Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 35

Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 35 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2022 SAMVINNUHREYFINGIN 140 ÁRA 3 „Það er stefna Kaupfélags Suðurnesja (KSK) að eiga meirihluta í Samkaupum hf. og halda í heiðri samvinnuhugsjón- ina. Frá þessu verður ekki hvikað jafn- vel þótt fyrirtækið verði skráð í Kaup- höllina eins og til umræðu hefur komið.“ Þetta segir Skúli Þorbergur Skúlason, stjórnarformaður KSK, sem er mjög umhugað um framtíð sam- vinnustarfs í landinu. Hann getur líka glaðst yfir nærri fjögurra áratuga sam- vinnustarfi sem hefur meðal annars skilað sér í þriðju stærstu verslunar- keðju landsins. „Þið Suðurnesjamenn hafið herinn“ Þegar kennarinn Skúli Þorbergur réð sig til kaupfélagsins 1985 var það enn viðloðandi sjávarútveg. Verbúð Vestur- ports í sjónvarpinu lýsir þessu tíma- skeiði og spurning vaknar hvort hægt hefði verið að hanga á útgerðinni lengur líkt og gert var hjá kaupfélög- unum á Sauð- árkróki og Fá- skrúðsfirði með góðum árangri. KSK hafði keypt Hraðfrystihús Keflavíkur 1955 og gerði út báta og tvo togara, Aðalvík og Bergvík, þar til 1988. „Þegar ég kom að málum þá var þetta erfiður rekstur, tvenndin frystihús og útgerð til þess að halda uppi atvinnu í plássinu gekk ekki vel. Það fóru ekki saman hljóð og mynd í rekstrinum. Stórar viðgerðir og fjár- festingar voru þungbærar á sama tíma sem kvótakerfið var að þróast og komið verð á skip og veiðisögu þeirra. Meira að segja í Grindavík, þessu fyrirmyndar-sjávarútvegsplássi, lentu menn í að selja frá sér báta. Svo var það þannig að fyrirgreiðslu til útgerðar og fiskvinnslu á Suðurnesjum var ekki að hafa hjá stjórnvöldum og bankastjórum í Reykjavík á þessum tíma. Við okkur Suðurnesjamenn var bara sagt: Þið haf- ið herinn!“ Samfélagslega ábyrg rekstrarhæfni Þegar útgerðarsögunni lauk ákvað KSK að einbeita sér að neytendaverslun og sú stefnumörkun hefur reynst farsæl. Verslunarsamstæðan Samkaup var stofnuð 1988 og rekur nú 65 verslanir um land allt undir eftirtöldum merkj- um: Nettó, Kjörbúðin, Krambúð, Ice- land, Samkaup Strax og Háskólabúðin. Starfsmenn Samkaupa eru um 1.400. KSK á 51% í Samkaupum, en Kaupfé- lag Borgnesinga og KEA ásamt lífeyris- sjóðunum Birtu og Festi eru meðal hlutafjáreigenda. Þannig má segja að eignaraðildin sé félagsleg. „Það var leitað til okkur um að Sam- kaup tækju að sér verslunarrekstur víða úti á landi, t.d. á Ísafirði og fyrir austan. Stóru verslunarkeðjurnar höfðu ekki áhuga á að þjónusta nema stærstu sveit- arfélögin. Þróunin leiddi síðan einnig til þess að verslunarrekstur KEA varð hluti af rekstri Samkaupa. Þar með var stofninn kominn að rekstri samvinnu- verslunar um allt land að nýju. Forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar fyrir vestan áttu frumkvæði að því að Sam- kaup komu að verslunarrekstri á Ísa- firði. Það væri afar áhugavert ef sam- vinnustarf myndi ná aftur flugi í þessu rótgróna félagshyggju- og jafnaðarsam- félagi. Það hefur þó ekki orðið enn. Okkar einkunnarorð í þessum rekstri hafa verið: Viðunandi þjónusta og rekstrarhæfar einingar. Það er sam- félagslega ábyrgt að vera með rekstrar- hæfa einingu. KSK hefur alltaf fjárfest til langframa og ekki haft áhuga á að hirða skjótfenginn gróða eða tímabund- inn hagnað. Það hefur reynst farsælt.