Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Síða 33

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Síða 33
aftur yfir söðulbogann og steyptist í ána. Hreif straumurinn hana þegar og barst hún með iðukastinu og hvarf fram af fossinum ofan í gljúfrið. Fólkið, er stóð á norðurbakkanum, horfði á þenn- an voveiflega atburð og fékk ekki að gert. Kristjönu, er var með barni, varð svo mikið um að hún hné í ómegin. Er hún raknaði við og hafði náð sér nokkuð var iagt í ána. Var riðið samsíða og studdu þeir bændurnir Kristjönu í söðlinum. Hjörtur hélt áfram ferðinni og tók með sér hest Helgu. Flann liitti fólk frá Neðra-Lækjardal er hann fór þar fram hjá. Það spurði hverju það sætti að hann fór með lausan söðulhest. „Helga varð eftir,“ svaraði hann. Daginn eftir bar að messa og ferma í Höskuldsstaðakirkju. Fólk sótti til kirkjunnar hvaðanæva úr sókninni. Riðu ellefu saman af neðri byggð Refasveitar og fóru Laxá á neðra vaði í Stekkjar- hvammi, nokkru ofar en hún rennur í sjó. í hvamminum rennur áin í tveim kvíslum og er eyrarhólmi allmikill rnilli kvíslanna. Sjatnað hafði í ánni um nóttina og var nú vatnslítil. Er fólkið kom á hornið, þar sem vegurinn liggur ofan í hvamminn og að ánni fór kliður um hópinn. Menn bentu og spurðu: „Hvað liggur þarna uppi á eyraroddanum?“ Því gat enginn svarað. Þeir fóru nokkrir að forvitnast um hvað vera mundi og eru nafngreindir þrír bændur, Sveinn Kristófersson í Enni, Bjarni F.inarsson á Blöndubakka og Sigvaldi Guðmundsson á Sölvabakka. Þeir urðu þess skjótt vísari hvers kyns var. Þarna lá konulík, rekið upp úr ánni. Lá hún þannig að hún hallaðist á herðar og þó heldur á hlið, með handlegg undir hnakka, en reiðhatturinn, er festur var með bandi undir kverk, hafði þokazt fram yfir andlitið og skýldi því. Er þeir hagræddu líkinu kom í ljós að brennivíns- fleygur var undir treyjubarminum. Var hann heill og fullur í axlir. Bjarni á Blöndubakka fór höndum um glasið, tók úr vænan teyg og mælti: Mag?ríts Björnsson. 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársritið Húnvetningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.