Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur
– Nei, blessaður vertu ég er hættur á
sjó, segir viðmælandi minn þegar ég
spyr út í aflabrögð, svona til að brjóta
ísinn.
– Ég kom í land þegar ég varð sjötug-
ur sem var í október á síðasta ári.
Aftur verð ég kjaftstopp, röddin í sím-
anum ber ekki með sér að vera komin á
áttræðisaldur.
Annars er tilefni samtalsins að þegar
tilkynnt var um úrslit í Ljósmyndakeppni
sjómanna 2019 var fyrsta sætið sagt Sig-
urðar Arnars Baldurssonar. Þó er óum-
deilt að Sigurður heitir Örn en ekki Arnar
og er Baldvinsson. Ég vildi svo sem ekk-
ert brydda upp á þeirri staðreynd, sem ég
flíka ógjarnan, að Örn og Arnar eru mér
þungur ljár í þúfu þegar kemur að fall-
beygingu.
En sem sagt, erindið var að biðja Sig-
urð Örn afsökunar og leiðrétta mistökin.
Byrjaði á dekki og endaði
á dekki
Og úr því talsamband var komið á var
ekki úr vegi að spjalla ögn. Og þá var
fyrst að forvitnast um hvernig það
væri fyrir gamalreyndan sjómann að
vera kominn í land?
– Jú takk, þetta hefur gengið ágæt-
lega. Að vísu fannst mér nokkuð lengi
eins og ég væri bara í fríi. Þegar
Múlabergið kom inn var alltaf eitt-
hvað sem togaði. Þetta var einkenni-
leg tilfinning, það skal ég játa. En ég
fer aldrei niður á bryggju, hef reyndar
aldrei verið neinn bryggjukarl og
þegar við vorum að landa fann ég
aldrei hjá mér neina hvöt til að rölta
um bryggjur og skoða skip.
Svo að þú og hafið eruð skilin að
skiptum?
– Svona að mestu. Ég skal játa að
ég hef fylgst með þegar Múlabergið
tekur þátt í togararallinu fyrir Hafró.
Maður kveður ævistarfið ekki svo glatt.
Ætli ég hafi ekki byrjað á sjónum 1964
eða ´65. Og núna seinast var ég búinn að
vera samfleytt í 19 ár á Múlaberginu áður
en ég hætti í fyrra. En satt að segja hef ég
alltaf verið að hætta á sjónum, já allt frá
því ég fór í fyrsta sjóróðurinn, sem
hljómar einkennilega.
En þú gerðir samt aldrei alvöru úr því
að hætta?
– Ég reyndi nokkrum sinnum. Vann til
dæmis í Slippstöðinni á Akureyri. Ætlaði
að læra ketil- og plötusmíði. Ég var líka
um tíma hjá Haftækni en satt að segja þá
fann ég mig aldrei í klukkuvinnu. Svo að
ég hætti einfaldlega að streitast á móti. Ég
er einhvern veginn þannig innrættur að
8-17 vinna hentar mér alls ekki. Kannski
er ég ekki nógu skipulagður.
Svo gerðist þú sjókokkur eða varstu
kannski ekki kokkur allan sjómannsferilinn?
– Nei, nei. Ég byrjaði á dekki og end-
aði þar raunar líka. Á rækjunni fer kokk-
urinn á dekkið líka sem gerði mér gott.
Hélt mér í æfingu. Ætli ég hafi ekki byrj-
að sem matsveinn þegar ég var á Stálvík
SI 1 í kringum 1985.
Lærðirðu þá til kokks?
– Nei en ég byrjaði sem unglingur að
elda, fyrst í foreldrahúsum og svo hélt ég
því áfram eftir að ég flutti að heiman og
stofnaði mitt eigið heimili.
Þér hefur þá þótt gaman að standa í
eldamennskunni?
– Nei, ég hafði aldrei neina sérstaka
ánægju af því að elda. Þetta var bara eins
og hver önnur vinna. Og kannski kom
þarna letin til skjalanna. Ég nennti ekki
að vera úti á dekki í öllum veðrum.
Þú sagðist ekki vera mjög skipulagður
en það hefur nú samt þurft skipulag og
hugsun þegar tekinn var kostur?
– Það reyndi óneitanlega svolítið á
þegar útivistin var kannski sjö vikur
eins og þegar ég var á Siglfirðingi SI
150 og við fórum í Smuguna. En
þetta var yfirleitt svipað magn sem var
keypt og komst því upp í vana.
Í lokin ein samviskuspurning, Sig-
urður, hvernig kokkur varstu?
Ég var nú bara venjulegur kokkur
en enginn gúrme. Góður vinur minn
kallaði mig kjötfarskokkinn en sann-
leikurinn var sá að þegar boðið var
upp á kjötfarsbollur, steiktar eða soðn-
ar með káli, borðuðu flestir mikið.
Auðvitað var maður stundum skamm-
aður og helst settu menn út á kjöt-
farsið. Það er erfitt að gera öllum til
hæfis en oft kviknuðu skammirnar
ekki að ástæðulausu, játa ég fúslega.
Í heildina var ekki mjög mikið jarmað
í mér og lítil illindi urðu. Og víst er
að enginn dó.
„Var bara venjulegur kokkur“
- Rabbað við Sigurð Örn Baldvinsson matsvein
Jón Hjaltason
Múlaberg við bryggju á Siglu-
firði. Sem sjá má er Sjómanna-
dagur í nánd. „Við vorum þrír
jafngamlir á Múlaberginu,“ segir
Sigurður Örn, „en þessir tveir
jafnaldrar mínir hættu örfáum
mánuðum á undan mér.“
Mynd: Jón Hjaltason
Sigurður Örn tekur á móti kostinum. Mynd: Björn Valdimarsson