Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 26
Bnðsíofan á 4. hæð.
Fyrir endanum á aðalgöngum sjúkradeildar eru stórar svalir eða
sólskýli, scm aka má sjúklingum út á.
IV. hæð
Á cfstu hæð er önnur deild með 15 lierbergjum, flestum fyrir
tvo vistmenn, og cr hún ætluð sem hjúkrunardcild fyrir rólfæra
króniska sjúklinga og gamalmenni. Tvö af þessurn herbergjum
mynda sérstaka smáíbúð ásamt snyrtiklefa með steypibaði. Á þess-
ari dcild er, auk baðherbergis, salerna, skolklefa og býtibúrs, stórt
geymsluherbergi fyrir dót vistmanna, sólrík borðstofa og síðast
en ekki sízt „baðstofan“, svo kölluð vegna þess, að á henni er
ris. Þetta er dagstofa hjúkrunardeildarinnar, tekur yfir allan enda
suðurálmunnar, er með gluggum móti austri, suðri og vestri og
stóru yfirbyggðu sólskýli fram af. Hún er búin rnjög smekkleg-
urn og þægilegum húsgögnum, hcfur opið eldstæði og óbeina lýs-
24