SÍ
• Ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk
• Ábyrgð á framkvæmd kjarasamninga
• Yfirumsjón með framkvæmd starfsmannasamtala og samskiptamála
starfsfólks
• Umsjón með ráðningum starfsfólks SÍ og nýliðaþjálfun
• Yfirumsjón með hæfnisprófum hljóðfæraleikara
• Ábyrgð á fræðslu starfsfólks og umbótum á vinnustaðarmenningu
• Aðkoma að árlegri starfsáætlun og vinnuáætlun
• Ábyrgð á gæða- og starfsmannahandbók
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Farsæl reynsla af mannauðsmálum, stjórnun og stefnumótun
• Góð þekking á kjaramálum
• Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni
• Sjálfstæði, drifkraftur og frumkvæði í starfi
• Góð skipulagshæfni
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
• Innsýn í heim klassískrar tónlistar er góður kostur
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk.
Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.
Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út
á hagvangur.is.
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í rúm 70 ár og
hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum. Hljómsveitin hefur fengið
afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hún heldur
um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum
og einleikurum, en á einnig samstarf við listafólk úr öðrum greinum tónlistar. Harpa,
tónlistar- og ráðstefnuhús, er heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Starfsmannafjöldi SÍ
er um 100 manns. Nánari upplýsingar á sinfonia.is.
Mannauðsstjóri
Skannaðu kóðann fyrir
nánari upplýsingar
Fyrirtæki
ársins 2021
hagvangur.is