Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 1
RAGNARÁ
BESTU BÓK-
INA Í 50 ÁR
SNJÓBLINDA 14
HLJÓTA HÖNNUNAR-
VERÐLAUN ÍSLANDS
PLASTPLAN 68
RICHARLISON
HETJA BRAS-
ILÍUMANNA
HM Í KATAR 66
• Stofnað 1913 • 277. tölublað • 110. árgangur •
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
Sigraðu
innkaupin
25.–27. nóvember
Íslendingar freista þess að gera góð kaup á svörtudegi
Kaupglaðir íslendingar gera sig nú klára þar sem svörtu-
dagur, eða svartur föstudagur, er runninn upp. Það verður
margt ummanninn í verslunum landsins þar sem boðið
verður upp á fjölbreytt tilboð og munu viðskiptavinir
eflaust freista þess að gera góð kaup og jafnvel klára
jólagjafainnkaupin, áður en aðventan gengur í garð.» 6
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mun efla varnar-
búnað fangavarða
Jón Gunnars-
son dómsmála-
ráðherra segist
munu efla
varnarbúnað
fangavarða
á næstunni,
líkt og hann
hefur í hyggju
að gera fyrir
lögregluna.
Nefnir hann í
því samhengi högg- og hnífavesti
auk þess sem „vel komi til skoðun-
ar“ að veita fangavörðum aðgengi
að rafbyssum, svonefndum
Taser. Hafa bæði fangaverðir og
lögreglumenn óskað eftir þessum
sama varnarbúnaði.
Samhliða þessu verður þjálfun
aukin.» 2
Jón
Gunnarsson
Samninganefndir samflots Starfs-
greinasambandsfélaganna og versl-
unarmanna annars vegar og sam-
flots iðnaðar- og tæknifólks hins
vegar funduðu fram á kvöld ásamt
Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi
undir stjórn ríkissáttasemjara. Stóðu
fundahöld enn yfir þegar Morgun-
blaðið fór í prentun. Kjaraviðræður
hafa verið á viðkvæmu stigi eins og
fram hefur komið eftir vaxtahækkun
Seðlabankans í fyrradag.
Í gærmorgun fór fram fundur utan
dagskrár, þegar Katrín Jakobsdóttir
boðaði aðila vinnumarkaðarins á fund
í Stjórnarráðinu.
Samningsaðilar stefna fyrst og
fremst á skammtímasamning í erfiðri
stöðu eins og fram hefur komið. Til
stendur að fundað verði stíft á næst-
unni. Samkvæmt heimildum mbl.is
virðist tónninn í mönnum hafa verið
mildari í gær en í fyrradag, þegar
tilkynnt var um stýrivaxtahækkun
hjá Seðlabankanum. Samningsaðilar
ætla þó að gefa sér skamman tíma
til að reyna að ná samningum þótt
„himinn og haf sé á milli hækkana“
eins og einn verkalýðsforingi innan
SGS komst að orði.
lTónninnmildari í gærlForsætisráðherra boðaði til fundar í Stjórnarráðinu
lSkammtímasamningar inni í myndinnilFundað hjá ríkissáttasemjara fram eftir
Gefa sér skamman tíma
Kraftur kominn á ný ...» 4 og 40
Morgunblaðið/Eggert
Viðræður Tónninn var mildari í gær heldur en í fyrradag. Forsætisráð-
herra boðaði verkalýðsleiðtogana á sinn fund í Stjórnarráðinu í gær.