Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 ✝ Guðfinna Steinunn Bjarney Sigurð- ardóttir fæddist í Rauðseyjum á Breiðafirði 10. apr- íl 1929. Hún lést í Reykjavík 12. nóv- ember 2022. For- eldrar hennar voru Sigurður Svein- björnsson, bóndi í Rauðseyjum og síð- ar í Efri-Langey, 20.12. 1894, 28.11. 1975, og kona hans Þor- björg Lilja Jóhannsdóttir, 21.10. 1903, d. 25.8. 1987. Systur Stein- unnar eru: Sveinbjörg Ólöf (Lóa), f. 1930, Jóhanna Björg, f. 1931, d. 1997, Kristjana Guðrún, f. 1933, og Elín Sóley, f. 1935, d. 2010. Steinunn giftist 31.12. 1954 Jóni Hjaltasyni, f. 27.5. 1924, d. 7.12. 2017. Foreldrar hans voru Hjalti Jónsson, hreppstjóri og bóndi í Hólum Hornafirði, f. 1884, d. 1971, og kona hans Anna Þórunn Vilborg Þorleifs- dóttir, f. 1893, d. 1971. Börn Steinunnar og Jóns eru: 1) Son- ur Jóns er Þorleifur, f. 14.5. 1948. Móðir hans var Klara Þor- leifsdóttir, f. 1926, d. 2011. Eig- inkona hans er Halldóra Andr- ésdóttir, f. 1952. Synir þeirra eru Andrés, f. 1985, og Hjalti, f. 1989. Eiginkona Andrésar er og Önnu Elínar Bjarkadóttur, f. 1958, eru Jón Hjalti, f. 1983, Þór Steinn, f. 1985, og Ásgeir, f. 1990. Eiginkona Ásgeirs er Vi- rág Percze, f. 1992. Þorbergur er kvæntur Helgu Skúladóttur, f. 1960. Dóttir hennar er Berg- laug Ásmundardóttir, f. 1981, gift Rebeccu M. Chambers, f. 1985. Steinunn lauk kennaraprófi 1951. Kenndi við Barna-, Gagn- fræða- og Iðnskólann í Vest- mannaeyjum 1951-1953. Lauk handavinnukennaranámi 1982 og prófi úr framhaldsdeild í handmenntum við KHÍ 1983. Sótti mörg námskeið í bókbandi við MHÍ 1974-1982 og batt inn fjölda bóka. Hafði frá unga aldri áhuga á hestum og var með hesta í Hólastóðinu í Hornafirði frá 1964 og svæði Gusts í Kópa- vogi frá 1977. Hún sat í stjórn hestamannafélagsins Gusts 1986-1988, og bar félagsstarfið mjög fyrir brjósti. Hún var hag- mælt og ritfær. Skrifaði m.a. um Hólahrossin og Þorberg Þor- leifsson í bókina Jódynur II og bjó til prentunar bókina Bjart er um Breiðafjörð eftir föður sinn. Útför verður frá Árbæj- arkirkju í Reykjavík í dag, 25. nóvember 2022, klukkan 13. Bænastund og moldun í Bjarna- neskirkju í Nesjum laugardag- inn 26. nóvember klukkan 11. Ása Bryndís Gunn- arsdóttir, f. 1986. Þau eiga þrjú börn. 2) Sonur Stein- unnar er Ómar Arnarson, f. 31.8. 1950. Faðir hans var Örn Gunn- arsson, f. 1920, d. 1996. Eiginkona Ómars var Gróa Elma Sigurð- ardóttir, f. 1953. Þau skildu. Synir þeirra eru Sig- urður Almar, f. 1975, og Örn Arnar, f. 1980. Kona Sigurðar Almars er Erla Ingvarsdóttir, f. 1981. Þau eiga tvö börn. Örn Arnar og Theresa Fridell eiga eina dóttur. 3) Guðbjörg Ósk, f. 26.12. 1952. Eiginmaður Her- mann Einarsson, f. 1942, d. 2019. Dætur þeirra eru Sigur- borg Pálína, f. 1972, og Stein- unn Ásta, f. 1975. Sambýlis- maður Sigurborgar er Guðmundur Páll Friðbertsson, f. 1974. Þau eiga tvo syni. Stein- unn Ásta og Halldór D. Sigurðs- son, f. 1971, eiga tvö börn og eitt barnabarn. Steinunn Ásta er gift Ágústi Inga Jónssyni, f. 1973. Þau eiga tvo syni. Ágúst Ingi átti fyrir tvö börn. 4) Anna Lilja, f. 16.2. 1954. Eiginmaður hennar er Brynjólfur Garð- arsson, f. 1955. 5) Þorbergur Hjalti, f. 20.6. 1959. Synir hans Þegar þau gengu í gripahúsin, afi, móðir mín og systur hennar, kastaði hann fram frumortum vísuparti. Að afloknum gegning- um voru þær krafðar um botninn. Þannig smaug ljóðlistin í til- veruna. Allt varð henni að ljóði svo út af flaut. Frumburðinn skírði hún í höfuðið á persneska fornskáldinu Omar Kajam sem orti Rubajat. Hún sagði að ljóð gætu verið margs konar en þau yrðu að syngja. Á hverju hausti fóru þau sam- an í berjaferð, Aðalheiður, Sig- urður föðurbróðir, pabbi, mamma og fleiri, kölluðu sig hjassið. Gamanyrðin flugu, þeir bræður roðnuðu af hlátri og hvert orð varð