Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 54
Austur frá Þverá er brött og lyngivaxin hlíð, suðurhlið Hryg'gja-
fjalls, sem skýlir Víðidal fyrir norðanátt. Þarna í hlíðinni fann
ég mikið af bláberjum og krækiberjum, og voru þau snöggt um
stærri og þroskaðri en þau ber, sem við fundum annars staðar í
þessari ferð. Sé maður uppi í hlíðinni vestan til, blasir Víðidalur
allur við frá enda til enda, og í sólskini og sumarhita eins og ríkti
þá stund, sem við töfðum þarna, er dalurinn fallegur og vingjarn-
legur. Víðidalsá kvíslast um eyrar og engi eins og kristallaður
borði. Þverár og léttir lækir hoppa niður brattar hlíðarnar beggja
vegna og fjöllin minna á skjól og friðland.
En nú eigum við eftir að heimsækja síðasta bæinn í dalnum,
Gvendarstaði. Þeir eru austast í hlíðinni fríðu, sem ég var áðan
að lýsa. Túnið breiðir sig beint móti suðri.
Gvendarstaðir lutu sömu örlögum og aðrar jarðir Víðidals,
lágu í eyði líklega öldum saman, en byggðust á ný á öndverðri 18.
öldinni og héldust nær óslitið í byggð til ársins 1898. Allan þann
tíma vora Gvendarstaðir „síðasti bærinn í dalnum“. Hannes
Kristjánsson og Þóra Jónsdóttir, sem oft hafa komið hér við
sögu, voru síðustu ábúendur þar. Ábúendaskipti voru tíð á
Gvendarstöðum eins og títt var á fleiri fjallabýlum, og á árun-
um 1783—1898 bjuggu þar 27 bændur. Þó bjuggu þar ýmsir vel og
sami maður bjó þar t. d. í 31 ár, aðrir flosnuðu upp eða fluttu
sig fljótlega til annarra staða. Gvendarstaðir hafa áreiðanlega verið
bezta jörðin í Víðidal og fleiri kostum búin en hinar. Túnið hef-
nr verið stórt og grasgefið, en nær allt kargaþýfi. Túngarður
hefur verið þar öflugur og sér fyrir honum enn þá víðast hvar, og
bendir allt til að hann hafi verið mikið mannvirki. Húsarústir eru
miklar og greinilegar, því heilleg veggjabrot standa enn uppi.
í Jarðabók Á. M. segir að „á Gvendarstöðum kalli menn kirkju-
staðinn“ og enn fremur að Þúfnavellir og Helgastaðir hafi átt
kirkjusókn þangað. Vegna þess að öllum munnmælutn ber saman
um, að kirkja bafi verið á Helgastiiðum, freistast maður til að
álíta að um villu eða missögn sé að ræða í jarðabók Árna. Getur
líka vel verið að heimildarmenn hans hafi ekki haft nægan kunnug-
leika þarna á, eða ritarinn ruglazt í nöfnum. Þess er einnig getið
neðanmáls að umsagnirnar um jarðir á Víðidal hafi fundizt á
lausum miða í handritinu.
Hryggjadalur liggur austur frá Gvendarstöðum og um hann
liggur leiðin niður í Gönguskörð til Sauðárkróks. Hryggjadalur
52