Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 3
Þann 4. nóvember síðastliðinn bar Sigurður Ingi Jóhannsson upp frumvarp til laga um breytingar á lögum um áhafnir ís- lenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007, með síðari breytingum (Smáskipaviðmið og mönnunarkröfur). Fulltrúar stéttarfélaga sjómanna höfðu á fyrri stigum skilað inn umsögnum til Umhverfis- og Samgöngunefndar sem lýstu eindreginni andstöðu við þær breytingar sem þar komu fram. Í framhaldi af því voru þeir boðaðir fyrir Samgöngunefnd þar sem Jón Gunnarsson var í formannssæti og spurði ásamt öðrum nefndarmönnum ýmissa spurninga er vörðuðu þær alvarlegu athugasemdir sem fyrir lágu frá sjómannasamtökunum og er það mat undirritaðs að útskýringar okkar hafi komist ágætlega til skila. Það er skemmst frá því að segja að árangurinn af fundi okkar með nefndinni var minni en enginn eða rétt eins og að míga upp í vindinn í 12 vindstigum. Hættuleg blanda af þekkingar- leysi og ábyrgðarleysi Í 3. gr. laganna bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: „Hafi skipstjórnarmaður eða vélstjórnarmaður skírteini til starfa á skipum sem eru styttri en 12 metrar að skráningar- lengd samkvæmt lögum þessum, skal hann þar til 1. janúar 2021 eiga rétt á að fá útgefið skírteini til þess að gegna sömu störfum á skipum sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri, að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara og kröf- um um lágmarkssiglingatíma eins og nánar er kveðið á um í reglugerð.“ Í stuttu mál sagt er verið að minnka kröfur til réttinda á skipum undir 15 metrum með svo afgerandi hætti að við það verður ekki unað þar sem öryggi sjómanna á þessum bátum er klárlega skert verulega. Þeir bátar sem þessi breyting kemur til með að hafa mest áhrif á eru 4 manna línubátarnir sem eru 12 - 15 metrar þar sem nú er skylda að hafa stýrimann, vélstjóra og skipstjóra. Áður en lengra er haldið er rétt að minna á að þessi stærð báta hefur blessunarlega sloppið vel við sjóslys en það er gjöró- líkt því sem við á um báta styttri en 12 metrar sem verið hafa mjög áberandi í fréttum fjölmiðla en rannsóknarnefnd sjóslysa hefur á tiltölulega fáum árum fjallað um milli 30 og 40 alvarleg óhöpp þar sem í einhverjum tilvikum hefur mátt litlu muna að mannskaði yrði. Það er því með ólíkindum að löggjafinn skuli standa að lagabreytingu sem felur í sér að fella niður skyldu um að í áhöfn skuli vera stýrimaður og vélstjóri í þessum stærðarflokki skipa. Meðal veiðiferð þessara báta er nánast aldrei undir 14 klst. og þar af leiðandi ganga lög um hvíldar- tíma ekki upp. Þar með er réttindalausum manni ætlað að stjórna skipinu þegar skipstjórinn fer í koju? Veiðiferðin stend- ur oft í sólarhring eða lengur og strax eftir löndun byrjar næsta veiðiferð. Þetta er glórulaust Nú þegar er 14 tíma reglan brotin oft og reglulega af 12 metra bátunum. Enda eftirlit með 14 tíma regl- unni fjarri því að vera full- nægjandi. Þar að auki lenda þær fáu kærur sem skila sér frá LHG til lög- regluembætta landsins neðst í háum bunka óleystra verkefna lög- reglunnar þar sem þau daga oft á tíðum uppi, auk þess sem viðurlög við brotum eru hverfandi þannig að í raun á 14 tíma reglan engan rétt á sér í því umhverfi sem þessi floti starfar í. Að nægjanlegt sé að sami maður sé bæði skipstjóri og vélstjóri á bátum með þeim mikla og tæknilega flókna búnaði sem þar er til staðar, er glórulaust. Skipstjóri á meira en nóg með sitt verkefni að stjórna skipi og veiðum þó að hann sjái ekki um vél og tækni- búnað. Vélstjórar á þessum skipum í dag eru ekki upp á punt. Þeir eru um borð til að sjá um rekstur á vélbúnaði, sinna viðhaldi og sjá um að vélarnar bili ekki, öryggi síns vegna ná- kvæmlega á sama hátt og vélstjórar á öðrum skipum. Allt tal um þjónustusamning í landi stenst enga skoðun. Allt ber þetta að sama brunni sem er að hugsunin að baki þessum breytingum er í raun og veru að komast upp með að sleppa við greiðslu á aukahlut vélstjóra og stýrimanns og skerða um leið með vítaverðum og afgerandi hætti öryggi sjómanna á þessum bátum. Í skýringum við 3. gr. laganna má lesa texta sem opinberar með afgerandi hætti ámælisvert virðingarleysi fyrir menntun og störfum skipstjórnarmanna og vélstjóra en þar stendur.   „Til að þessi breyting verði ekki óþarflega íþyngjandi fyrir réttindamenn sem hafa öðlast reynslu á skipum verða þeim, sem hafa skipstjórnar- eða vélstjórnarréttindi á skip sem eru styttri en 12 metrar að skráningarlengd, veitt réttindi á skip sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri að því til- skildu að þeir hafi tilskilinn fjölda siglingatíma sem kveðið verður nánar á um í reglugerð. Það á með öðrum orðum að galopna á fyrirhafnarlausa réttindaaukningu fjölda manna allt til 1. janúar 2021. Þar sem að á sama tíma liggur fyrir og er viðurkennt af löggjafanum að til þurfi að koma viðbótarnám til þess að 12 m. menn öðlist réttindi eftir 1. janúar 2021 þá felst í þessum lögum fáránleg þversögn sem hvergi myndi viðgangast í öðrum atvinnugreinum þar sem prófskírteinis til starfsréttinda er krafist. Árni Bjarnason LEIÐARINN Ólög nr. 30/2007 Breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa með síðari breytingum þingskjal 357 – 316. mál Árni Bjarnason.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.