Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 49
kopavogur.is Við leitum að sjálfstæðum og reyndum verkefnastjórum / tölvunarfræðingum til að sinna fjölbreytt- um verkefnum. Við erum að leita að jákvæðum einstaklingum sem eru til í að ganga í verkefnin með bros á vör. Störfin eru á verkefnastofu upplýsingatæknideildar og er næsti yfirmaður forstöðumaður deildarinnar. Verkefnastjórar stýra umbótum hugbúnaðarlausna í samvinnu við forstöðumann, stjórnendur, innri eigendur lausna og aðra starfsmenn. Á verkefnastofu starfa fimm verkefnastjórar og tveir í hugbúnaðarþróun. Starfsmenn á verkefnastofu vinna náið saman á gagnsæjan og á vel skilgreindan hátt. Stefna Kópavogsbæjar er að vera í fararbroddi í nýsköpun og að tileinka sér tækninýjungar í starf- semi sinni. Mikil áhersla er lögð á sjálfbærni og skilvirkni í starfseminni. Hjá Kópavogsbæ er gott að starfa og reynt er að tryggja starfsmönnum góð starfsskilyrði og mögu- leika á að vaxa og dafna í starfi. Við erum metnaðarfull og viljum ná góðum árangri fyrir samfélagið. Við sinnum endurmenntun og viljum að verkefnastjórar viðhaldi forritunarkunnáttu sinni og taki þátt í að þróa áfram sameiginlegt kóðasafni Kópavogsbæjar. Kannaðu hvort þetta sé ekki umhverfi fyrir þig. Verkefnastjóri fjármála- og mannauðslausna Starfið er mjög fjölbreytt en meðal verkefna eru þarfagreiningar, umsjón með hönnun, verkstýring um- bóta, samstarf við hugbúnaðarbirgja, umsjón viðtökuprófana og verkstýring verkefna þvert á skipulags- heildir. Áhersla verkefnastjórans verður á bætta skilvirkni og gæði í fjármála og mannauðslausnum. Meðal lausna sem nú eru í notkun: SAP, NAV, Vinnustund, Alfreð og OneSystems. Verkefnastjóri stafrænna þjónustulausna Starfið er mjög fjölbreytt en meðal verkefna eru þarfagreiningar, umsjón með hönnun, verkstýring umbóta, samstarf við hugbúnaðarbirgja, umsjón viðtökuprófana og verkstýring verkefna þvert á skipulagsheildir. Áhersla verkefnastjórans verður á stafræna þjónustu við íbúa. Meðal lausna sem nú eru í notkun: Moya, Lísa, WordPress, OneSystems Þjónustugátt, M365 og ÞjónustuApp sem er opinn hugbúnaður skrifaður í Quasar. Mikið verk er framundan við að samræma stafræna þjónustu Kópavogsbæjar og taka þátt í stafrænu samstarfi Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Verkefnastjóri viðskiptagreindar og miðlægrar gagnavinnslu Starfið er mjög fjölbreytt en meðal verkefna eru að hafa yfirumsjón með uppbyggingu á vöruhúsi gagna og miðlægrar gagnavinnslu hjá Kópavogsbæ ásamt uppbyggingu á OLAP tengingum, BI skýrslugerð og forritun. Meðal lausna er nú í notkun: MS SQL, MS Analysis Services, TimeXtender, Nightingle og MS Power BI. Mikið verk er framundan við áframhaldandi uppbyggingu á Vöruhúsi gagna og skilvirkri samþættingar lausna. Annað: Nánari upplýsingar um störfin er að finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar hér: https://kopavogur.alfred.is/upplysingataekni Auk þess má hafa samband við Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumann upplýsingatæknideildar, í gegnum netfangið: ingimar.thor.fridriksson@kopavogur.is. Fullum trúnaði er heitið. Laun eru samkeppnishæf og samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt á vef Kópavogsbæjar í gegnum ráðningarkerfið Alfreð. Umsóknarfrestur er til 28. janúar 2022. Verkefnastjórar / tölvunarfræðingar í upplýsingatæknideild Kópavogsbæjar Deildarstjóri Sérdeildar Suðurlands Sunnulækjarskóli á Selfossi auglýsir lausa til umsóknar stöðu deildarstjóra í Sérdeildar Suðurlands Leitað er að öflugum og farsælum leiðtoga til að stýra starfi deildarinnar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. apríl 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla, er deild í Sunnulækjarskóla en sérstakur deildarstjóri ber ábyrgð á faglegu skólastarfi hennar. Deildin veitir nemendum með sérþarfir í Árborg, Árnesþingi og Rangárvalla- og Ves- tur-Skaftafellssýslu fjölbreytt nám sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu, í samvinnu við heimaskóla. Um 40 börn stunda nám við deildina frá öllum þjónustusvæðunum. Deildin sinnir einnig ráðgjafarhlutverki og leiðir þverfagleg stuðningsteymi nemenda. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið • Veita deildinni faglega forystu • Virk þátttaka í þróun og skipulagi deildarinnar • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar • Samstarf við heimaskóla og foreldra barna • Tengiliður í þverfaglegum stuðningsteymum nemenda Menntunar og hæfniskröfur Deildarstjóri sérdeildar skal hafa kennsluréttindi. Framhaldsmenntun á sviði fötlunar og margbreytileika ásamt reynslu í kennslu og þjálfun nemenda með sérþarfir er æskileg. • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun er skilyrði • Reynsla af stjórnun er æskileg • Heildstæð og góð þekking á málefnum nemenda með sérþarfir • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Sérstök áhersla er lögð á að viðkomandi búi yfir lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum • Hreint sakavottorð er skilyrði Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Vakin er athygli á stefnu Sveitarfélagsins Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá sveitarfélaginu og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Umsóknarfrestur er til 24. janúar 2022. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá auk kynningarbréfs. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar um störfin eru á ráðningarvef sveitar- félagsins starf.arborg.is og hjá skólastjóra í síma 480-5400 og netfang birgir@sunnulaekjarskoli.is. Sækja þarf um stöðurnar á vef sveitarfélagsins, starf.arborg.is Umsóknir gilda í 6 mánuði. Skólastjóri RÁÐUM EHF • Sími 519 6770 www.radum.is • radum@radum.is Við ráðum Ráðum býður upp á ráðgjöf og ráðningar sniðnar að þörfum viðskiptavinarins. ATVINNUBLAÐIÐ 15LAUGARDAGUR 22. janúar 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.