Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 31
Er æskan var liðin og kofamir komnix í eyði,
kalinn ó hjarta bjó eg mig helfarar til.
Att hef eg síðan um auðnunnar roðskóaheiði
óslitna langför — hingað í þetta gil.
í fararbæn stormanna móttugu háttleysu hlaut eg,
hríðarnar kyrjuðu froslljóð við g'júfur og skörð.
Allrar áttleysu naut eg —
útlagi á himni og jörð.
Þótt biði mín hvíldarlaus flótti frá öllu og öllum,
og ægði mér brunahraun, sandar og jökulgjár —
þótt tæki eg mér náttstað norður á reginfjöllum,
níddur af öllum, kalinn og fótasár —
þá niðaði stundum í eyrum og brimaði oft í blóði
bernskunnar ástljóð, en ljómi þess fölnaði skjótt:
Það varð að vergönguljóði,
sem villti um mig dag og nótt.
Þó komu þeir dagar á kaldsárri vegferð minni,
að kyssti eg jörðina og blessaði hlutskipti mitt.
Þá reis upp úr dökkvanum landið í sumardýrð sinni,
sveitir og heiðar með yfirbragð þúsundlitt.
Mín gleði varð hvarflaus, hver dagur varð dásamlegur,
er dísir íslenzka vorsins mig hylltu sem gest,
og allrar veraldar vegur
virtist henta mér bezt.
Aldregi framar vel eg, land mitt, um vegi,
vergöngu minni lýkur á þessari nótt.
Bíður mín Hel fyrr en birtir af næsta degi.
Kom blessaður, Dauði, með kaleik þinn nógu fljótt.
Víst máttu, foráttustormur, brjóta og bramla
bein mín og lemstra mig hinzta sinn,
og æpa að Óttari gamla
útfararsálminn þinn.
29