Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 28
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Áður en Gísli Halldór fluttist
búferlum með fjölskyldu sinni
og settist að á Eyrarbakka hafði
hann verið bæjarstjóri í fjögur ár
á Ísafirði. Þar á undan var hann
bæjarfulltrúi í átta ár og þá ýmist
forseti bæjarstjórnar eða formaður
bæjarráðs, auk þess að gegna
formennsku í ýmsum ráðum og
nefndum á vegum Ísafjarðarbæjar.
Hann hefur því langa reynslu af
sveitarstjórnarmálum. Gísli var
ráðinn til Árborgar þegar staðan
var auglýst eftir síðustu kosningar.
Hann veit ekki hvort hann haldi
starfinu eftir næstu kosningar
en vonar þó að svo verði. „Það
eru mörg verkefni sem eru þegar
komin af stað sem mig langar til
að halda áfram með,“ segir hann.
„Þetta hafa verið mjög krefjandi
verkefni undanfarin fjögur ár. Vel
hefur tekist til og svo eru önnur
verkefni sem ég myndi vilja fylgja
eftir næstu árin,“ segir Gísli.
Mikil fjölgun íbúa
„Árborg stendur á tímamótum á
mörgum sviðum. Íbúum í sveitar-
félaginu hefur fjölgað mikið, allt
upp í 7%. Í fyrra var aukningin um
4%. Hún hefði getað verið meiri því
eftirspurnin er mikil en uppbygg-
ing húsnæðis hefur ekki annað
henni. Tafir hafa orðið í upp-
byggingu, til dæmis vegna Covid.
Íbúar Árborgar nálgast 11 þúsund
en voru 9 þúsund þegar ég kom
hingað til starfa. Ef næst að fylgja
þeirri uppbyggingu á næstu árum
sem skipulögð hefur verið gæti
íbúatalan farið upp í 15 þúsund. Ég
sé ekki annað en að fjölgun íbúa
haldi áfram á næstu árum og við
göngum út frá því í fjárhagsáætlun
að hún verði 8 prósent á yfir-
standandi ári,“ segir Gísli og bætir
við að hann sjái engin merki þess
að eftirspurnin sé að dala.
Margir höfuðborgarbúar hafa
flutt til Árborgar. Húsnæðið er
aðeins ódýrara og eftir að fólk fór
að vinna meira í fjarvinnu skiptir
litlu hvar það býr. „Húsnæði hér
hefur hækkað í verði en ég tel að
það sé enn 10-20% ódýrara en á
höfuðborgarsvæðinu. Byggt hefur
verið mikið af hagkvæmu einbýli,
rað- og keðjuhúsum. Fjölbýlis-
húsum hefur einnig verið að fjölga
og mikil eftirspurn eftir íbúðum í
þeim. Allt frá lokum seinni heims-
styrjaldarinnar hefur aukning hér
á Selfossi verið um 3,2% árlega –
staðsetningin dregur fólk greini-
lega hingað.
Til að mæta þessari fjölgun íbúa
höfum við lagt gríðarlega áherslu á
fjölskylduþjónustu. Góð þjónusta í
grunn- og leikskólum, ásamt starfi
íþróttafélaga, er afar mikilvæg og
er það sem fólk horfir til. Þá skiptir
miklu að félagsþjónustan sé öflug
og úrræðagóð á þeim tímum sem
við lifum nú. Við höfum fundið
fyrir því að fólk er ánægt með alla
okkar fjölskylduþjónustu og eru
ríki og sveitarfélög farin að leita
til okkar sem fyrirmyndar,“ segir
Gísli. „Árborg er því að gera fanta-
góða hluti.“
Bæði nýr grunnskóli og leikskóli
voru opnaðir á síðasta ári á Selfossi
til að mæta íbúafjölgun. „Það er
krefjandi verkefni að skipuleggja
skólahverfi og meta þörfina. Í
einum grunnskólanna erum við
til dæmis með svo mikinn fjölda
nemenda í 7. og 8. bekk að það
verður ekki hægt að koma þeim
fyrir í skólanum þegar börnin eld-
ast, haldi íbúum áfram að fjölga.
Það eru því býsna margar ákvarð-
anir sem þarf að taka sem geta
reynt á. Auk þessarar lögbundnu
þjónustu hefur alla tíð verið mjög
öflugt og gott íþróttastarf hér í
Árborg,“ segir Gísli. „Því var ráðist
í að byggja stórt íþróttahús á Sel-
fossi árið 2019 og lauk byggingu
þess í haust. Húsið rúmar hálfan
knattspyrnuvöll, hlaupabraut og
aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Hægt
verður að stækka húsið í næsta
skrefi þannig að knattspyrnu-
völlurinn verði í fullri stærð. Við
værum búin að vígja húsið með
pompi og prakt en Covid hefur
tafið okkur í því. Húsið hefur hins
vegar verið í fullri notkun í allan
vetur og sérstaklega er gaman að
sjá hve eldri borgarar hafa nýtt
hlaupabrautina mikið til göngu-
ferða í góðum félagsskap.“
Mannlífið hefur blómstrað
með nýjum miðbæ á Selfossi
Nýr miðbær var opnaður formlega
á síðasta ári sem jók mjög ferða-
mannastraum til bæjarins. „Við
finnum fyrir miklum áhuga fólks á
Árborg og ekki síst Selfossi eftir að
nýi miðbærinn kom til sögunnar.
Nú hefur skapast aðstaða til að
vera með alls kyns viðburði og
skemmtilegheit fyrir mannlífið.
