Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 40
máttarvöld en við mennirnir. Um það verða áhugamenn og fram-
faramenn aldrei sakaðir. Vitanlega rætist ur þessu fyrr eða síðar,
cn hve iengi þarf að bíða veit enginn.
Annað stór\'irki, sem gert var á sama tímabili, er Mjólkurbúið
á Blönduósi. Hefur af því verið mjög mikilvæg umbót fyrir hér
aðið í heild og vandséð hve slæmar afleiðingar hefðu af orðið, cf
sú framkvæmd liefði dregizt eða farizt fyrir.
Þriðja verkunarstöðin er hraðfrystihúsið á Hólauesi, sem hefur
haft mikla þýðingu, en þó til muna minni en gera mátti ráð fyrir
vegna þess hve veiðibrestur í Húnaflóa hefur þjakað alla útgerð
á þessum slóðum um margra ára bii.
Þá hefur og Sláturhúsið og frystihúsið á Blönduósi verið stór-
lega stækkað og endurbætt og nokkur umbót cinnig gerð á frysti-
húsi Kaupfélags Skagstrendinga.
7. Skólar og fleira. Vandað barnaskólahús var byggt á Blöndu-
ósi, ásamt leikfimihúsi. Var sú framkvæmd gerð á hentugum
tíma, eins og fleiri umræddar framkvæmdir. Kvennaskóli Hún-
vetninga á Bíönduósi hefur líka verið að nokkru endurbyggður
og að öðru leyti bættur svo mikið, að hann er gagnólíkt hús við
það, er áður var, enda hefur starfsemi hans tekið miklum stakka-
skiptum til umbóta síðan endurbyggingin hófst. Við sundlaugina
á Reykjum hefur verið reist nýtt hús, og í Bólstaðarhlíðarhreppi
er mikið og dýrt félagsheimili og skólahús í byggingu.
8. Héraðshælið á Blönduósi er önnur stærsta og dýrasta fram-
kvæmd í héraðinu á þessu tímabili. Er það eitt vandaðasta sjúkra-
luis á landinu. Hefur sú framkvæmd gengið mjög giftusamlega,
og mun því nánar lýst í þessu riti.
9. Raforku framkvæmdir hafa orðið allverulegar á þessu tímabili
í héraði voru, en þó til muna minni samt, en flestir mundu kjósa,
svo mjög sem almenningur mænir vonaraugum eftir þægindum
raforkunnar. Rafstöðin við Laxá var í byrjun reist 1932 og ’33.
Fn síðan hefur hún verið mikið stækkuð og endurbætt. Þess vegna
hefur Blönduóskauptún og Höfðakaupstaður fengið nægilega raf-
orku og um 20 sveitabæir. Á síðasta sumri var svo lögð raforku-
lína til Hvammstanga og samtímis lína frá Sauðárkróksvirkjuninni
til Laxárvirkjunar. Er gert ráð fyrir að 14 sveitabæir í Austur-
Húnavatnssýslu fái rafmagn á leiðinni. Eru línurnar þegar lagðar,
þó eigi sé raforkan komin í samband heim á bæina.
Á þessu ári mun verða lagt rafmagn á 5 eða 6 bæi til viðbótar.
38