Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Síða 60

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Síða 60
um Króksbjarg. í Kálfshamarsvík, sem er utanvert við Króksbjarg, var um skeið nokkurt útræði, og víkin löggilt sem verzlunarstaður. Nú er víkin að mestu komin í eyði. Þó hefur Kaupfélag Skagstendinga þar vöruafhendingu í smáum stíl. Vegur er eftir endilöngum hreppnum, nær 40 km að lengd, hefur liaim verið tekinn í þjóðvegatölu, og má teljast sæmilega akfært skammt út fyrir Kálfshamarsvík; þar fyrir utan er aðeins fært bifreiðum, þegar vegir eru þurrir. Hreppsbúar stunda nú næstum eingöngu landbúnað, og eru búendur ná- lægt 30. Á sumum jörðum er tvíbýli, en fimm jarðir munu vera í eyði auk sjávarþorpsins í Kálfshamarsvík, en þar hafa flest hús verið rifin. Af því sem þegar hefur verið sagt, má ráða, að fólki hefur allmjög fækkað hin síðari ár í Skagahreppi eða réttara sagt á því svæði, sem hann nú nær yfir, því að árið 1939 varð hann fyrst sérstakur hreppur; áður var þetta hluti af Vindhælis- hrcppi hinum forna, sem þá var skipt í þrjá hrcppa. Víst má telja, að Skagahreppur sé heldur mögur sveit. Samt hygg ég, að afkoma fólks geti talizt mjög sæmileg, þótt bú séu yfirleitt heldur smá. Hlunnindi eru líka á nokkrum jörðum, svo sem fjörubeit og trjáreki. Þá er og á þremur nyrztu jörðunum nokkurt æðarvarp, sérstaklega í Höfnum, enda hcfur sú jörð jafnan vcrið álitin mcsta bújörð á Skaga. í Skagahrcppi cru starfandi cftirtalin félög: Málfundafélag Nesjamanna. Stofnað fyrir 50 árum, um það leyti, sem út- gerð var helzt að blómgast í Kálfshamarsvík. Hefur félag þetta oft beitt sér fyrir ýmsum umbótamálum fyrir byggðarlagið. Fljótlega byggði það sér lítið timburhús í Kálfshamarsvík, sem notað hefur verið til fundarhalda og einnig til barnakennslu á vctrum. Fyrir nokkrum árum var húsið stækkað allmikið og cndurbætt, og hlaut þá styrk scm félagsheimili. Lcstrarfélag Nesjamanna. Stofnað fyrir tilhlutun Málfundafélagsins fyrir alllöngu, og í innhluta hreppsins er Lestrarfélagið Fróði. Kvenfélagið Hekla. Var stofnað í Kálfshamarsvík fyrir allmörgum árum. Auk þessara félaga er búnaðarfélag og líka verkamannafélag. Að sjálfsögðu á félagsskapur erfiðara uppdráttar fyrir það, að fólk, sem búsett var í Kálfshamarsvík, er því nær allt flutt burtu. Þá vík ég að því helzta, sem gerzt hcfur hér á síðastliðuu ári: Tíðarfar hefur verið fremur hagstætt á árinu; veturinn frá áramótum mátti teljast betri cn í meðallagi; vorið gott, og urðu skepnuhöld ágæt. Sum- arið var nokkuð skúrasamt; oft suðlæg átt. Grasspretta var í bczta lagi og nýting sæmileg; þó heldur lakari í innhluta hreppsins, því þar gætti skúranna af suðri meira. Ilaustið var óvenju milt fram að jólaföstu, en þá kólnaði og gerði dálítinn snjó, þó ckki harða tíð; samt var talsvert hríðasamt, þegar leið að jólum og setti niður mikinn snjó. Hcilsufar mátti tcljast fremur gott; þó gcrði hcttusótt dálítið vart við sig framan af vctri. 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársritið Húnvetningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.