Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 30
FRÉTTIR Tækni og vísindi30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Hágæða fóður fyrir hunda og ketti 100% náttúlegar og ferskar afurðir Hátt hlutfall af próteini Bætir meltingu, liði og feld Bætir ofnæmiskerfið L i f and i v e r s lun fy r i r ö l l gæ ludýr Kauptúni 3, Garðabæ | Skeifan 9, Reykjavík | Sími 564 3364 | www.fisko.is | Opið virka daga 10-19, laugardag 10-18, sunnudag 12-18 100% NÁTTÚRULEGAR AFURÐIR 20% FERSKT KJÖT ..kíktu í heimsókn SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsso sgs@mbl.is Það ríkti mikil spenna á Canaver- al-höfða á miðvikudaginn fyrir viku, þegar Artemis I-leiðangurinn hóf þar för sína til tunglsins. Þegar hafði þurft að fresta geimskotinu í tvígang í ágúst og í september og voru því miklar vonir bundnar við að betur tækist til nú. Allt gekk að vonum, og SLS-eld- flaugin hóf sig til skýjanna undir miklum drunum, en flaugin er sögð sú stærsta og öflugasta, sem nokkurn tímann hefur verið byggð. SLS-kerfið eða Space Launch System á ensku, er enda 100 metra hátt, eða jafnhátt og 32-hæða hús, og flaugar þess mynda kraft upp á 39 meganjúton, sem er hið mesta sem mælst hefur. Nú, rúmri viku síðar, er Artemis I-leiðangurinn sagður vera á góðri áætlun, en geimfarið sjálft, sem kennt er við Orion, hefur nú flogið yfir tunglinu í um 100 kílómetra fjar- lægð og hafið siglingu sína á fjarlægri sporbraut um tunglið. Mun farið þar ferðast rangsælis í kringum tunglið miðað við snúning þess, og um leið mun það slá met Apollo-13 geimfarsins um lengstu vegalengd sem geimfar, semætlað er mönnum, hefur ferðast frá jörðunni, en áætlað er að Orion muni fara um 450.000 kílómetra frá jörðunni. Þá verður farið kallað af tunglbraut- inni og sent aftur heim á leið, en gert er ráð fyrir að það muni lenda í Kyrrahafinu hinn 11. desember næst- komandi. Grunnur að næstu ferðum Þó að einungis sé um mannlausa ferð að ræða er því ljóst að Artem- is I-leiðangurinn markar tímamót í geimferðasögumannkynsins. Aðaltil- gangur leiðangursins nú er að sanna að Orion-farið sé nægilega öruggt til þess að flytja menn til tunglsins, og það sem skiptir ekki síður máli, aftur til baka heim heilu og höldnu. Gangi allt að óskum í leiðangrin- um nú, má gera ráð fyrir að Artemis II-leiðangurinn leggi af stað einhvern tímann á árinu 2024, en þá verða geimfarar um borð, og ári síðar er stefnt að því að mannkynið stígi aftur fæti á tunglið, í fyrsta sinn frá því í desember 1972 þegar Apollo 17-leið- angurinn flutti síðustu tunglfarana þangað. Að þessu sinni stefnir Banda- ríkjastjórn að því að senda fyrstu konuna til tunglsins, sem og fyrsta tunglfarann sem ekki er af hvítum uppruna, en til þessa hafa allir sem stigið hafa fæti á tunglið verið hvítir karlmenn. Artemis-leiðangurinn til tunglsins er þó einungis fyrsta skrefið að risa- stóru stökki út í geiminn, þar sem Bandaríkjamenn hafa nú þegar ein- sett sér að senda menn til Mars fyrir árið 2033, en þó þykir líklegt að fresta þurfi þeim áformum um nokkur ár. Stefnt að varanlegri stöð En hvað kemur næst eftir að mann- kynið snýr aftur til tunglsins? Hvíta húsið og bandaríska geimferðastofn- unin NASA kynntu fyrr í þessari viku áform um að setja á fót varanlega bækistöð á tunglinu, sem jafnframt myndi aðstoðamannkynið við að nýta sér þær auðlindir sem þar er að finna. Stefna Bandaríkjamenn meðal annars að stórauknu rannsóknar- og vísindastarfi á tunglinu, auknu samstarfi við önnur geimferðaríki og að koma á fót samskiptaneti í geimn- um. Fengi NASA allt sitt frammætti jafnvel gera ráð fyrir að kjarnorkuver, eitt eða fleiri, yrði reist á tunglinu, auk þess sem námugröftur eftir sjaldgæfum steinefnum og málmum yrði settur á laggirnar á tunglinu. Vandinn við áætlunina er kannski helst sá, að ekki er víst að önnur geimferðaríki taki jafnvel í hana og Bandaríkjamenn myndu vilja. Sam- skipti Bandaríkjamanna við bæði Rússa og Kínverja eru ekki góð um þessar mundir vegna ástandsins á jörðu niðri, og fyrirsjáanlegt er að ríkin þrjú, sem og önnur geim- ferðaríki, muni jafnvel keppast um þær auðlindir sem hægt er að finna á tunglinu. Slíkt gæti aftur leitt til árekstra milli ríkjanna á jörðu niðri til viðbótar við þær deilur sem þau eiga nú þegar í. lArtemis I-leiðangurinn þykir hafa gengið mjög vellStærsta eldflaug sem byggð hefur veriðlUndir- búningur fyrir mannaðar tunglferðirlHáleitar hugmyndir NASA um framtíð mannkynsins á tunglinu Aftur stefnt að risastóru stökki AFP/NASA TV Bláa perlan Jörðin og tunglið sjást hér á þessari ljósmynd úr Orion-geimfarinu, sem flaug í vikunni um 100 kílómetrum fyrir ofan yfirborð tunglsins. Skotið á loft 16. nóvember 7 8 9 10 11 12 7 8 9 11 12 13 14 10 Geimskot Kennedy-geimferðamiðstöðin Losað frá Eldflaugar, hlífar, neyðarkerfi Farið af tunglbraut Orion heldur til baka Áhafnarklefi skilinn frá Komið inn í lofthjúp jarðar Lending í Kyrrahafi 10 örgervihnöttum sleppt á leiðinni Efra þrepið skilið frá Orion fer áleiðis til tunglsins Orion Efra þrep Efra þrepið fer á braut um sólu Flogið yfir tunglinu í um 100 km fjarlægð Sporbraut um tunglið Farið fer á braut um jörðina Sólarsellur Orion virkjaðar Artemis I Heimild: NASA Aðalvél skilin frá, aðskilnaður 1 2 3 4 5 6 13 14 3 4 5 6 2 1 Leið til tunglsins Ábraut um tunglið Heimferð Farið fer af braut um jörðu áleiðis til tunglsins n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.