Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 19
Sjöunda smitið í hópi Strákanna okkar kom upp í gær þegar sjúkra- þjálfari liðsins fékk jákvætt úr prófi. Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2022 verða birtir á vefsíðunni island.is og á Rafrænni Reykjavik á næstu dögum. Álagningar- og breytingarseðlar eru ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum netbanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum á mínum síðum á www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Fasteignagjöld ársins 2022, yfir 25.000 kr., greiðast með ellefu jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 30. janúar, 2. mars, 2. apríl, 2. maí, 1. júní, 3. júlí, 2. ágúst, 3. september, 2. október, 1. nóvember og 4. desember Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 30. janúar. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi sem greitt er til Orkuveitu Reykjavíkur á síðastliðnu ári, fá einnig að óbreyttu afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir árið 2022 að teknu tilliti til tekjuviðmiða. Eftir yfirferð Ríkisskattstjóra á skattframtölum elli- og örorkulífeyrisþega framkvæmir Fjármála- og áhættustýringarsvið breytingar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um afslátt þessara gjalda. Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2020. Þegar álagning vegna tekna ársins 2021 liggur fyrir í júní 2022, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega seinnipartinn í október. Skilyrði afsláttar eru að viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi, sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veittur afsláttur vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar fasteignaskatts og fráveitugjalds á árinu 2022 verði eftirfarandi: 100% afsláttur: Einstaklingur með tekjur allt að 4.550.000 kr. A100 Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 6.350.000 kr. 80% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.550.001 til 5.210.000 kr. A80 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.350.001 til 7.040.000 kr. 50% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 5.210.001 til 6.060.000 kr. A50 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 7.040.001 til 8.410.000 kr. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir meðhöndlun úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi, Borgar- túni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2022 Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. janúar 2022. www.reykjavik.is hordurs@frettabladid.is HANDBOLTI Töluverður fjöldi Íslend- inga hefur snúið til baka frá Ung- verjalandi smitaður af Covid-19. Um er að ræða íslenska stuðningsmenn sem stutt hafa liðið í fyrstu leikjum mótsins. Þannig kom nokkur fjöldi Íslendinga heim í vikunni eftir að riðlakeppnin var á enda og hefur Fréttablaðið rætt við fjóra einstakl- inga sem voru í Búdapest og komu allir smitaðir af Covid-19 til baka. Þau sem Fréttablaðið ræddi við sögðust öll vita af f leiri smitum í kringum sig við heimkomu. „Það var grímuskylda í höllinni en það fóru ekki allir eftir henni,“ sagði einn Íslendingurinn í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki láta nafns síns getið. Þegar rætt var um sóttvarnir í Búdapest voru öll þau sem Frétta- blaðið ræddi við á sama máli um að lítið væri verið að spá í þær í borginni. Sjö smitaðir hafa greinst í íslenska landsliðinu sem mætir Frakklandi í dag. Um er að ræða sex leikmenn og að auki sjúkraþjálfara liðsins. n Mæta smituð heim úr stúkunni Strákarnir okkar fengu góðan stuðning úr stúkunni gegn Dönum. Jón Daði Böðvarsson er kom- inn á Íslendingaslóðir á Eng- landi. Selfyssingurinn fékk engin tækifæri hjá Milwall í vetur, en fær nú að feta í fót- spor Íslendinga sem komust í guðatölu í Bolton. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson er loks laus úr prísund- inni hjá Milwall, en hann gekk í vikunni til liðs við Bolton. Með því verður hann áttundi Íslendingurinn sem er á mála hjá Bolton og fjórði framherjinn. Þeir sem hafa áður leikið með félaginu hafa notið mik- illa vinsælda og eru stuðningsmenn Bolton ef til vill spenntir að sjá Íslending í sínum herbúðum á ný. Sjálfur hefur Jón Daði gott af því að komast í nýtt umhverfi eftir fyrri hluta þessa tímabils. Framherj- inn fékk átján mínútur í deildar- bikarnum undir lok ágúst, en var síðast í leikmannahópi Milwall um miðjan september, en hann fær nú tækifæri til að feta í fótspor frábærra íslenskra knattspyrnumanna sem hafa leikið með Bolton. Guðni Bergsson varð fyrsti Íslend- ingurinn til að leika fyrir Bolton. Guðni lék 270 leiki á átta árum í her- búðum Bolton og var lengi vel fyrir- liði liðsins. Á stuttum tíma bættist í hóp Íslendinganna og voru þeir fimm í herbúðum Bolton á sama tíma árið 1998. Eiður Smári Guð- johnsen og Arnar Gunnlaugsson voru fengnir til að koma með brodd í sóknarleik liðsins, Birkir Kristins- son var fenginn inn sem varamaður og Ólafur Páll Snorrason samdi við unglingalið Bolton. Hvorki Birkir né Ólafur léku með aðalliði Bolton en Arnar, Guðni og Eiður voru í lykil- hlutverki hjá Bolton. Árið 2007 gekk Heiðar Helguson til liðs við Bolton og hálfu ári síðar kom Grétar Rafn Steinsson til Bol- ton. Heiðar entist ekki lengi í her- búðum Bolton en Grétar átti eftir að leika 126 leiki á fjórum árum. n Fetar í fótspor goðsagna Jón Daði lék á dögunum 62. leik sinn fyrir Íslands hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Íslendingar í Bolton Leikir Mörk Arnar Gunnlaugsson 53 15 Grétar Rafn Steinsson 138 6 Guðni Bergsson 270 23 Heiðar Helguson 10 2 Eiður Smári Guðjohnsen 62 16 Jón Daði Böðvarsson LAUGARDAGUR 22. janúar 2022 Íþróttir 19FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.