Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 53
Erum við að leita að þér?
Elkem auglýsir eftir öflugu og hæfileikaríku fólki í
tvær stöður innan fyrirtækisins.
Elkem er skemmtilegur og fjölbreyttur vinnustaður og hentar öllum,
óháð kyni. Vakin er athygli á því að Elkem er vímuefnalaus
vinnustaður.
Sótt er um rafrænt á ráðningarvef Elkem á www.elkem.is.
Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar.
Við erum líka að leita eftir öflugum liðsmönnumi í sumarstörf!
Umsóknarfrestur til 8. febrúar - smelltu á QR kóðan til að skoða nánar.
Leiðtogi Eldfast
Starfið felur í sér sérhæfingu á sviði eldfastra efna (refractory materials).
Við leitum eftir einstaklingi sem hefur þekkingu á efnafræði og hefur góða
greiningarhæfni. Starfið er stjórnunarstarf sem fellst í að leiða hóp í
framleiðslu og viðhaldi á eldföstum búnaði fyrir verksmiðjuna. Viðkomandi
þarf að hafa hæfni í gæðastýringu ferla og kostnaðaryfirliti.
Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra tæknisviðs.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. efnafræði eða aðrar raungreinar.
Reynsla af stjórnunarstörfum æskileg.
Frumkvæði, stjórnendahæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
Vilji og geta til að vinna í krefjandi aðstæðum.
Góð öryggisvitund og jákvætt viðhorf.
Öguð og nákvæm vinnubrögð ásamt stundvísi.
Um Elkem
Elkem Ísland er hluti af Elkem AS sem er alþjóðlegt
fyrirtæki. Elkem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á
kísilmálmi. Afurðir okkar eru m.a. notaðar til að hjálpa
rafbílum að komast lengra, bætir orkunýtingu í raftækjum
sem gegnir mikilvægu hlutverki í að draga úr kolefnisfótspori
heimsins. Í starfi okkar leggjum við höfuð áherslu á
fagmennsku, framsækni, jafnrétti og sátt við umhverfið.
Ferilseigandi Rannsóknar
Starfið felur í sér almennt gæðaeftirlit og umbætur á gæðasviði
rannsóknarstofu við efnagreiningar á FeSi málmi og hráefnum tengdum
framleiðslunni. Við leitum eftir einstaklingi sem hefur m.a. hæfni í
skipulagningu og þróun ásamt viðhaldi og innleiðingu tækjabúnaðar.
Viðkomandi sinnir hráefnisskráningum og samanburðarmælingum við aðrar
rannsóknarstofur innan Elkem.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. raungreinar.
Reynsla úr sambærilegum störfum t.d. rannsóknarstofum.
Vilji og geta til að vinna í krefjandi aðstæðum.
Góð öryggisvitund og jákvætt viðhorf.
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Öguð og nákvæm vinnubrögð ásamt stundvísi.
Menntunar- og hæfniviðmið Menntunar- og hæfniviðmið
Skólaritari og launafulltrúi
Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa
ritara í 65% starf frá 1. mars 2022.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn skrifstofustörf.
- Umsjón með reikningshaldi.
- Skólaritari er jafnframt launa- og persónuverndarfulltrúi.
Hæfnikröfur
- Auk stúdentsprófs er bókhaldsnám eða bókhaldsþekking
æskileg.
- Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta.
- Reynsla af launaforritinu H-laun er kostur.
- Lipurð í mannlegum samskiptum, samviskusemi og frumkvæði.
Með umsókn fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu og
meðmæli tveggja aðila.
Skólaritari starfar í húsnæði tónlistarskólans Eyravegi 9, Selfossi.
Fastur starfstími skólaritara er kl. 12:00 – 16:00 auk fjögurra
morgna í mánuði kl. 8:00 - 12:00 (eða eftir samkomulagi).
Kjör eru samkvæmt kjarasamningi FOSS.
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2022.
Upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 861-9687 / helga@tonar.is
eða aðstoðarskólastjóra í síma 864-1235 / joi@tonar.is, sem einnig
taka á móti umsóknum.
Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu tónlistarskólum
landsins með starfsemi á 14 kennslustöðum í sýslunni.
Fjöldi nemenda er um 575 og starfa 39 kennarar við skólann.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.tonar.is
ATVINNUBLAÐIÐ 19LAUGARDAGUR 22. janúar 2022