Fréttablaðið - 22.01.2022, Síða 52

Fréttablaðið - 22.01.2022, Síða 52
 Dómsmálaráðuneyti auglýsir stöðu saksóknara við embætti héraðssaksóknara lausa til umsóknar. Miðað er við að dómsmálaráðherra skipi í embættið frá og með 1. mars 2022. Saksóknarar eru héraðssaksóknara til aðstoðar, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Um verkefni og starfsskyldur héraðssaksóknara má finna upplýsingar í lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008. Laun eru samkvæmt 22. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 sbr. 11. gr. laga nr. 79/2019. Saksóknari fer með ákæruvald á Saksóknarsviði I hjá embætti héraðssaksóknara sem hefur á hendi saksókn í kynferðisbrotamálum, meiriháttar fíkniefnalaga- brotum og skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar líkamsárásarbrotum, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 sbr. 2. mgr. 8. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara er skipaður til fimm ára og skal full- nægja sömu lagaskilyrðum og héraðsdómari til skipunar í embætti sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um, eftir því sem við á: 1) menntun og hvort umsækjandi hafi í námi sínu sérstaklega lagt sig eftir refsirétti og/eða sakamálaréttarfari, 2) reynslu af sakamálaréttarfari, saksókn mála og/eða annarri meðferð ákæruvalds með áherslu á þá brotaflokka sem Saksóknarsvið I hefur á hendi, 3) reynslu af dómstörfum, 4) reynslu af lögmannsstörfum, 5) reynslu af stjórnsýslustörfum, 6) reynslu af fræðistörfum, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast í embætti saksóknara, 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upplýsingar sem snúa að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði, 10) upplýsingar um þrjá núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem geta veitt upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækj- anda sem máli skipta fyrir störf saksóknara. Jafnframt er áhersla lögð á styrkleika í samvinnu og samskiptum, sem og frum- kvæði og metnað til að ná árangri í starfi. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) ferilskrá, 2) afrit af prófskírteinum, 3) önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem saksóknari. Umsóknir óskast sendar rafrænt á netfangið starf@DMR.is eða skriflega til dómsmálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum skulu umsækjendur gefa upp tölvupóstfang sem notað verður til að eiga öll samskipti við umsækjendur. Taka skal fram að ráðuneytið kann að óska eftir upplýsingum frá umsækjendum um fjárhag þeirra og hagsmunatengsl sem kunna að hafa áhrif á almennt og sérstakt hæfi saksóknara. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 7. febrúar nk. Nánari upplýsingar um starfið veita Ragna Bjarnadóttir í dómsmálaráðuneytinu, í síma 545-9000 og Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari í síma 444-0150. Staða saksóknara við embætti héraðssaksóknara laus til umsóknar. Fyrirtæki ársins 2021 Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í 50 ár hagvangur.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.