Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 5
Orðsending
til Húnvetninga og annarra lesenda
Aðstandendur þessa rits gera sér það vel Ijóst, að framtíð þcss
er öll í hendli Húnvetninga, heima og að heiman. Það eru þeir,
sem hljóta að ráða því, hvort fleiri árg. Húnvetnings sjá dagsins
ljós eða ekki. Útgefendur ætla því að spara sér langan formála að
þessu sinni og einnig ætla þeir að gefa sem fæst og minnst fyrir-
heit á þessu stigi málsins, en sjá hvað setur og aka síðan seglum
eftir vindi.
Tilgangur Húnvetnings er fyrst og fremst sá, að hitta Hún-
vetninga að máli, hvar svo sem þeir em húsettir, minna þá á heima-
hagana og flytja fréttir af mönnum og málefnum sýslunnar, ásamt
öðru efni ýmislegu, sem tiltækilegt verður og ætla má að Hútn-
vetningum sé öðrum fremur hugleikið. í þessu sambandi vilja
útg. sérstaklega taka það fram, að ritið tekur fegins hendi við alls
konar efni, og vill hafa sem mest og hezt sambönd við pennafæra
Húmvetninga hvar sem þeir fyrir finnast. Húnvetningur á að
vera skrifaður af Húnvetningum, fyrir Húnvetninga.
Þegar ráðin var útgáfa þessa fyrsta árgangs Húnvetnings, þá var
jafnframt ákveðið að ritið minntist sérstaklega þess merka áfanga
í menningar- og heilbrigðismálmn heimahéraðsins, sem nú hefur
verið náð, með hyggingu Héraðshælisins á Blönduósi. Utg. sneru
sér því til Páls V. G. Kolka héraðslæknis og háðu hann að rita
hyggingarsögu hælisins og lýsingu þess, en vegna kunnugleika
hans og forustu fyrir málinu heima í héraði, var enginn betur fall-
inn til að rita þessa grein. Kolka hrást líka vel við hón útgefenda,
eins og þetta rit sýnir og enn fremur samdist um það milli hans og
3