Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 37
borgar, Liverpool og Dublin og var al- staðar vel tekið. Drabbaðist niður Árið 1959 lauk siglingasögu Galatea en skipið var engu að síður notað til kennslu allt til ársins 1979. Þótt ekki væri lengur neitt gagn af þessu mikla seglskipi var það engu að síður stolt spænska flotans og þegar lögð voru á ráðin um heimssýninguna miklu í Sevilla, Expo ´92, var í áformi að Galatea yrði þar helsta sýningardjásnið. Allt fór þetta þó á aðra lund, fjármagn skorti til að gera að skipinu eins og þurfti og næstu árin féll Galatea í gleymskunnar dá. Það var fyrst 1990 að menn áttuðu sig á sögunni sem var að hverfa en þá var Galatea ekki svipur hjá sjón. Tveimur árum síðar tókst Skotum að kaupa skipið og eftir töluvert stíma- brak við flakið – já við skulum kalla hlutina sínu rétta nafni – var skrokk- urinn dreginn tæpar 1.400 sjómílur og var þá kominn aftur í sköpunarbæ sinn. Við tók gríðarleg vinna. Skipið fékk aftur sitt gamla nafn og markmiðið var að Glenlee gengi í endurnýjun lífdaga eins og hún var nýbyggð árið 1896. Sumarið 1999 rættist draumurinn – að vísu er eitthvað vélakyns enn í skip- inu - en horfum fram hjá því og njótum þess að ganga um „The Tall Ship at Riverside“ eins og Glasgowbúar kynna þetta stolt sitt og prýði fyrir gestum og gangandi. Andspænis Glenlee er þetta stórkostlega safn, Riverside Museum, sem þið bókstaflega verðið að heim- sækja líka. Skotarnir standa engan veginn undir nafni og heimta engan aðgangseyri, hvorki að skipinu né þessu skemmtilega safni. Riverside safnið er helgað samgöngum. Sjómannablaðið Víkingur – 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.