þeim mömmu og Öllu að kvæði. Snemma morguns í lemjandi stórrigningu og lág- skýjuðu veðri leit Siggi út og sagði að sér sýndist verða sólskin í dag. Þá orti mamma að bragði: Gengur tæpast gleðin hjá gæfa situr bekki þegar menn til sólar sjá þó sólin skíni ekki. Við Helga settumst í eldhúsið hjá mömmu nýkomin úr reisu. Við sögðum Ítali spengilega en mörinn safnast á kroppana eftir því sem norðar kæmi í álfuna og mest á okkar lötu ístrubelgja- þjóð. Bros færðist yfir andlit móður minnar, hún greip orðið á lofti og mælti fram: Hér á landi horfin er hugsjónanna glóðin því að dáðlaus orðin er ístrubelgjaþjóðin. Það er margs að sakna en mest staðfasta, ljúfa, hlýja og vitra snillingsins sem lagði öllum gott til og sumt í ljóðum. Þorbergur Hjalti Jónsson. Á bernskuheimili Steinunnar voru föðurmóðir hennar og tvær afasystur, önnur með fatlaða stjúpdóttur, auk foreldra hennar og systra. Sigurður bætti hús og ræktun og kom upp æðarvarpi en þá vildi jarðeigandi hærra af- gjald. Hann kom og hótaði Sig- urði í áheyrn barnanna: „Þú skalt athuga að við erum þrír en þú einn.“ Ekki kom til áfloga en þeg- ar Efri-Langey losnaði keyptu hjónin hana. Þangað fluttu einnig foreldrar Lilju. Eldri systurnar fylgdu föður sínum snemma við gegningar, heyskap í úteyjum, róðra og hvaðeina. Steinunn minntist hey- flutninga úr Kiðey, faðir hennar stýrði vélbátnum, með Austra í slefi en hún stóð í skuti, aftan við heybaggana og stýrði eftir bend- ingum föður síns. Hann sagði oft við dætur sínar: „Breiðfirðingar gefast aldrei upp á þurru landi.“ Eftir sundnámskeið syntu syst- urnar eins og selir í sjónum. Steinunn mundi þegar féð kom mæðiveikt úr sumarhögum. Hún mundi þegar aðkomumenn eyddu fiskimiðunum. Hún mundi þegar refaskinnin mygluðu hjá umboðs- sala. Steinunn fór 16 ára til Reykja- víkur í atvinnuleit og vann í mjólkurbúð. Hún fór í Kennara- skólann því launin voru þau sömu fyrir konur og karla. Hún náði inntökuprófi þrátt fyrir lítinn undirbúning í stopulum farskóla. Ómar fæddist fyrir lokaveturinn en hún lauk námi því frú Sigríður Björnsdóttir kona Bjarna Bene- diktssonar ráðherra annaðist drenginn. Stórmennsku hennar og vinarbragði gleymdi Steinunn aldrei. Steinunn fékk stöðu í Eyjum en barnaheimilið var fyrir fisk- verkakonur. Hún varð að skilja Ómar eftir hjá foreldrum sínum. Hún kynntist Jóni og þau hófu búskap, en hún mátti hætta kennslu þegar börnin fæddust. Oft var þó leitað til hennar í for- föllum. Steinunn hafði mikinn áhuga á bókmenntum, janúar var hennar lestrarmánuður og hvíld eftir jólaannríkið. Sigríði Jónsdóttur, einstæð- ingi á níræðisaldri, buðu hjónin til sín. Hún varð fljótt ein af fjöl- skyldunni. Eftir gos neitaði Sigga gamla að fara aftur til Eyja, vildi ekki liggja á glóðum. Steinunn annaðist hana á heimili sínu þar til hún lést, nærri 103 ára. Jón og Steinunn voru í Eyjum í gosinu, hann á símanum en hún í eldhúsinu í Barnaskólanum. Eyjamenn máttu ekki fara heim, en blaðamenn og sjálfboðaliðar streymdu þangað. Fljótlega var hún beðin að sækja ýmislegt og senda eigendum. Hún pakkaði mörgum búslóðum og bar á vöru- bíla. Hún var ein þeirra sem fengu gaseitrun og bjó lengi við afleiðingarnar. Eftir gos keyptu þau íbúð á Háaleitisbraut og gerðu upp hús- ið í Eyjum. Steinunn bætti við sig menntun, sinnti áhugamálum og fjölskyldu. Hún fór í leikhús, á málverkasýningar, í gönguferðir, stundaði garðrækt, hesta- mennsku og auðvitað lestur. Steinunn var raungóð og traust. Hún var orðvör og brást ekki trúnaði þeirra sem leituðu til hennar. Hún kvartaði aldrei í mín eyru en aðspurð lýsti hún atvik- um með hlutlausum orðum. Fjöl- skyldunni var hún umhyggjusöm og kærleiksrík. Þegar Jón gerð- ist ellimóður stóð hún sem klett- ur við hlið hans. Hún var kímin og átti auðvelt með