Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 66
ast hennar frábæru gestrisni, er hann hefur borið að garði að Þverá, a
leið milli Húnaþings og Skagafjarðar.
Pétnr Þ. Ingjaldsson.
I RIT'fARRl'.h ÚR BÓLSTAÐARHLÍÐARHRF.PPI
I.
Tíðarfar frá nýjári til vors var áfellalítið. Fannalög urðu aldrei mjög mikil,
svo að hægt var að halda uppi reglubundnum mjólkurferðum um héraðið.
Eftir hlákur fyrstu dagana í janúar gerði frostakafla, og komst frostið þá
hæst í 22 stig. Veður voru svo frelcar óstöðug, snjókomur og blotar á milli
og nokkuð frosthart einstaka daga. Góða hláku gerði þó í byrjun marz. Eftir
það voru ekki eins miklir umhleypingar.
í febrúarlokin var orðið frekar slæmt til jarðar, sérstaklega vegna svellalaga
og áfreða. Margt hrossa gekk þó alveg af um veturinn. Um sumarmál voru
snjóar mjög leystir, og tók jörð að gróa, þó fremur færi hægt að, því að oftast
voru frost á nóttum. Hélzt svo, þangað til fullur þriðjungur var af maí, en
þá gerði slæmt áhlaup, er stóð á aðra viku, fyrst snjókoma og svo þurra-
kuldar. Úr 20. maí hlýnaði, og var sérstaklega hagstæð tíð það sem eftir var
sauðburðar. Fénaður gekk yfirleitt vel undan vetri, enda reyndust hey góð til
gjafar. Sauðburður gekk vel og var margt tvílembt, en vegna þess hvað
gróður var lítill fram eftir sauðburði, urðu lömb mjög misjöfn að þroska.
Einstaka bændur í hreppnum hófu heyskap níu vikur af surnri, en almennt
var ekki byrjað fyrr en allt að hálfum mánuði síðar. Tíðarfar var fremur
erfitt til heyskapar. Fyrri part sláttar voru að vísu ekki mikil úrfelli, en mjög
skúrasamt. Heyskapur gekk því seint, og tún spruttu úr sér. Attin var jafnan
vestlæg og óvenju vindasamt. Olli það víða töfum. Eftir höfuðdag urðu úr-
fellin meiri og gekk mjög stirt að þurrka. Margir áttu úti hey í réttum.
Spretta var misjöfn, enda var hvort tveggja, að sum tún voru töluvert kalin
og jarðklaki tafði mikið sprettu. Jiirð var óvenju ntikið frosin eftir veturinn.
Meðalhiti sumarsins mun að vísu hafa verið fullkomlega í meðallagi, en óvenju
lítið var urn sólríka daga. Það gekk því seint að þiða klakann. Tún, sem voru
í góðri umhirðu, skiluðu þó yfirleitt sæmilegri uppskeru, svo að telja má, að
heyföng hafi orðið allt að því í meðallagi. Sennilega hefði heyskapur orðið
lélegur, ef ekki hefði notið við tilbúins áburðar, en notkun hans hefur mjög
aukizt síðustu fimmtán árin, eða úr 10 smál. ails í hreppnum að meðaltali á
ári 1941—45 í 100 smál. að meðaltaii árin 1951—55. Kartöfluuppskera varð
fremur léleg.
Með október skipti um tíð, og var haustveðráttan stillt og fremur mild.
Nautpeningur tók meginhlutann af fóðri sínu úti fram um miðjan október.
Þegar kom fram í nóvember gerði hlýindakafla. Slepptu þá ýmsir fé aftur,
sem höfðu verið búnir að taka það til hýsingar. Þegar rúm vika var af des-
64