Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 54
54 – Sjómannablaðið Víkingur bátur og þegar DGzRS ákvað að endur- nýja bátaflota sinn að hluta um þetta leyti komu nokkrir eldri björgunarbátar í sölu og vorum við Íslendingar svo heppnir að fá tvo af þessum bátum til landsins. Ágætt samband hafði ríkt milli Slysavarnafélags Íslands og DGzRS um árabil og var Uwe Klein, þáverandi fram- kvæmdastjóri þýska björgunarbátafélags- ins kunnugur starfsemi SVFÍ og vel- gjörðarmaður þess má segja. Góð vinátta hafði tekist milli hans og Hannesar Haf- stein fyrrverandi framkvæmdastjóra SVFÍ sem var að vísu hættur störfum á þessum tíma en fylgdist með á hliðarlínunni. Nokkrum árum áður, eða 1993 hafði Slysavarnafélagið keypt björgunarbát til Sandgerðis sem skírður var Hannes Þ. Hafstein og reyndist sá bátur afskaplega vel og hentaði starfsemi björgunarsveit- arinnar þar, hafði gott drægi og gat siglt langar vegalengdir ef þurfti svo sem til að sækja veika eða slasaða menn langt á haf út. Björgunarbátarnir fengust á góðu verði enda komnir til ára sinna en í góðu standi og höfðu fengið gott viðhald frá upphafi. Þeim fylgdu líka nauðsynlegir varahlutir sem við tókum með okkur heim. Í brælu á Norður-Atlantshafi Otto Schulke var af svokölluðum 19 -m-klassa, smíðaður árið 1969 Í Þýska- landi og eins og nafnið bendir til, var báturinn 19 m. langur, nokkuð vel útbú- inn siglingatækjum í neðra rórhúsi en efri stjórnpallur var opinn eins og er á flestum björgunarbátum af þessari stærð. Í Ottó Schülke var ein aðalvél og aukavél í vélarúmi sem tengja mátti inn á skrúfu- öxulinn ef aðalvélin bilaði, báturinn var því sæmilega ganggóður um 16 hnútar við góðar aðstæður og hörku góður sjó- bátur. Aftan við yfirbyggingu var lítill dótt- urbátur sem hægt var að sjósetja aftur af skuti bátsins og kom hann að góðum notum hjá Þjóðverjunum við ýmsar að- stæður við aðstoð og björgun, en einnig til að selflytja menn eða vörur milli skipa. Otto Schülke var keyptur til Ísafjarðar en hinn báturinn sem sigldi í samfloti með okkur og fór til Siglufjarðar, systur- skip Schülke, G. Kuchenbecker kom frá Eystrasalti, en báturinn hafði verið stað- settur í björgunarstöðinni á Maasholm við fjörðinn Schlei. Hann þjónaði því hafsvæðinu milli Danmerkur og Þýska- lands og að Kiel í vestri. Eftir stutta afhendingarathöfn í Brem- en 16. maí þar sem báturinn var af- hentur Slysavarnafélaginu formlega að viðstöddum framkvæmdastjóra félagsins Esther Guðmundsdóttur og forseta þess Gunnari Tómassyni ásamt Uwe Klein forstjóra DGzRS, lögðum við af stað og var ferðinni heitið fyrst til eyjunnar Hel- goland norður af ánni Weser og stoppuð- um við þar í nokkra klukkutíma. Okkur var boðið að skoða nýtt og glæsilegt björgunarskip DGzRS sem var meðal annars útbúið þyrlupalli og bráðamót- töku. Næst lá leiðin til Stonehaven í Skot- landi, en það var rúmlega 30 klukku- stunda sigling. Veður var þokkalegt á leiðinni yfir Norðursjóinn og ekkert markvert bar til tíðinda. Bátarnir héldu vel ferð og sigldu samsíða og í Stone- haven tók á móti okkur Hamish McDon- ald eigandi björgunarskólans MRI - Maritime Rescue Institute. Mánuði seinna hélt hann ráðstefnu um sjóbjörg- unarmál og tókum við Slysavarnarfélags- menn þátt í henni ásamt fjórtán löndum; frá björgunarsamtökum, strandgæslum, lögreglu og ýmsum fleiri aðilum er komu með einum eða öðrum hætti að björg- unarmálum og eftirliti á sjó. Fulltrúi SVFÍ flutti erindi um björgunarstörf við erfiðar aðstæður á afskekktum stöðum og sýnd var notkun fluglínutækja sem vakti nokkra athygli ekki síst fyrir þá staðreynd að þau höfðu bjargað lífi fjölda sjómanna í tímans rás á fyrri hluta síð- ustu aldar og allt fram að þeim tíma er þyrlur komu til sögunnar hérlendis sem björgunartæki. Nöfn Otto Schülke Báturinn er skírður eftir Sjómanni og skipstjóranum Otto Schülke (1914-1967) sem var skipstjóri á björgunarbátnum Adolph Berm- pohl (staðsettur í Helgoland). Hann fórst ásamt 3 öðrum áhafn- armeðlimum 24. febrúar 1967 í aftakaveðri við björgun áhafnar á hollenskum fiskibáti. Johann-Fidi Nefndur eftir þremur skipstjórum (afa, föður og syni) sem hétu Jo- hann Friedrich Rass frá Nordern- ey, en þeir höfðu yfirumsjón með björgunarstöðinni í Norderney frá 1880 – 1987. Helstu atburðir 1991 Áhafnarmeðlimur Cassen Knigge frá Norderney lést um borð í vondu veðri eftir að drátt- arkrókur slóst í hann. 1995 Tók þátt í björgunaraðgerð ásamt björgunarbátnum Alfried Krupp í aftakaveðri. Tveir áhafn- armeðlimir Alfried Krupp létust en Otto Schülke sem var mun minna skip tók Krupp í drátt og kom í veg fyrir að skipið strand- aði. 1997 Seldur til Íslands, skírður Gunnar Friðriksson. 2000 Seldur einkafyrirtæki á Ís- landi. 2002 Seldur til Noregs og notaður sem þjónustubátur. 2016 Settur á land og notaður sem húsbátur. 2019 Seldur Safninu Verein Muse- umskreuzer Otto Schülke Nord- erney. 2020 Fluttur til Þýskalands. Otto Schülke á æfingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.