“ Tökum mið af alþjóðlegu umhverfi En hvernig gengur það upp að reka Samkaup í hlutafélagsformi en telja þrátt fyrir það að um samvinnurekstur sé að ræða? „Kaupfélag Suðurnesja telur tæplega 8 þúsund félagslega eigendur og félags- svæðið nær nú yfir höfuðborgarsvæðið líka. Okkar aðalsmerki er varfærni í fjármálum og traustur fjárhagslegur grunnur. Kaupfélagið kappkostar að vera sterkur bakhjarl Samkaupa og KSK Eigna hf., fasteignafélags sem rek- ur 30 þúsund fermetra í útleigu á versl- unar-, þjónustu og skrifstofuhúsnæði. Við gerum 5 ára áætlanir sem byggjast á þessum grunnviðmiðum. Áskorunin er að halda jafnvægi milli félagshyggju og kapítalisma. Það má vel kalla okkur samvinnukapítalista. Við gætum okkur á því að félagshyggjusjónarmiðin sligi ekki rekstrarsjónarmiðin og að rekstr- arfólkið gleymi ekki samvinnuhugsjón- inni. Þar sem best gengur í samvinnu- rekstri á alþjóðavettvangi eru þessi sjónarmið bæði vel aðgreind og vel skil- greind. Sú var ekki raunin hér á Íslandi á síðustu áratugum fyrri aldar og þess vegna hallaði undan fæti að mínum dómi.“ Unga fólkið í Samkaupum kann á Coop Skúli hefur mestan hug á að horfa fram á við og finna samvinnustarfi nýj- an tilgang og ný svið. „Enginn man 100 ár aftur í tímann þegar kaupfélögin og samvinuhreyf- ingin innleiddu nútímann á Íslandi. Sumir muna 40 ár aftur í tímann og rámar í þá tíma þegar baslið var sem mest á samvinnufélögunum. Þeim fækkar. Enn ferskari í minni eru þó af- leiðingar græðgiskapítalismans sem hér réð ríkjum í þrjá áratugi og féll með braki og brestum. Mig undrar það svo- lítið að samvinnulausnir skuli ekki vera nýttar meira hér á landi sem svar við þeirri kollsteypu. Ég tel að samvinnufélög eigi ekki að vera föst í félagssvæðum eða afmörkuð- um viðfangsefnum. Þannig sjáum við að hvert sem litið er í Evrópu og í Banda- ríkjum þar sem búa um 380 milljónir manna eru yfir 100 milljónir þátttak- enda í samvinnufélögum og sumir í nokkrum samvinnufélögum af ýmsu tagi sem fást við ólíka hluti. Samvinnu- félögin eru neytendafélög, framleiðslu- félög, bankar, tryggingafélög, önnur starfsmannasamvinnufélög, þau fást við hátækni jafnt sem leikskólarekstur og fótbolta. Þannig á þetta að vera. Þátt- taka, lýðræði og ábati eru kjarninn en viðfangsefnin eru fjölmörg.“ „Það vekur mér bjartsýni,“ segir Skúli, „að unga fólkið sem stjórnar Samkaupum er í miklum og beinum samskiptum við samvinnuhreyfinguna í Skandinavíu. Innblásturinn og nýjung- ar sem verið er að innleiða hjá Sam- kaupum eiga oft á tíðum uppruna sinn hjá Coop-hreyfingunni eins og t.d. hið vinsæla Samkaupa-APP sem skilar 2% afslætti til félagsmanna af hverjum við- skiptum og fjölda aukatilboða. Kaup- félag Suðurnesja er bakhjarl þessara samskipta. KSK er í gegnum SÍS með aðild að Euro-Coop, sem eru samtök samvinnufélaga á neytendasviði í Evr- ópu. Það er hjálplegt að hægt er á auga- bragði að ná samtali við helstu stjórn- endur samvinnufyrirtækja í 20 Evrópulöndum sem eru með yfir 30 milljónir félagsmanna. Það er mikill framtíðarstyrkur fólginn í þessum sam- skiptum og það eykur trú mína á fram- tíð samvinnuviðskipta í okkar landi að sjá hvernig unga fólkið í Samkaupum nýtir sér þau.“ Stefna KSK er að eiga meirihluta í Samkaupum Samkaup fylgir menntastefnu sem styður starfsfólk til náms í verslunar- fræðum við Verslunarskóla Íslands og Háskólann á Bifröst að BS-gráðu og mastersgráðu. Myndin tekin við útskrift úr VÍ. Skúli Þorbergur Skúlason: KSK hefur tekið þátt í að þróa Samkaup upp í þriðju stærstu verslunarkeðju landsins. Merki Kaupfélags Suðurnesja Það mætti kalla okkur í Kaupfélagi Suðurnesja samvinnukapítalista, segir Skúli Þorbergur Skúlason stjórnarformaður Okkar einkunnarorð í þessum rekstri hafa ver- ið: Viðunandi þjónusta og rekstrarhæfar einingar. Netverslun eykst nú hraðfara hjá Sam- kaupum og nýja Sam- kaupsappið er vinsælt. 24 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.