að semja snið- ugar vísur. Blessuð sé minning Steinunn- ar tengdamóður minnar. Helga Skúladóttir. Elsku amma mín. Ég er þakklát fyrir að þú varst amma mín og vinkona. Þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér og endalaust þakklát fyrir öll árin sem við fengum með þér. Ég var svo ótrúlega lánsöm að fá að búa hjá þér og afa í fjögur ár og eignast í raun aukasett af for- eldrum. Þú talaðir um mig sem hreiðurbaggann þinn og afi sagði alltaf „móðir þín“ og hló sínum dillandi hlátri þegar hann talaði um þig við mig. Amma og afi héldu tvö heimili eftir gos, amma í Reykjavík og afi í Vestmannaeyjum. Við amma vorum því einar frá þriðjudegi til laugardags en þá kom afi og var með okkur um helgina. Amma og ég vorum þó ekki oft einar því heimili þeirra var opið öllum og það leið varla sá dagur að það væri ekki einhver ættingi eða vin- ur í kaffi, kvöldmat eða gistingu. Minningarnar eru margar um að sitja við eldhúsborðið og spjalla við þig á meðan þú varst að elda og í raun læra af þér án þess að átta mig á því. Þú varst alltaf tilbúin að elda/búa til mat sem mér líkaði (en ekki endilega þér), þú meira að segja gekkst svo langt að búa til slátur fyrir mig, án þess að setja mör í, sem betur fer hafðir þú vit á að búa bara til einn kepp. Það var alltaf hægt að leita til þín og þú tilbúin bæði nótt og dag að aðstoða, alveg sama hvað. Snjóstormur um miðja nótt, allt ófært og við vinirnir að koma af balli á Hótel Íslandi. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að ganga heim til ömmu og leita skjóls hjá henni. Auðvitað var amma fljót að redda því, búa um okkur og morgunmatur daginn eftir. Svo lýsandi fyrir þessa góðu konu. Gestrisin með eindæmum, úr- ræðagóð og alltaf tilbúin að að- stoða. Takk fyrir allt, elsku amma. Þín Sigurborg. Guðfinna Steinunn Bjarney Sigurðardóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Elsku pabbi minn, afi og tengdafaðir, ÓTTAR SKJÓLDAL frá Enni, Unadal, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki þriðjudaginn 15. nóvember. Útförin fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn 26. nóvember klukkan 14. Streymt verður frá jarðarförinni: https://www.youtube.com/watch?v=NOWMKqva1A8. Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat. Hrefna Auður Ragna og Þorbjörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KOLBRÚN ÚLFARSDÓTTIR, Fálkahöfða 2, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 11. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Matthías Árni M. Guðmundsson Aðalheiður D. M. Matthíasd. Halldór Jón Gunnarsson Guðmundur R. Matthíasson Rakel Rut Guðmundsdóttir Pétur Berg Matthíasson Sóley Dröfn Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KLARA STYRKÁRSDÓTTIR frá Tungu í Hörðudal, Dalasýslu, lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 16. nóvember. Birna Kristín Baldursdóttir Bergur M. Jónsson Susan Anna Wilson Ingibjörg Þorvaldsdóttir Natan Smári, Baltasar Smári, Þorvaldur Smári Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG BERNHÖFT, lést á Hrafnistu við Sléttuveg föstudaginn 18. nóvember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1. desember klukkan 13. Ólafur Þór Jónsson Þórey Björk Þorsteinsdóttir Þórður Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir, barnsfaðir, stjúpfaðir, stjúptengdafaðir og stjúpafi, HARALDUR SIGÞÓRSSON umferðarverkfræðingur, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 21. nóvember. Útför verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 14. desember klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á SEM samtökin. Sigþór Haraldsson Esther Hlíðar Jensen Inga M. Hlíðar Thorsteinson Egill Þór Jónsson Aron Trausti Egilsson Sigurdís Egilsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.