Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 53

Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 53
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 2022 53 og lagfæra og þróast með því. Jafnvel kindur gæða sér á eggjum og ungum, hverjum hefði dottið það í hug? Dæmi um vanþekkingu var t.d. þegar Sigurður Ásgeirsson refaskytta fór inn í Þórsmörk ásamt Stefáni bróður sínum. Oddviti þeirra Vestur- Eyfellinga, Ólafur Kristjánsson á Seljalandi, dró verulega úr því að þeir myndu eyða tímanum í þær veiðar, það væri mjög lítið af tófu í Þórsmörk og borgaði sig engan veginn að fara. Sigurður og Stefán náðu 8 fullorðnum tófum og 19 yrðlingum og náðu ekki öllum og var talsvert af tófu þar árið eftir. Það heyrðist eitthvað lítið í oddvitanum eftir það (Sveinn Runólfsson og Jón Ragnar Björnsson 2010). Í grein í Fréttablaðinu 9. nóv- ember sl. var rætt um að for sendur refaveiða væru brostnar og sagt að þær væru orðnar að vana og/eða launaðri sportveiði. Aðeins neðar stendur í sömu frétt að finna ætti annað fyrirkomulag, einkum með tilliti til fuglaverndar. Á nú allt í einu að vernda fugla með friðun refs? Ritað var í Morgunblaðinu 25. nóvember 2021 að hætta eigi grenjavinnslu og taka eingöngu upp vetrarveiðar. Þar er velt upp þeirri spurningu hvort við höfum einhvern rétt til að reyna að stýra náttúrunni með því að ofsækja eina tegund svo aðrar geti dafnað. Já, ég tel svo vera þegar um er að ræða varg eins og ref, mink, hrafna og máva. Ef á að leyfa náttúrunni að hafa sinn gang, eigum við þá ekki að hætta öllum veiðum, leyfa hvolpunum að drepast í grenjunum vegna ágengra túrista eins og gerðist á Hornströndum (Esther Rut Unnsteinsdóttir 2020)? Hætta að reisa varnargarða fyrir ár og snjóflóð og flytja fólkið bara í burtu? Þarf að halda fjöldanum í skefjum Herðubreiðarlindir væru ekki til með núverandi hætti ef ekki hefði verið settur varnargarður við árkrossinn. Ég er hins vegar ekki að tala um að útrýma neinu, nema þá helst minknum á Íslandi, heldur að halda fjöldanum í skefjum og draga úr skaða. Í Mývatnssveit voru unnin þrjú tófugreni rétt við Laxá sumarið 2020. Eitt þeirra var úti í eyju í Laxá og annað í 400 metra fjarlægð í landi og svo voru 2 km í það þriðja. Samtals voru veidd þarna 22 dýr. Ekki hefði verið gaman að eiga við þau eftir t.d. 1. ágúst og ætla að veiða þau öll um veturinn. Það er alveg nóg til samt. Tæplega 100 minkar voru veiddir á síðasta ári í Skútustaðahreppi. Þarf ekki að spyrja hver áhrifin hefðu verið á fuglalífið ef ekkert væri gert í fækkun þeirra. Eins og góður maður sagði ,,ef ég kæmi að síðasta tófugreninu í landinu þá myndi ég ganga frá, ef ég kæmi hins vegar að síðasta minkagreninu í landinu þá myndi ég gera allt til að vinna það.“ Nauðsynlegt er að halda tófu- stofninum niðri og engin leið til þess er betri en grenjavinnsla samhliða vetrarveiði. En menn skulu heldur ekki gleyma minknum, hrafninum, veiðibjöllunni og sílamávnum og fleiri flugvörgum sem valda ekki síður skaða í lífríkinu en tófan. Undanfarið er meira rætt um ágengar tegundir og það þurfi að eyða þeim á vissum svæðum en þá er nánast eingöngu verið að tala um tegundir í plönturíkinu, lúpínu, kerfil, njóla og þistil. Menn þurfa að fara að tala um þetta af fullri alvöru en ekki bara endalaust stofna starfshópa, gera skýrslur og reikna og segja svo að það séu ekki til 100 kallar til að vinna hið raunverulega starf, sem er eyðingin/fækkunin sjálf. Grenjaskytta og/eða minkaveiði- maður mega teljast góðir með að fá 3.200 á klst., að sama skapi finnst mönnum bara ekkert mál að borga lögfræðingi 27.500 kr. á klst., sérfræðingi 15.000 kr. og svona lengi mætti telja. Svo ég hætti nú ekki þá braut að fara að ræða listamannalaunin. Veiðar á vargi má líkja við að skúra gólfin