Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 69
þar gamla sýslumannsbústaðinn, sem laus varð til íbúðar á því ári, þegar
sýslumaðurinn fluttíst í nýja cmbættisbústaðinn, sem ríkið hafði þá nýlokið
við að reisa.
Þessi starfandi féiög og menningarstofnanir eru í hreppnum: Búnaðarfélag,
nautgriparæktarfélag, tvö sauðfjárræktarfélög, kvenfélag, ungmennafélag,
úarnaskóli (farskóli í félagi við Svínavatnshrepp), karlakór, tveir kirkjukórar
°g sveitarbókasafn. Auk þess eru deildir innan hreppsins í samvinnufélögun-
um á Blönduósi: Kaupfélagi Húnvetninga, Sláturfélagi Austur-Húnvetninga
°g Mjólkursamlagi Húnvetninga.
fíjarni Jónnsson.
FRÉTTABRÉF FRÁ BLÖNDUÓSI
Atvinna og framkvæmdir. Allmiklar byggingaframkvæmdir hafa verið hér
a staðnum á undanförnum árum. Hafa þær skapað talsverða atvinnu fyrir
hreppsbúa, og á sumrin og haustin hefur verið hér allmikil mannekla, enda
hafa margir utansveitarmenn stundað bcr vinnu um lengri og skemmri tíma,
L d. við lagningu háspennulínu frá rafstöðinni við Sauðanes til Skagastrandar,
Hvammstanga og nú síðast frá Gönguskarðsárvirkjun til Sauðanesstöðvarinnar.
Þrátt fyrir þetta, hefur allmikið borið á atvinnuleysi hjá daglaunamönnum
hér yfir vetrarmánuðina, nóv.--apríl. Ýmsir ala hér búpening, aðallega sauðté,
°g fer því heldur fjölgandi í hreppnum.
Iðnaður er hér í smáum stíl, ef frá er talin þurrmjólkurvinnslan, sem sagt
er frá á öðrum stað í þessu bréfi. Hér starfar eitt trésmíðaverkstæði, Stígandi
n.f. Þar vinna að jafnaði sex trésmiðir auk lærlinga. Velaverkstæði, Vísir s.f.,
annast bílaviðgerðir o. fl. Þar vinna sjö menn.
Byggingar. Á árinu 1955 var mikið unnið við nýja Héraðsliælið, ög það
tekið í notkun í desemberlok. Fjögur íbúðarbús voru reist og gerð fokheld.
Steyptir grunnar að þremur öðrum íbúðarhúsum. Tveimur húsum var breytt
°g þau stækkuð.
Verzlun. Hér starfa tvö samvinnufélög, sláturfélag og kaupfélag, sem eru
nndir stjóm sama manns, Jóns S. Baldurs. Kaupfélagið seldi aðfluttar vörur
arið 1954 fyrir um 7 milljónir króna, og 1955 fyrir um 9 millj. króna. Það
fók á móti tæpum 40 smál. af ull 1955. í ráði er að byggja verzlunarhús á
fæstunni, því mjög þrengir að starfsemi félagsins í gamla verzlunarhúsinu,
sem orðið er yfir 50 ára gamalt.
Sláturfélagið tók á móti til slátrunar árin 1954 og 1955 búfé sem hér segir:
1055: 24.754 sauðfjár, með 352.675 kg kjötþunga. 1954: 20.423 sauðfjár, með
277.230 kg kjötþunga. 1955: 770 hrossum. 1954: 639 hrossum.
Sauðfjáreign bænda fer nú ört vaxandi, eftir niðurskurðinn, sem fram-
kvæmdur var fyrir fáum árum.
Sláturfélagið á og rekur mjólkurbú. Tók það á móti 1.782.488 lítrum af
mjólk árið 1954, meðalfita 3.62%, og 2.037.304 lítrum árið 1955, meðalf. 3.63%.
67
5