Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 60
um Króksbjarg. í Kálfshamarsvík, sem er utanvert við Króksbjarg, var um
skeið nokkurt útræði, og víkin löggilt sem verzlunarstaður. Nú er víkin að
mestu komin í eyði. Þó hefur Kaupfélag Skagstendinga þar vöruafhendingu
í smáum stíl.
Vegur er eftir endilöngum hreppnum, nær 40 km að lengd, hefur liaim
verið tekinn í þjóðvegatölu, og má teljast sæmilega akfært skammt út fyrir
Kálfshamarsvík; þar fyrir utan er aðeins fært bifreiðum, þegar vegir eru
þurrir.
Hreppsbúar stunda nú næstum eingöngu landbúnað, og eru búendur ná-
lægt 30. Á sumum jörðum er tvíbýli, en fimm jarðir munu vera í eyði auk
sjávarþorpsins í Kálfshamarsvík, en þar hafa flest hús verið rifin. Af því sem
þegar hefur verið sagt, má ráða, að fólki hefur allmjög fækkað hin síðari ár
í Skagahreppi eða réttara sagt á því svæði, sem hann nú nær yfir, því að árið
1939 varð hann fyrst sérstakur hreppur; áður var þetta hluti af Vindhælis-
hrcppi hinum forna, sem þá var skipt í þrjá hrcppa.
Víst má telja, að Skagahreppur sé heldur mögur sveit. Samt hygg ég, að
afkoma fólks geti talizt mjög sæmileg, þótt bú séu yfirleitt heldur smá.
Hlunnindi eru líka á nokkrum jörðum, svo sem fjörubeit og trjáreki. Þá er
og á þremur nyrztu jörðunum nokkurt æðarvarp, sérstaklega í Höfnum,
enda hcfur sú jörð jafnan vcrið álitin mcsta bújörð á Skaga.
í Skagahrcppi cru starfandi cftirtalin félög:
Málfundafélag Nesjamanna. Stofnað fyrir 50 árum, um það leyti, sem út-
gerð var helzt að blómgast í Kálfshamarsvík. Hefur félag þetta oft beitt sér
fyrir ýmsum umbótamálum fyrir byggðarlagið. Fljótlega byggði það sér lítið
timburhús í Kálfshamarsvík, sem notað hefur verið til fundarhalda og einnig
til barnakennslu á vctrum. Fyrir nokkrum árum var húsið stækkað allmikið
og cndurbætt, og hlaut þá styrk scm félagsheimili.
Lcstrarfélag Nesjamanna. Stofnað fyrir tilhlutun Málfundafélagsins fyrir
alllöngu, og í innhluta hreppsins er Lestrarfélagið Fróði.
Kvenfélagið Hekla. Var stofnað í Kálfshamarsvík fyrir allmörgum árum.
Auk þessara félaga er búnaðarfélag og líka verkamannafélag.
Að sjálfsögðu á félagsskapur erfiðara uppdráttar fyrir það, að fólk, sem
búsett var í Kálfshamarsvík, er því nær allt flutt burtu.
Þá vík ég að því helzta, sem gerzt hcfur hér á síðastliðuu ári:
Tíðarfar hefur verið fremur hagstætt á árinu; veturinn frá áramótum
mátti teljast betri cn í meðallagi; vorið gott, og urðu skepnuhöld ágæt. Sum-
arið var nokkuð skúrasamt; oft suðlæg átt. Grasspretta var í bczta lagi og
nýting sæmileg; þó heldur lakari í innhluta hreppsins, því þar gætti skúranna
af suðri meira. Ilaustið var óvenju milt fram að jólaföstu, en þá kólnaði og
gerði dálítinn snjó, þó ckki harða tíð; samt var talsvert hríðasamt, þegar leið
að jólum og setti niður mikinn snjó.
Hcilsufar mátti tcljast fremur gott; þó gcrði hcttusótt dálítið vart við sig
framan af vctri.
58