Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 56
Prófarkalesari í Landsrétti
Landsréttur auglýsir laust til umsóknar starf starf prófarkalesara í hálfu starfi.
Meginhlutverk er yfirlestur dóma sem og málfarsráðgjöf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í íslensku.
• Mjög góð íslenskukunnátta og færni í rituðu máli er nauðsynleg.
• Góð færni í Word er nauðsynleg.
• Rík þjónustulund og sveigjanleiki.
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Þeir sem áhuga hafa á starfinu eru hvattir til að sækja um óháð kyni. Með umsókn skal fylgja
ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og
hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur.
Áskilið er að umsóknir og fylgigögn berist rafrænt á netfangið landsrettur@landsrettur.is.
Umsóknir gilda í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
í starfið liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Viðar, skrifstofustjóri Landsréttar, gunnar.vidar@landsrettur.is
eða í síma 432-5300.
Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2022.
Löggildingarnámskeið
fyrir mannvirkjahönnuði.
Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og sérupp-
drætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010,
verður haldið í mars 2022 og verður námskeiðið í fjarkennslu.
Opnað verður fyrir fyrirlestra þriðjudaginn 15.mars og verða
þeir opnir til 2.apríl. Námskeiðinu lýkur með prófi laugardaginn
2.apríl, (allar dagsetningar eru settar fram með fyrirvara um
breytingar).
Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem
sækja námskeiðið til endurmenntunar án prófs.
Umsókn fer fram á vef IÐUNNAR- fræðsluseturs
https://www.idan.is/ ásamt fylgigögnum eigi síðar
en föstudaginn 25.febrúar.
Fylgigögn eru:
1) afrit af prófskírteini umsækjanda
2) vottorð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um
réttindi til starfsheitis
3) vottorð/um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um
mannvirki
Nánari upplýsingar gefur Birgir Hólm í síma 663 7140.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Borgartúni 21,
105 Reykjavík.
Þátttakandi í íslensku
atvinnulífi í 50 ár
hagvangur.is
Er verið að leita að þér?
Viðskiptavinir Ráðum fela ráðgjöfum okkar oft að finna starfsmenn án þess að auglýsa stöðuna.
Skráðu þig í gagnagrunninn okkar til að tryggja að við finnum þig þegar rétta starfið býðst.
22 ATVINNUBLAÐIÐ 22. janúar 2022 LAUGARDAGUR