Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 28
til fyrirmyndar og vil eg sem formaður byggingarnefndarinnar
votta arkitekt þess, byggingameistara þess og öllum, sem við það
hafa unnið, þakkir fyrir frábærlega gott samstarf, mikinn áhuga
og góð vinnubrögð. Þá tjái eg meðnefndarmönnum mínum og
gjaldkera nefndarinnar, Jóni ísberg sýslufulltrúa, mínar persónu-
legu þakkir fyrir samvinnuna og þá bjartsýni, sem einkenndi
störf þeirra, þótt þungt yrði að leggjast á árar til þess að skila
þessu velferðarmáli heilu í höfn. Síðast en ekki sízt þakka eg
allar þær mörgu og miklu gjafir, bæði félaga og einstaklinga, sem
gerðu það mögulegt að halda verkinu áfram sleitulaust.
Ekki hefur verið unnt að koma þessu stórvirki í framkvæmd á
stuttum tíma án þess að stofna því í allmiklar skuldir. Er enn
eftir að afla ýmissa lækningatækja til þess að spítalinn geti talizt
vel búin að þeim og hefur það orðið að sitja á hakanum að
sinni. Framkvæmdanefndin hefur því ákveðið að bjóða út skulda-
bréfalán til bráðabirgða, eða þar til ríkissjóðsstyrkurinn fæst að
fullu greiddur, sem væntanlega verður á næsta ári. Ennfremur
mun að líkindum verða haldið happdrætti til ágóða fyrir bygg-
inguna og er það von nefndarinnar, að hvorttveggja hljóti góðar
undirtektir. Nokkrar stórar minningargjafir um látna rnenn hafa
spítalanum borizt og verða myndir þeirra hengdar hér upp eða
herbergi kennd við þá. Slíkum minningargjöfum verður að sjálf-
sögðu vcitt móttaka með þakklæti og það, þótt smærri séu, enda
vcrða að líkindum gefin út minningaspjöld, sem afhent verða
gegn smærri gjöfum. Þá vil cg að lokum minna á Föðurtúnasjóð,
sem stofnaður er fyrir ágóða af útgáfu Föðurtúna og fyrir ritlaun,
sem mér liafa áskotnazt. Honum er varið til að fegra Héraðshælið
og lóð þcss og til þes að auðga það að tækjum og öðru, er því
má til gagns verða. Hann veitir viðtöku gjöfum, sem kunna að
berast í þessu skyni. Með hjálp og tilstyrk góðra Húnvetninga
nær og fjær og ýmissa annarra velunnara mun þessi stofnun verða
svo úr garði gerð, að sýslunni verði til sóma og margir menn,
utanhéraðs og innan, fái þar bót meina sinna og njóti þar líknar.
F. V. G. Kolka.
Verktakar: Halldór Halldórsson arkitekt gerði uppdrætti að húsi og öllum
jámalögnum í það. Sveinn Asmundsson var byggingameistari, en Skúli Jónas-
son yfirsmiður. Valgarð Ásgeirsson múrarameistari annaðist múrhúðun. Her-
bert Sigfússon, málarameistari, Siglufirði, annaðist málningu. Geislahitun h.f.
26