í skólum, það næst árangur fyrst um sinn, en svo þarf að skúra, skúra og skúra og alltaf verður gólfið skítugt aftur. Ef menn þrífa svo ekki nágrennið í kringum sig verður skólinn mun fyrr skítugri. Reynslan eins og t.d. í Borgarfirði þar sem búið er að draga úr grenjavinnslu er aukningin á ref mikil. Hvernig er ástandið í Bretlandi á rauðrefnum, var ekki grenjavinnslu hætt þar? Rauðrefurinn er inn í borgunum og alls staðar í náttúrunni. Veiðar á vargi og verndun lífríkis mun aldrei og getur aldrei verið sportmennska nema að hluta til. Þetta þurfa að vera föst störf alveg eins og ræstitæknirinn, bréfberinn, lögfræðingurinn og íþróttakennarinn. Verktakar eru fínir með og sérstaklega á grenjatíma, en með fækkun fólks í sveitum og aldursdreifingu bænda eins og hún er í dag, þarf að gera þetta að föstum störfum sem erfast ekki bara í beinan karllegg. Vargur virðir engin sveitarfélagamörk Af ýmsum ástæðum er fyrirkomulag þessara mála umhugsunarefni. Vargur virðir engin sveitarfélagamörk og trassaskapur eins bitnar á öðrum. Sér í lagi er mikilvægt að þessum málum sé sinnt af myndarskap á svæðum sem njóta sérstakrar verndar vegna einstaks lífríkis svo sem á verndarsvæði Mývatns og Laxár. Auk þess eru að minnsta kosti 50 svæði á skrá sem mikilvæg fuglaverndunarsvæði (Lára Halla Sigurðardóttir 2013). Nauðsynlegt er að unnin verði heildarstefna um eyðingu vargs og annarra ágengra tegunda en ekki látið duga að hvert sveitarfélag hafi það eins og því sýnist. Þá er stefnan ein og sér gagnslaus ef henni fylgir ekki fjármagn til aðgerða og umgjörð sem tryggir árangursríka framkvæmd. Daði Lange Friðriksson umhverfisstjóri og meindýraeyðir í Mývatnssveit. Heimildir • Esther Rut Unnsteinsdóttir (2020). Refir á Hornströndum, áfangaskýrsla um vöktun árið 2019. NÍ. • Ingólfur Davíð Sigurðsson (2021). Refaveiðar. Morgunblaðið, fimmtudaginn 25. nóvember 2021. Bls. 18. • Kristinn Haukur Guðnason (2021). Telja forsendur refaveiða brostnar og vilja breytingar. Fréttablaðið 9. nóvember 2021. Forsíða. • Lára Halla Sigurðardóttir (2013). Vaxandi áhugi á fuglaskðun. mbl.is,20.apríl 2013. • Sveinn Runólfsson og Jón Ragnar Björnsson (2010). Refaskyttan hugljúfa Sigurður Ásgeirsson. Sveinn Runólfsson. 199 bls. • Theódór Gunnlaugsson (1955). Á refaslóðum. Búnaðarfélag Íslands, (Bjarmaland 2012), 385. bls. • Theódór Gunnlaugsson (1967). Skiptar skoðanir. (Um refaveiðar). Tíminn, 27. apríl, 1967, bls. 7 og 12. • Theódór Gunnlaugsson (1983). Ljósrit á blöðum, Gylfi Sigurðsson skrifaði upp. Fiður við greni eru glögg merki um ævilok fugla sem þar hafa vappað um móana. Mynd / Benedikt Hrólfur Jónsson Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá LANGANESBYGGÐ Íþróttamiðstöðin VER – Endurbætur – 1. áfangi Langanesbyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur á íþróttamiðstöð Langnesbyggðar VER. Um ræðir endurbætur á þaki og hluta burðarvirkis. Heildarstærð byggingarinnar 1017m2 sem skiptist í 708 m2 stálgrindarhús og 309 m2 steypt hús á einnihæð, hvorttveggja á staðsteyptum sökkli og með staðsteyptri gólfplötu. Húsið er fullinnréttað. Helstu magntölur: • Þakjárn og einangrun 2.210 m2 • Z bitar og innra stál 350 m • Límtrésrammar (burðarrammar) 4 stk. ( um 140m) • Bendistál 4500 kg. • Steypa í sökkla og plötur 50 m3. • Útihurðir 9 stk. • Gluggar, ál- gluggaprófólar 410 m Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 2022. Útboðsgögn verða afhent á verkefnavef verksins frá 5. mars 2022. Til að fá aðgang að vefnum þarf að senda upplýsingar um nafn fyrirtækis, forráðamanns, netfang og síma á póstfangið: almar@faglausn.is Tilboðum skal skila á skrifstofu Faglausn, ehf., Garðsbraut 5, 640 Húsavík. eigi síðar en 31. mars 2022, kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.