Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 51
14 býli á Víðidal, sé þannig til komin að önnur fjallakot þar í
namunda hafi verið talin með, þótt ekki séu á Víðidal. Sumar
jarðir Víðidals hafa byggzt aftur, hafi þær eyðzt í Svartadauða,
og skráðar heimildir, sem taka verður gildar, greina frá bændum
a tveim jörðunt auk Gvendarstaða, á 17. öld, það er á Þúfnavöll-
um og Helgastöðum.
Þúfnavellir verða fyrst á vegi okkar. Þeir hafa staðið austan
Víðidalsár, gegnt Litla-Vatnsskarði. Túnstæðið er þýfður bakki
norðan við lítinn læk. Túnið hefur verið allstórt og engjaslægjur
nokkrar á grundum og í mýrardrögum norður frá túninu, út með
ánni.
Margeir Jónsson fræðimaður á Ögmundarstöðum athugaði jarð-
arstæðin á Víðidal og reit grein um þær athuganir sínar í „Blöndu“
1927. Hann segist hafa heyrt að bæirnir hafi verið tvæir Ytri-
og Syðri-Þúfnavellir, og telur sig hafa fundið merki um garðbrot
á Ytri-Þúfnavöllum skammt norðan við þá sem ljósari eru. Ekki
gat ég séð nein nterki um tvær jarðir á þessum stað. Þúfnavallatún
er að mestu kornið úr allri rækt og mosi einn á mörgum þúfna-
kollunum, en tóftir eða merki um byggingar má greinilega sjá á
tveim stöðum í þúfnastykki þessu. í jarðabók Á. M. í kaflanum
um jarðir í Staðarhreppi, skrifuðum 1713, segir að byggð hafi verið
á Þúfnavöllum fyrir rúml. 40 árum. Hafi þá „Ólafur nokkur“
búið þar í eitt ár, „tók þaðan hús öll og færði til Elelgastaða“.
Reynistaðarklaustur á þá (1713), öll jarðlönd í Víðidal. Síðan þessi
„Olafur nokkur“ fluttist frá Þúfnavöllum, en það hefur verið
nálægt 1660, hefur áreiðanlega ekki verið búið þar og er sízt að
furða þótt nú séu óljós handaverk þeirra Þúfnavallabænda. Þykir
mér ekld ósennilegt að erfitt verði að greina bæjarstæðin á ýmsunt
cyðijörðum á Laxárdal eftir 300 ár hér frá, þar sent tóftir allar eru
jafnaðar við jörðu að kalla, nú þegar.
Við kveðjum Þúfnavelli og höldum út með Víðidalsá sama
megin. Undirlendið er aðeins mjó ræma með ánni, en gróður er
þar mikill og eins í fjallinu ofan við. Þar er haglendi ákjósanlegt,
mikið af víði, sem dalurinn dregur trúlega nafn sitt af, bæði gul-
víði og grávíði, einnig er þar berjalyng og fjalldrapi og vallendis-
bollar á milli. Þarna framan í fjallinu eru svonefndir Hrossastallar
og utan við þá er Gyltuskarð. Gyltuskarð liggur austur úr fjöllun-
um fram á Staðaröxl ofan við Reynistað. Unt skarðið er greiðfær
leið og oft farin og um það hafa Víðdælingar haft samgang við
49
4