Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 19
Sjöunda smitið í hópi
Strákanna okkar kom
upp í gær þegar sjúkra-
þjálfari liðsins fékk
jákvætt úr prófi.
Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2022 verða birtir á vefsíðunni island.is og á
Rafrænni Reykjavik á næstu dögum. Álagningar- og breytingarseðlar eru ekki sendir í pósti í samræmi við
breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að
senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt.
Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum netbanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil.
Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum á mínum síðum á
www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111.
Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar annast álagningu
og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi.
Fasteignagjöld ársins 2022, yfir 25.000 kr., greiðast með ellefu
jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 30. janúar, 2. mars,
2. apríl, 2. maí, 1. júní, 3. júlí, 2. ágúst, 3. september, 2. október,
1. nóvember og 4. desember
Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 30. janúar.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu afslátt af fasteignaskatti
og fráveitugjaldi sem greitt er til Orkuveitu Reykjavíkur á síðastliðnu
ári, fá einnig að óbreyttu afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir
árið 2022 að teknu tilliti til tekjuviðmiða. Eftir yfirferð Ríkisskattstjóra
á skattframtölum elli- og örorkulífeyrisþega framkvæmir Fjármála-
og áhættustýringarsvið breytingar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi
Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um afslátt þessara gjalda.
Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og
örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2020.
Þegar álagning vegna tekna ársins 2021 liggur fyrir í júní 2022,
verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar
tilkynntar bréflega seinnipartinn í október.
Skilyrði afsláttar eru að viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi,
sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt
á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um
tekjuskatt og eignaskatt.
Einungis er veittur afsláttur vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna
afsláttar fasteignaskatts og fráveitugjalds á árinu 2022 verði eftirfarandi:
100% afsláttur: Einstaklingur með tekjur allt að 4.550.000 kr.
A100 Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 6.350.000 kr.
80% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.550.001 til 5.210.000 kr.
A80 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.350.001 til
7.040.000 kr.
50% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 5.210.001 til 6.060.000 kr.
A50 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 7.040.001 til
8.410.000 kr.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir
allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir meðhöndlun
úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á
netfangið sorphirda@reykjavik.is.
Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi, Borgar-
túni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og
lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga
með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is.
Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is
Fasteignagjöld
2022
Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. janúar 2022.
www.reykjavik.is
hordurs@frettabladid.is
HANDBOLTI Töluverður fjöldi Íslend-
inga hefur snúið til baka frá Ung-
verjalandi smitaður af Covid-19. Um
er að ræða íslenska stuðningsmenn
sem stutt hafa liðið í fyrstu leikjum
mótsins. Þannig kom nokkur fjöldi
Íslendinga heim í vikunni eftir að
riðlakeppnin var á enda og hefur
Fréttablaðið rætt við fjóra einstakl-
inga sem voru í Búdapest og komu
allir smitaðir af Covid-19 til baka.
Þau sem Fréttablaðið ræddi við
sögðust öll vita af f leiri smitum í
kringum sig við heimkomu. „Það
var grímuskylda í höllinni en það
fóru ekki allir eftir henni,“ sagði
einn Íslendingurinn í samtali við
Fréttablaðið, en vildi ekki láta nafns
síns getið.
Þegar rætt var um sóttvarnir í
Búdapest voru öll þau sem Frétta-
blaðið ræddi við á sama máli um
að lítið væri verið að spá í þær í
borginni. Sjö smitaðir hafa greinst
í íslenska landsliðinu sem mætir
Frakklandi í dag. Um er að ræða sex
leikmenn og að auki sjúkraþjálfara
liðsins. n
Mæta smituð
heim úr stúkunni
Strákarnir okkar fengu góðan
stuðning úr stúkunni gegn Dönum.
Jón Daði Böðvarsson er kom-
inn á Íslendingaslóðir á Eng-
landi. Selfyssingurinn fékk
engin tækifæri hjá Milwall í
vetur, en fær nú að feta í fót-
spor Íslendinga sem komust í
guðatölu í Bolton.
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Selfyssingurinn Jón Daði
Böðvarsson er loks laus úr prísund-
inni hjá Milwall, en hann gekk í
vikunni til liðs við Bolton. Með því
verður hann áttundi Íslendingurinn
sem er á mála hjá Bolton og fjórði
framherjinn. Þeir sem hafa áður
leikið með félaginu hafa notið mik-
illa vinsælda og eru stuðningsmenn
Bolton ef til vill spenntir að sjá
Íslending í sínum herbúðum á ný.
Sjálfur hefur Jón Daði gott af því að
komast í nýtt umhverfi eftir fyrri
hluta þessa tímabils. Framherj-
inn fékk átján mínútur í deildar-
bikarnum undir lok ágúst, en var
síðast í leikmannahópi Milwall um
miðjan september, en hann fær nú
tækifæri til að feta í fótspor frábærra
íslenskra knattspyrnumanna sem
hafa leikið með Bolton.
Guðni Bergsson varð fyrsti Íslend-
ingurinn til að leika fyrir Bolton.
Guðni lék 270 leiki á átta árum í her-
búðum Bolton og var lengi vel fyrir-
liði liðsins. Á stuttum tíma bættist
í hóp Íslendinganna og voru þeir
fimm í herbúðum Bolton á sama
tíma árið 1998. Eiður Smári Guð-
johnsen og Arnar Gunnlaugsson
voru fengnir til að koma með brodd
í sóknarleik liðsins, Birkir Kristins-
son var fenginn inn sem varamaður
og Ólafur Páll Snorrason samdi við
unglingalið Bolton. Hvorki Birkir né
Ólafur léku með aðalliði Bolton en
Arnar, Guðni og Eiður voru í lykil-
hlutverki hjá Bolton.
Árið 2007 gekk Heiðar Helguson
til liðs við Bolton og hálfu ári síðar
kom Grétar Rafn Steinsson til Bol-
ton. Heiðar entist ekki lengi í her-
búðum Bolton en Grétar átti eftir
að leika 126 leiki á fjórum árum. n
Fetar í fótspor goðsagna
Jón Daði lék á dögunum 62. leik sinn fyrir Íslands hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Íslendingar í Bolton
Leikir Mörk
Arnar Gunnlaugsson 53 15
Grétar Rafn Steinsson 138 6
Guðni Bergsson 270 23
Heiðar Helguson 10 2
Eiður Smári Guðjohnsen 62 16
Jón Daði Böðvarsson
LAUGARDAGUR 22. janúar 2022 Íþróttir 19FRÉTTABLAÐIÐ