Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Blaðsíða 37
Faxaflóa og Breiðafirði, og jafnvel víðar kringum land. Þó hefur
oft verið góð síldveiði í Húnaflóa og fiskimið ágæt. Síðustu árin
hefur þetta þó brugðizt nokkuð undarlega. En væntanlega er það
stundar fyrirbæri.
Þetta sem hér er á minnzt er sagt til að sýna og sanna, að
okkar fagra og góða hérað, Húna-
vatnssýsla, hefur svo marga kosti
að bjóða, að þar á fólkinu að geta
liðið vel að öllu sjálfráðu. Svo
hefur og lengst af verið eftir því
sem um er að ræða í landi voru.
Hins vegar hefur þetta hérað, ekki
frekar en önnur okkar landbúnað-
arhéruð, sloppið við þann óheilla-
straum síðari áratuga, að fólkið
þaðan hefur flutt burtu í hina
stærri kaupstaði. Veldur því margt,
sem eigi verður hér rakið. Sumt
af því er sameiginlegt fyrir okkar
strjálbýli. Enn annað meira bund-
ið við tiltölulega fá héruð svo sem
Karakúlpestarfarganið, er fór mjög
illa með Húnavatnssýslu á tímabili, svo fjöldi ungra manna, karla
og kvenna flutti burt af þeim sökum.
Ég skal svo snúa máli mínu að því aðalefni þessarar greinar, að
rekja ofurlítið og í stórum dráttum helztu opinberar framkvæmd-
ir. sem gerðar hafa verið í Austur-Húnavatnssýslu sl. 22 ár. Ég
nefni það tímamark meðal annars vegna þess, að fyrir 22 árum
hófst bygging eins þýðingarmesta mannvirkis í héraðinu Skaga-
strandar-hafnarimwr. Hefði mátt ljúka því mannvirki fyrir 20—
30% af því, sem í það er komið ef lánstilboði, sem fáanlegt var,
hefði verið tekið í byrjun og verkinu lokið á 2—3 árum. En því
miður vantar mikið á, að þetta mannvirki sé klárt enn, þó í það
séu komnar 5—6 milljónir króna. Er það ærið dýrt og óhentugt,
að byggja slík mannvirki í smáum áföngum með löngu millibili.
Annað mannvirki svipaðrar tegundar hefur verið byggt og auk-
ið stórlega á umræddu tímabili, en það er Blönduósbryggjan. Er
hún nú orðin það mikil lendingarbót, að öll hin smærri strand-
ferðaskip geta Iagzt þar að til afgreiðslu. Þessi tvö mannvirki eru
3*
Jón Pálmason, nlþm.
35