Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 49

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 49
ur og mýrardrög. Austast í skarðinu er stór tjörn, ýniist kölluð Vatnsskarðstjörn eða Móbergsselstjörn. Allmikil veiði cr í tjörn- inni og var hún stunduð af bændum í Laxárdal, sem áttu land þar að. Rétt við austurenda tjarnarinnar er eyðibýlið Móbergssel, kennt við Móberg í Langadal og upphaflega selstöð þeirrar jarð- ar> en var síðar gert að leyguliðabýli, eins og títt var, snemma á a 19. öld, en fór úr byggð aftur fyrir aldamót eða 1895. Sagnir lief ég og heimildir um 10 bændur sem búið hafa á Móbergsseli, en síðast voru þar Hannes og Þóra, sem áður voru nefnd, foreldrar Sveins skálds frá Elivogum og var Sveinn fæddur í Móbergsseli. Það var hlutskipti þessara fátæku hjóna, að hrekjast frá einu kotinu á annað þarna í fjöllunum, ýmist í Skagafjarðarsýslu eða Húnavatnssýslu. Af þeim 5 kotum sem þau sátu þarna voru þau síðustu ábúendur á fjórum. Og nú eru allar jarðir sem þau bjuggu á komnar í auðn. Alargt mætti segja og skrifa um Þóru og Hannes og búskap þeirra, en það er ekki hlutverk þessa frásöguþáttar. Þóra Jónsdóttir var skörungskvendi, umdeild nokkuð og stór í stykkjum, fróð og skarpgreind. Hagmælt var hún vel, en flíkaði vísum sínum lítið. Ein vísa hennar er þó orðin allkunn, en hún er gerð af því tilefni að Sveinn sonur hennar var snemma óvæginn og harðskeyttur í rímuðu máli. Þóra kvað: „Gættu að því, að guð er einn gáfuna sem léði. Ef þú yrkir svona Sveinn sál þín er í veði.“ Þóra var gestrisin og veitti oft ríkulega af fátækt sinni, en efnin voru alltaf mjög lítil og barnahópur allstór. Hannes bóndi hennar var sagður hægur maður og hlédrægur, en vel viti borinn. Konu- ríki mun hann hafa haft nokkurt. Þóra og Hannes fluttust frá Adóbergsseli austur á Víðidal og finnum við þau enn síðar. Rétt í túnfætinum á Móbergsseli er brunnur eða uppspretta og rennur þaðan lítill lækur fram í tjörnina. í þessum brunni var áður svo niikill silungur að hann kom í fötuna þegar neyzluvatn var sótt. Frá þessu kunna núlifandi menn að segja svo ekki verður rengt, en fyrir nokkrum áratugunr báru einhverjir prakkarar grjót í brunn- inn og síðan hefur varla sézt branda þar. Haldið var að neðan- jarðargöng væru milli brunnsins og tjarnarinnar því aldrei sést 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársritið Húnvetningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.