Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 68
Eftir að fjölskyldan fór að dvelja mikið á sumrin á Vestfjörð- unum hef ég líka heillast meir og meir af nátt- úrunni og sérstaklega af fuglum. Sæþór Örn Ásmundsson Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Listamaðurinn Sæþór Örn Ásmundsson heillaðist af fuglum á fullorðinsaldri. Í dag opnar hann sýninguna Fuglar, þar sem hann sýnir olíumálverk og verk unnin með blandaðri tækni. Sýningin Fuglar verður opnuð í dag, laugardag, í Gallery Porti, Laugavegi 32 í Reykjavík. Þar sýnir Sæþór Örn Ásmundsson olíumál- verk og verk unnin með blandaðri tækni sem eiga það sameiginlegt að sýna ýmsar tegundir af fuglum. „Fuglar eru eitthvað sem ég tók lítið eftir sem krakki en síðustu ár, sennilega með auknum aldri og þroska, hef ég heillast meira af þeim og sé núna fugla út um allar koppagrundir. Eftir að fjölskyldan fór að dvelja mikið á sumrin á Vestfjörðunum hef ég líka heillast meir og meir af náttúrunni og sérstaklega af fuglum. Í verkunum á sýningunni er ég að takast á við þessi lífrænu form fuglanna og yfirfæra í geometrísk hrein form og línur. Sýningin samanstendur af olíumálverkum og verkum unnum með blandaðri tækni þar sem ég prenta ákveðnar grunn- línur og bæti svo við og byggi upp verkið með vatnslitum og pennum.“ Sér fugla út um allar koppagrundir „Fuglar eru eitthvað sem ég tók lítið eftir sem krakki en síðustu ár, sennilega með auknum aldri og þroska, hef ég heillast meira af þeim,“ segir Sævar Örn Ás- mundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Á sýningunni Fuglar sýnir Sæþór Örn Ásmundsson olíumálverk og verk unnin með blandaðri tækni sem eiga það sameiginlegt að sýna ýmsar tegundir af fuglum. Hann segist hafa unnið að sýningunni í eitt ár þar sem það tekur tíma og þolinmæði að mála olíuverk, auk þess sem daglegt líf og vinna tekur sinn tíma líka. Ekki aftur snúið Sæþór er fæddur árið 1978 og ólst upp í Breiðholtinu. Hann segist ekki muna eftir sér öðruvísi en að teikna og skapa. „Ég var enn í grunnskóla þegar ég málaði í fyrsta skipti á striga og þá varð ekki aftur snúið. Seinna lærði ég hreyfigrafík á Ítalíu og hef unnið við það frá útskrift árið 2004. Í dag á ég og rek Farva, sem er hönnunarstúdíó, prentverkstæði, verslun og net- verslun (farvi.is) ásamt eiginkonu minni Tobbu. Meðfram rekstri Farva mála ég olíumálverk en olíumálningin hefur alla tíð heillað mig mikið. Á prentverkstæðinu sérhæfum við okkur í riso- og silkiprenti, og hef ég því notað þann miðil töluvert í verk mín síðustu ár. Auk þess á ég þrjú frábær börn, Sögu Maríu, Sölku Elínu og Baldur Pál, og eðli- lega fer mestur partur tímans í fjöl- skylduna og samveru með henni.“ Eitt olíumálverk á viku Sæþór tók þátt í sinni fyrstu sam- sýningu á vegum Unglistar árið 1996 og ári síðar hélt hann sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Geysi, þá 19 ára gamall. „Meðal annarra sýninga eru útskriftar- og samsýn- ing úr Istituto Europeo di Design sem haldin var í Guggen heim í Feneyjum árið 2004. Þar vorum við með vídeóverk og innsetningar til sýnis. Síðustu málverkasýningar mínar voru á Mokka árið 2010 þar sem ég sýndi portrett málverk. Árið 2014 setti ég mér svo það markmið að mála eitt olíumálverk á viku. Það hafðist ekki alveg en ég náði 30 verkum og afraksturinn var sýndur á Mokka árið 2015.“ Hann er ánægður með að hafa náð að opna sýninguna hjá þeim prýðisdrengjum Árna og Skarpa sem reka Gallery Port. „Þess utan stefni ég á að auka vægi þess tíma sem ég eyði í myndlistina og gefa henni meira pláss. Reksturinn á Farva verður plássfrekur en stóra markmiðið er að gefa myndlistinni meiri tíma og sjá hvort hún geti ekki staðið undir stærri hluta í launaseðilsins.“ Hægt er að kynna sér verk Sæþórs á farvapabbi.is og á Insta- gram (@farvi.is). ■ Sýningin verður opnuð í dag, laugardaginn 22. janúar, frá kl. 15-18, í Gallery Porti, Laugavegi 32 í Reykjavík. Stendur sýningin yfir til 3. febrúar. Opið þriðjudaga til laugardags, frá kl. 12-17. Líttu við á BeLLadonna.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna STUDIO Selma bolur Stærðir 40-56 Verð 11.980 kr. STUDIO Jette tunika Stærðir 40-56 Verð 13.980 kr. STUDIO Liselotte peysukjóll Stærðir 40-56 Verð 18.980 kr. STUDIO Annelise peysukjóll Stærðir 40-56 Verð 17.980 kr. SIR ARNAR GAUTI L Í F S T Í L S Þ Á T T U R LÍFSSTÍLSÞÁTTUR FIMMTUDAGA KL. 20.00 6 kynningarblað A L LT 22. janúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.