Eftir því sem sveitarfélagið vex
koma fleiri tækifæri. Miðbærinn
greiðir götu okkur að því að skapa
enn frekari tækifæri. Það er gaman
að skapa gott samfélag sem fólk vill
búa í,“ segir Gísli.
„Það hafa margir lýst yfir ánægju
með nýja miðbæinn og fulltrúar
bæjarins eru stöðugt spurðir um
hann á fundum með öðrum
sveitarfélögum. Vel hefur verið
staðið að öllu í sambandi við þetta
verkefni sem mun stækka mikið
á næstu árum. Miðbærinn hefur
yfir sér ákveðinn sjarma í þessum
gamla stíl. Nú er verið að byggja
hús sem á að hýsa tónleika, svipað
og Græni hatturinn á Akureyri.“
Opna skrifstofuhótel
Fjarvinna fólks hefur aukist til
muna eftir að heimsfaraldur skall
á og margir sem nýta það til að
búa langt frá vinnustað. Í Árborg
verður þessari þörf mætt með því
að breyta gamla Landsbankahús-
inu í skrifstofuhótel. „Þarna verður
í boði aðstaða fyrir 120 manns.
Fólk kaupir kort og getur mætt
eins og því sýnist. Aðstaðan verður
bæði með kaffihúsaborðum og
skrifborðum. Einnig verður hægt
að leigja skrifstofu og fundarher-
bergi. Það er fjárfestingafélagið
Sigtún sem keypti Landsbankann
og er að gera þessar breytingar,“
segir Gísli. „Þetta mun gagnast
þeim sem eru í fjarvinnu eða á
ferðinni og ég hlakka mikið til
að sjá öll þau tækifæri sem þarna
munu skapast í hringiðu þekking-
arstarfa,“ bætir hann við. „Covid
hafa fylgt áskoranir sem gerir fólk
sveigjanlegra og það er meira til-
búið til að gera breytingar og finna
alls konar lausnir. Þetta finn ég vel
hjá starfsfólki sveitarfélagsins.“
Ný Ölfusárbrú
Gísli segir að samræður hafi staðið
yfir við Vegagerðina um legu vega
og afhendingu á löndum til að
leggja nýjan hringveg. „Nýi vegur-
inn mun tengjast nýrri Ölfusárbrú.
Búist er við að hægt verði að opna
hana haustið 2025. Þá verður
miðbærinn á Selfossi fullbyggður.
Við fáum Austurveg afhentan
þegar nýja brúin verður tilbúin
og það er áskorun bæjarstjórnar
að endurhugsa veginn þannig að
hann verði breiðstræti verslunar-
og þjónustu. Þetta breiðstræti
heldur svo áfram við hringtorgið
hjá nýja miðbænum og vestur
Eyrarveginn. Þar eru margir
þjónustuaðilar og verslanir. Við
höfum því gullið tækifæri til að
gera Selfoss að aðlaðandi bæ með
ýmsum atvinnumöguleikum.
Mörg fyrirtæki hafa sýnt áhuga á
að koma hingað, telja sig ekki sjá
framtíð á Höfðanum í Reykjavík
eða sjá tækifærin á Suðurlandi.
Skipulagt verður atvinnusvæði við
Eyrarbakkaveg, miðja vegu milli
búgarðabyggðarinnar í Tjarnar-
byggð og Eyrarbakka. Skipulags-
breytingar eru þegar hafnar hjá
bæjarstjórn enda teljum við þetta
mikilvægt skref fyrir atvinnulífið.“
Stokkseyri og Eyrarbakki
munu vaxa saman í framtíðinni
Meðal fleiri verkefna sem eru á
döfinni nefnir Gísli uppbyggingu
á Stokkseyri og Eyrarbakka en
vinsældir bæjanna eru alltaf að
aukast. „Það er mikil eftirspurn
eftir að byggja þar. Staðirnir eru
í frábæru návígi við náttúruna,
bæði sjó og land. Við viljum halda
í þá mynd sem þorpin státa af og
vanda til skipulags og húsagerðar.
Kyrrlátt þorp hefur aðdráttarafl
fyrir marga og ég tel að það muni
aukast að fólk sæki í kyrrðina. Við
sjáum fyrir okkur að Stokkseyri
og Eyrarbakki muni vaxa saman í
framtíðinni.“
Gísli býr á Eyrarbakka og er
mjög ánægður þar. „Við leigðum
fyrsta árið en erum búin að kaupa
okkur hús. Ég fann fyrir örlítilli
heimþrá til Ísafjarðar skömmu
eftir að ég kom suður. Mér
fannst ég þurfa að komast á milli
fjallanna, í þetta faðmlag sem þau
gefa. Eyrarbakki var fljótur að eyða
þeirri þrá með nálægðinni við
hafið. En ég á dóttur og barnabarn,
móður og skyldfólk fyrir vestan og
fer oft þangað í heimsókn. Það er
frábært umhverfi á Eyrarbakka og
magnað að fara í göngutúra þar í
kring. Ég verð þar áfram og fæ von-
andi tækifæri til að halda áfram
sem bæjarstjóri enda hef ég mikla
ánægju af starfinu.“ n
Selfoss hefur verið að byggjast kröftuglega upp síðustu ár og sér ekki fyrir endann á því. MYND/ÓLAFUR RAFNAR ÓLAFSSON
Nýi miðbærinn á Selfossi dregur að sér mikinn fjölda ferðamanna enda er hann glæsilegur og þar er að finna
skemmtilega mathöll. Miðbærinn er enn að stækka en hann verður fullkláraður árið 2025.
2 kynningarblað A L LT 22. janúar 2022 LAUGARDAGUR