Bændablaðið - 24.02.2022, Page 29

Bændablaðið - 24.02.2022, Page 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 29 Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum Husqvarna K7000 Ring Sögunardýpt 32,5 cm Husqvarna K3600 Vökvasög Sögunardýpt 27 cm Husqvarna K970 Sögunardýpt 15,5 cm Husqvarna K7000 Pre Cut Sögunardýpt 14,5 cm Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is HECHT JEPP WRANGLER RUBICON Rafmagnsbíll fyrir börn 3-8 ára Verð 61.000 kr. HECHT Rafskutla Verð 420.000 kr. HECHT2808 Loftpressa Olíulaus þjappa. Rúmtak lofttanks 6 lítrar. Þyngd 17,5 kg. Verð 37.000 kr. Bygging Skógarbaðanna í Vaðla - reit í Eyjafjarðarsveit hefur gengið vel í vetur, veðurfarið verið fremur hliðhollt þó svo að tafir hafi orðið einhverja daga. Heimsfaraldur af völdum kór- ónuveirunnar hefur hins vegar sett svolítið strik í reikninginn og haft nokkur áhrif á framvindu verksins. Faraldurinn hefur orsakað skort á ýmsum aðföngum og einnig haft áhrif á lengd framleiðslu- og flutningstíma sem veldur því að lengri tíma tekur að fá öll þau aðföng sem þarf. Sigríður María Hammer, sem ásamt eiginmanni sínum, Finni Aðalbjörnssyni, standa að upp- byggingu Skógarbaðanna segir að böðin hafi tekið ákveðnum breyting- um frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það eigi ekki einungis við um byggingar og laugar, held- ur hafa einnig verið gerðar aðrar breytingar sem voru til þess gerðar að fella byggingar betur inn í lands- lagið. Þá hafi verið gerðar breytingar til að hámarka útsýni yfir fjörðinn og Akureyri. Búið að steypa Stór áfangi náðist í lok janúar þegar síðasta steypan var tekin í laugunum. Hellulögn og frágangur á laugarsvæði og í kringum húsið hefur gengið vel miðað við árstíma. Nú er verið að einangra og ganga frá byggingunni að utan og glugga – og hurðaísetning er langt komin. „Innandyra er einnig mikill gangur og með hverri vikunni sem líður er hægt að sjá betur og betur að opnun nálgast óðfluga,“ segir Sigríður María. Búið er að tengja vatnslögnina og verður prufukeyrsla gerð á vatninu í næstu viku. Það mun taka um viku að opna alveg fyrir rennslið þar sem mikill þrýstingur er á lögninni og nauðsynlegt að það sé gert í nokkrum skrefum. Góðar viðtökur og mikil eftirvænting Eva Björk Halldórsdóttir, að- stoðar framkvæmdastjóri hjá Skógarböðunum, segir fólk mjög spennt fyrir þessari framkvæmd og viðtökur úti í samfélaginu séu góðar. Fyrir það séu þau sem að verkinu standa þakklát. „Við fórum af stað með sölu gjafabréfa fyrir jólin sem var tekið gríðarlega vel og margir sem skelltu þeim í jólapakkann í ár,“ segir hún. Fyrirspurnir hafa borist frá bæði innlendum og erlend- um ferðaskrifstofum en margir bíða fullir eftirvæntingar eftir nýjum áfangastað. Þá segir Eva Björk að þegar hafi borist fjöldi umsókna um starf. „Það er virkilega gaman að sjá hvað áhugi fólks á að ganga til liðs við okkur er mikill og að taka þátt í nýju og spennandi verk- efni,“ segir hún en á næstu vikum verður farið í að ráða starfsfólk að Skógarböðunum. Einstök upplifun Þær María og Eva Björk segja erfitt að setja nákvæmlega til um nú hvenær hægt verði að opna Skógarböðin, en hlakka til að taka á móti gestum þegar þar að kemur og eru sannfærðar um að þeir muni njóta einstakrar upplifunar sem þar býðst, stórbrotins útsýnis, kyrrðar og orku skógarins sem umlykur böðin. „Við erum vongóð um að opnun Skógarbaðanna verði von bráðar og hlökkum mikið til.“ /MÞÞ Góður gangur í bygg- ingu Skógarbaðanna við Vaðlareit Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á Skógarböðunum frá því sem upphaflega var lagt upp með, m.a. til að fella byggingar betur inn í landslagið og eins til að hámarka útsýni yfir fjörðinn og til Akureyrar. Móttaka í Skógarböðunum sem væntanlega verða opnuð á næstu vikum. Myndir / Basalt Arkitektar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.