Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1940, Side 41
41
BÚNAÐARSAMBÖND.
Á þessari öld hafa myndazt búnaðarsambönd. Þau eru bundin
við iandsfjórðunga eða sýslur. Búnaðarsamböndin hafa sem fé-
laga búnaðarfélög sveitanna og einstaklinga. Þessi eru búnaðar-
sambönd:
Ræktunarfélag Norðurlands, stofnað 1903. Það var fyrst félag
einstaklinga, en breyttist síðan í búnaðarsamband. Nú er því
skipað í þessar deildir:
Búnaðarsamband Þingeyinga, stofnað 1928.
Húnavatnssýslu — 1928.
Skagfirðinga — 1931.
Eyjafjarðar — 1932.
Önnur búnaðarsambönd eru þessi:
Búnaðarsamband Austurlands stofnað 1903.
Vestfjarða — 1907.
Suðurlands — 1909.
Borgarfjarðar — 1910.
Kjalarnesþings — 1912.
Dala- og Snæf. — 1914.
Búnaðarsamböndin vinna að búnaðarumbótum, hvert
svæði og njóta til þess styrks frá Búnaðarfélagi íslands.
BÚNAÐARFÉLÖG SVEITANNA.
Hið fyrsta þeirra var stofnað 1842. Það var í Svínavatns- og
Bólstaðarhlíðarhreppum. Nú eru búnaðarfélög í öllum hreppum
á landinu. Tala þeirra er (1938) 218, en jarðabótamenn 4817.
Aðalverkefni búnaðarfélaganna er að vinna að jarðabótum; þær
eru árlega mældar af trúnaðarmönnum sambandanna og hafa
áður verið metnar til dagsverka. Tala jarðabótadagsverka heíir
verið:
Árið 1892: 29000 dagsverk,
— 1900: 56000 ----
— 1936: 610000 ----
Á árunum 1892—1936 hafa búnaðarfélögin alls unnið að jarða-
bótum 9,6 millj. dagsverka.
ítarlegar skýrslur um jarðabætur búnaðarfélaganna, stofnár
þeirra, styrk, tölu félaga o. fl. er að finna í Aldarminningu
Búnaðarfélags íslands, II. bindi, bls. 186—207. Auk þeirra bún-