Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 33
aftur yfir söðulbogann og steyptist í ána. Hreif straumurinn hana
þegar og barst hún með iðukastinu og hvarf fram af fossinum
ofan í gljúfrið. Fólkið, er stóð á norðurbakkanum, horfði á þenn-
an voveiflega atburð og fékk ekki að gert. Kristjönu, er var með
barni, varð svo mikið um að hún hné í ómegin. Er hún raknaði
við og hafði náð sér nokkuð var
iagt í ána. Var riðið samsíða og
studdu þeir bændurnir Kristjönu í
söðlinum.
Hjörtur hélt áfram ferðinni og
tók með sér hest Helgu. Flann
liitti fólk frá Neðra-Lækjardal er
hann fór þar fram hjá. Það spurði
hverju það sætti að hann fór með
lausan söðulhest.
„Helga varð eftir,“ svaraði hann.
Daginn eftir bar að messa og
ferma í Höskuldsstaðakirkju. Fólk
sótti til kirkjunnar hvaðanæva úr
sókninni. Riðu ellefu saman af
neðri byggð Refasveitar og fóru
Laxá á neðra vaði í Stekkjar-
hvammi, nokkru ofar en hún rennur í sjó. í hvamminum rennur
áin í tveim kvíslum og er eyrarhólmi allmikill rnilli kvíslanna.
Sjatnað hafði í ánni um nóttina og var nú vatnslítil. Er fólkið
kom á hornið, þar sem vegurinn liggur ofan í hvamminn og að
ánni fór kliður um hópinn. Menn bentu og spurðu:
„Hvað liggur þarna uppi á eyraroddanum?“ Því gat enginn
svarað. Þeir fóru nokkrir að forvitnast um hvað vera mundi og
eru nafngreindir þrír bændur, Sveinn Kristófersson í Enni, Bjarni
F.inarsson á Blöndubakka og Sigvaldi Guðmundsson á Sölvabakka.
Þeir urðu þess skjótt vísari hvers kyns var. Þarna lá konulík, rekið
upp úr ánni. Lá hún þannig að hún hallaðist á herðar og þó heldur
á hlið, með handlegg undir hnakka, en reiðhatturinn, er festur
var með bandi undir kverk, hafði þokazt fram yfir andlitið og
skýldi því. Er þeir hagræddu líkinu kom í ljós að brennivíns-
fleygur var undir treyjubarminum. Var hann heill og fullur í
axlir. Bjarni á Blöndubakka fór höndum um glasið, tók úr vænan
teyg og mælti:
Mag?ríts Björnsson.
31