Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur
Fiskimiðin umhverfis landið okkar
eru auðug og aflasæl – og undir-
staða þeirra afreka, sem unnin hafa
verið hér á landi á sviði verklegra fram-
kvæmda og sívaxandi menningar. Þessi
gjöfulu mið eru þegar öllu er á botninn
hvolft kjölfesta íslensks samfélags, jafnt
í nútíð sem framtíð – og því ætti enginn
að gleyma eða vanvirða. En þó að hafið
sé örlátt, hefur lífsbarátta íslenskra sjó-
manna verið frek á fórnir. Margur hefur
látið líf sitt í því erfiða stríði. Og stund-
um hefur Ægir verið svo stórtækur í
þeim efnum að þjóðin öll hefur verið
harmi lostin. Um þetta þekkjum við
óteljandi dæmi. Rifjum upp eitt
þeirra.
Leitað en án árangurs
Árið er 1925, mánuðurinn er febrúar,
vikudagurinn laugardagur, mánaðar-
dagurinn sá sjöundi. Fjöldi íslenskra
togara var þann dag að veiðum út af Vest-
fjörðum, flestir á Halamiðum. Þessi feng-
sælu fiskimið voru þá nýlega orðin eftir-
sótt af íslenskum fiskimönnum. En þeir
voru ókunnir ennþá hinu óvenjulega
veðurfari, sem algengt er á þessum slóð-
um. Þeir þekktu ekki enn nema að örlitlu
leyti hinar straumþungu rastir sem
þarna myndast svo víða og gera sjólagið
svo óskaplegt þegar ofviðrin geisa. Þeir
þekktu heldur ekki til hinna snöggu
veðrabrigða sem þarna geta orðið.
Stormur hafði verið þennan dag og
flest skipin hættu að toga upp úr hádegi.
Þegar leið á daginn hvessti skyndilega og
var á svipstundu komið ofsaveður, með
frosthörku og hríð. Stóð veður þetta nær
óslitið allan sunnudaginn og fram á
mánudag. Eftir það fóru togararnir að
tínast smám saman í höfn, allir meira og
minna brotnir og illa útleiknir eftir veðr-
ið. Voru flestir þeirra tilsýndar eins og
fljótandi hafísjakar, þaktir samfelldri
klakabrynju frá sigluhún niður á þilfar.
Öllu, sem lauslegt var ofan þilja, hafði
skolað fyrir borð, á mörgum hafði báta-
þilfarið brotnað og stjórnpallurinn farið
af sumum, allmargir misstu bátana og af
einum brotnaði afturmastrið.
Enginn hafði komist í landvar, áður en
ofviðrið skall á Loks var allur togaraflot-
inn, að tveimur skipum undanskildum,
kominn í höfn. Enn var saknað Leifs
heppna, eign Geirs Thorsteinssonar út-
gerðarmanns, og bresks togara, Field
Marshal Robertson, sem gerður var út
frá Hafnarfirði, (eign Hellyersbræðra frá
Hull). Á hinum fyrrnefnda voru 33
menn, allir íslenskir, en á hinum síðar-
nefnda, 35 menn, 29 íslenskir og 6
breskir.
Þegar þrír sólarhringar voru liðnir frá
því að ofviðrinu slotaði og ekkert hafði
spurst til skipanna, fóru menn almennt
að verða hræddir um að ekki væri allt
með felldu. Ákvað ríkisstjórnin því hinn
12. febrúar að fá danska varðskipið Fyllu
til þess að bregða sér vestur á firði að
svipast þar um eftir skipunum. Togarinn
Ceresio var sendur frá Hafnarfirði í sams-
konar leiðangur.
Leit þessi varð árangurslaus. En þegar
hér var komið málum, höfðu eigendur
skipanna og aðrir útgerðarmenn tekið
ákvörðun um að senda togaraflotann, eða
þann hluta hans, sem var ferðafær, til
þess að leita að skipunum.
Á sunnudagsmorguninn snemma fóru
tólf togarar frá Reykjavík, en níu bættust
í hópinn af Selvogsbanka, og höfðu þeir
lagt af stað kvöldið áður til móts við
hina, sem komu frá Reykjavík. Allir tog-
ararnir hittust mánudagsmorguninn 16.
febrúar og röðuðu sér með ákveðnu
millibili (3 til 4 mílum) á um 90 mílna
vegalengd.
Hafði áður verið reiknað út, eftir vind-
átt þeirri og veðurhæð, sem verið hafði á
svæði þessu síðan ofviðrið hófst, hvar
helst myndi að leita skipanna. Meðan á
leitinni stóð, var stöðugt loftskeytasam-
band milli togaranna innbyrðis og við
loftskeytastöðina í Reykjavík.
Þann 20. febrúar að kvöldi komu
margir af togurunum úr leitinni aftur.
Ólafur Ragnarsson
HALAVEÐRIÐ 1925
Um árabil hefur á Halanum
verið að finna ein drýgstu
fiskimið togaraflotans. Halinn
eða Halamið liggja um 30 til
40 sjómílur útnorður frá
Stigahlíð við Ísafjarðardjúp.
Þar gengur nes út úr land-
grunninu NV í hafdýpið en á
mörkum landgrunns og haf-
dýpis eru hin ákjósanlegustu
skilyrði fyrir fiskinn. Á Hala-
miðum er algengt að veður-
hæðin breytist skyndilega – á
jafnvel innan við 20 til 30
mínútum – úr einu til tveimur
vindstigum í tíu eða þaðan af
meira, með frosthörku og byl.