Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 64

Bændablaðið - 24.02.2022, Qupperneq 64
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. febrúar 202264 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Margrét Jónsdóttir frá Syðra- Velli og Þorsteinn Ágústsson frá Brúnastöðum hófu búskap á Syðra-Velli vorið 1982, en þá komu aftur kýr á bæinn eftir nokkurt hlé. Þau tóku við jörðinni af foreldr- um Margrétar, en hún er fjórði ætt- liður sem situr jörðina. Býli: Syðri-Völlur. Staðsett í sveit: Í Gaulverja- bæjarhreppi hinum forna, nú Flóahreppi. Ábúendur: Margrét Jónsdóttir og Þorsteinn Ágústsson þar til í desember 2019 þegar hann féll frá. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðbjörg Anna, f. 1984, látin 1994, Ingveldur, f. 1994, vefstjóri Ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg, búsett á Selfossi, Jón Gunnþór, f. 1998, búfræðingur og húsasmiður og starfsmaður búsins og Ágúst, f. 2004, nemi í FSu á málmiðnbraut. Stærð jarðar? 162 hektarar. Auk þess með á leigu 110 hektara á næstu jörðum. Gerð bús? Hefðbundið blandað bú. Fjöldi búfjár og tegundir? Tæplega 100 nautgripir, rúmlega 100 fjár og hrossastóð í haga. Meindýraeyðirinn Brandur og smalahundarnir Skotta og sonur hennar Snati. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir kvölds og morgna og gegn- ingar þess á milli. Fyrir hádegi fer Margrét í sína aðra vinnu sem er Ullarverslunin í Gömlu Þingborg þar sem hún er verslunarstjóri. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur í góðri tíð er eitthvað það skemmtilegasta. Leiðinlegast er þegar lóga þarf skepnum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður hann með svipuðu sniði, en með aukinni mjólkurfram- leiðslu. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Til að nefna eitthvað, í mjólk og mjólkurvörum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör og ostur, skyr og rjómi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Fólkið er alætur og finnst allur matur góður. Kannski stendur þó grillað hrossakjöt upp úr. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar það kom aftur sauðfé á bæinn haustið 2008, eftir riðuniðurskurð 2006. Indverskur grænmetisréttur (Dal Karry Samosa) Bragðmikið linsubauna (dal) karrí er fyllingin fyrir samósu kodda með stökku deigi. En það má líka framreiða eitt og sér með hrís- grjónum. Dal Karry Samosa Hráefni fyrir deigið: (Hægt er að kaupa tilbúið vorrúlludeig til að spara undirbúning). › 1 bolli (130 g) hveiti › 1/4 tsk. salt › 2 matskeiðar jurtaolía, auk olíu til steikingar › Volgt vatn Fyrir fyllinguna: › 1 matskeið jurtaolía › 1/4 bolli (30 grömm) gulur laukur, smátt saxaður › 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður eða rifinn › 1/2 tsk. ferskt engifer, smátt saxað eða rifið › 1/4 tsk. túrmerikduft › 1/4 tsk. garam masala › 1/2 tsk. malað kúmen (cumin) › 1/4 bolli (50 g tómatar úr dós, tæmd af vökva › 11/2 bolli (115 g) kartöflur, skrældar, skornar í teninga › 1/4 bolli (50 g) linsubaunir › 1 lárviðarlauf › 1/2 tsk. salt eða eftir smekk Aðferð fyrir deigið: Bætið hveiti og salti í stóra blöndunarskál, blandið saman. Bætið við olíunni og smá vatni. Blandið með gaffli þar til deigið fer að festast saman, bætið við vatni, smá í einu eftir þörfum. Notið hendurnar til að búa til bolta. Flytjið deigkúluna yfir á hveitistráð yfirborð og hnoðið þar til slétt, um það bil 1 mínútu. Deigið ætti ekki að vera klístrað eða þurrt. Hyljið vel með plastfilmu og setjið til hliðar í 30 mínútur. Aðferð fyrir fyllingu: Bætið olíunni á pönnu yfir meðalhita. Þegar olían er orðin heit, bætið lauknum við og eldið í nokkrar mínútur þar til hann byrjar að mýkjast. Bætið hvítlauk við, engifer, túrmerik, garam masala og kúmeni. Hrærið og eldið í mínútu til að elda kryddin. Bætið tómötum, kartöflum, linsubaunum og lárviðarlaufi saman við, blandið vel saman. Bætið við 3/4 bollum af vatni, hrærið. Lokið að hluta og látið malla í um 20 mínútur þar til kartöflurnar eru orðnar meyrar og sósan þykknað og enginn vökvi er lengur. Slökkvið á hitanum. Notið gaffal til að stappa kartöflurnar og hluta af linsubaununum en skiljið hluta þeirra eftir heilar. Bætið salti við. (Athugið: Salti er aldrei bætt við linsubaunir áður en þær eru eldaðar því þær munu taka lengri tíma í eldun). Skiptið deiginu í 4 jafna hluta. Rúllið hverju þeirra í kúlu. Takið 1 kúlu (breiðið yfir afganginn svo þær þorni ekki með rökum klút) og rúllið út í 15 senti metra hring. Ekki ætti að vera þörf á að nota hveiti fyrir þetta. Skerið hringinn í tvennt. Takið annan helminginn og gerið keilu með því að taka tvo enda skurðarhliðarinnar og brjóta þá inn í miðju. Bleytið brúnirnar með vatni með fingrinum og þrýstið brúnunum vel saman og passið að þær séu vel lokaðar. Ekki vera smeyk við að vinna deigið og móta. Ef það klúðast, endurmótið deigið og byrjið aftur. Fyllið með matskeið af linsubaunablöndunni. Bleytið deigbrúnina og klípið vel saman til að þétta og brjótið snúninginn á sig til að klára þríhyrningsformið. Endurtakið þar til allir samosa koddarnir er tilbúnir. Hitið 2 bolla af olíu á pönnu með háum hliðum í 170 gráður. Steikið samosakoddana þar til þeir eru gullinbrúnir, um 4-5 mínútur. Snúið við og endurtakið. Þerrið á pappírshandklæði. Rjómalagt pasta með stökku salami Þetta er afbrigði af pasta carbonara, oft er hráefni í það til eldhúsinu! Hægt er að nota afgangsost og beikonið virkar auðvitað líka sem er meira hefðbundið. Því er auðvelt að gera þennan fljótlegan rétt. › 3 egg › 1 bolli rifinn parmesan ostur › 4 sneiðar salami › Ólífuolía › 3 pressuð hvítlauksrif › 3/4 skammtar spaghetti pasta › Salt og pipar › Steinselja til skrauts (má sleppa) Aðferð Þeytið saman egg og parmesan í stórri skál. Skerið salami í ræmur. Hitið pönnu yfir miðlungsháan hita með ólífuolíu. Eldið salamí og hvítlauk þar til kryddpylsan er stökk. Elda spaghetti samkvæmt leiðbeiningum á pakka, áður en pastað er sigtað skaltu geyma 1 bolla af pastavatninu. Bætið heitu pasta við eggjablönduna ásamt hvítlauk og helmingnum af salami kryddpylsunni. Blandið saman, bætið við pastavatni til að hjúpa pastað í rjómakennda sósu. Kryddið með salti og pipar ef þarf. Berið fram toppað með steinselju og afganginum af salami til skrauts. Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari bjarnigk@gmail.com Syðri-Völlur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.