Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 61
minnist orða hennar: „Lífið líð-
ur hratt er það er gaman, ég
er orðin þetta gömul og mér
finnst lífið hafa liðið hratt!“
Mig grunaði að tími hennar
væri kominn. Amma var tilbú-
in að kveðja, komin á spítala
og heilsan ekki upp á hið
besta.
Ég var svo lánsamur að fá
að kynnast ömmu minni afar
vel, fékk að njóta nærveru
hennar, hlýju og jákvæðni.
Sem lítill drengur var ég tíður
gestur, ekki bara á heimili
þeirra afa í Efstasundi, heldur
einnig í vinnu hennar þar sem
hún sat í kjallara Borgarbóka-
safnsins og gerði við bækur
og/eða plastaði nýjar bækur af
mikilli kostgæfni. Alltaf var
sami fallegi ljóminn yfir elsku
ömmu. Þau voru ófá skiptin er
afi kom að sækja mig á æfingu
og amma sat aftur í, jú því hún
hugsaði alltaf fyrst og fremst
um aðra. Og þótti henni ekkert
annað koma til greina, en að
ég sæti frammi í. Svona var
amma mín.
Amma Sirrí var hjartahlý,
falleg og góð manneskja og
eftir sitja margar jákvæðar
minningar og falleg sýn á lífið
sem við hin megum vel tileinka
okkur með anda hennar og
umhyggju að leiðarljósi.
Þinn
Gunnar Már.
Síðasta Íslandsferð Lindu
var í júní síðastliðnum og við
hollsysturnar áttum saman
ánægjustundir. Ekki datt okk-
ur í hug þá, að rúmum þremur
mánuðum seinna væri hún öll.
Linda var einstök, hafði
hlýja og góða nærveru, henni
var mjög annt un útlit sitt. Hún
var vel gefin og bókhneigð og
hafði sérstaka ánægju af að
lesa íslenskar bækur. Hún var
afskaplega gjafmild, kom alltaf
færandi hendi til Íslands.
Ég sakna Lindu þó að sam-
verustundir hafi ekki verið
margar um árabil.
Elsku Letta Björk, Carlota,
Björk, Karl og Víðir, við Hörð-
ur vottum ykkur og fjölskyld-
um ykkar einlæga samúð.
Jóna Margrét
Kristjánsdóttir.
Glaðlynd, brosmild, fé-
lagslynd, en um sumt hófstillt
og hógvær. Það stafaði af henni
umhyggja í garð samferðafólks
– hún vildi öllum gott og vakti
yfir velferð fjölskyldu og vina.
Hún Linda Finnbogadóttir
gekk á vit forfeðra og –mæðra
sinna 5. október síðastliðinn;
sumpart hvíldinni fegin eftir
langvarandi heilsuleysi, en
samt svo lífsglöð og virk fram á
síðasta dag. Hún bjó stærstan
hluta sinna fullorðinsára í Los
Angeles í Bandaríkjunum, en
elskaði Ísland og allt sem ís-
lenskt var heilshugar og með
sterkri tilfinningu.
Hún Linda var litla systir
Karls Finnbogasonar, tengda-
föður míns, og var samband
þeirra og annarra systkina ein-
stakt í alla staði – elskan algjör
og takmarkalaus. Ég kynntist
því þessu góða fólki vel í gegn-
um tíðina og bast því sterkum
vinaböndum.
Það var og er gott að vera
hluti af þessari góðu og sam-
heldnu fjölskyldu, þar sem vin-
átta, kærleikur og hjálpsemi
var í öndvegi. Og ekki síst þeg-
ar Linda var mætt til leiks í
heimsókn frá Bandaríkjunum
og lífgaði og lýsti upp góðar
stundir.
Ég þakka fyrir góða samferð
og vináttu og bið eftirlifandi
dætrum, Lettu Björk og Car-
lotu Björk, og barnabörnum
Lindu Guðs blessunar. Guð gefi
látnum ró og þeim líkn sem lifa.
Blessuð sé minning góðrar
konu, Lindu Finnbogadóttur.
Guðmundur Árni
Stefánsson.
MINNINGAR 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
✝
Edward Magni
Scott fæddist í
Reykjavík 5. nóv-
ember 1943. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
urlands, Akranesi,
18. nóvember 2022.
Foreldrar hans
voru Guðrún Jó-
hannesdóttir, f.
1924, d. 2018, og
Troy Edward Scott,
f. 1922, d. 1987.
Fósturforeldrar hans voru
Ásgerður Þórey Gísladóttir, f.
1924, d. 1990, og Eiríkur Guð-
mundsson, f. 1920, d. 1960.
Hann ólst upp hjá þeim frá
þriggja ára aldri en fór síðan
nokkrum árum seinna til móð-
urafa síns Jóhannesar Jóns-
sonar, f. 1889, d. 1982.
in sex. 3) Eyþór Atli, f. 23.6.
1966, giftur Svanhildi Lýð-
sdóttur, f. 10.9. 1966, og eru
börnin fjögur. 4) Gunnar Jó-
hannes, f. 8.4. 1976, í sambúð
með Pálínu Guðmundsdóttur,
f. 28.7. 1978, og eru börnin
fjögur. 5) Lindberg Már, f.
25.5. 1982. Langafabörnin eru
tuttugu og þrjú.
Edward ólst upp á Fögru-
brekku í Súðavík og gekk
hann í Barnaskóla Súðavíkur.
Hann byrjaði að vinna ungur
og vann við beitningu, til sjós,
hjá Vegagerðinni og við fisk-
vinnslu. Um tíma átti hann
ásamt öðrum gröfufyrirtækið
Kögri sf. Hann var í ýmsum
nefndum hjá Súðavíkurhrepp
er hann bjó þar.
Árið 1986 fluttu þau til
Akraness og hafa búið þar síð-
an. Á Akranesi vann hann við
beitningu og í fiskvinnslu.
Útför Edwards Magna fer
fram frá Akraneskirkju í dag,
25. nóvember 2022, kl. 13.
Athöfn verður streymt á vef
Akraneskirkju.
Systkin hans
sammæðra eru
Lucille, f. 1950,
Barbara, f. 1952,
David, f. 1962,
og Kay, f. 1963.
Þann 30. októ-
ber 1965 giftist
hann Jónínu Sig-
fríði Karvels-
dóttur, f. 23.7.
1943. Foreldrar
hennar voru
Halldóra S.G. Veturliðadóttir
og Karvel Lindberg Olgeirs-
son.
Börn Edwards og Jónínu
eru fimm: 1) Eiríkur Valgeir,
f. 30.3. 1964, giftur Wendy
Scott, f. 8.10. 1971, og eru
börnin sex. 2) Dóra Björk, f.
23.3. 1965, gift Lárusi Hjalte-
sted, f. 2.4. 1959, og eru börn-
Nú er komið að því að kveðja
elsku pabba en það var erfitt að
vera ekki á staðnum þegar
hann fór.
Pabbi var staðfastur maður
og vildi allt fyrir mig og mína
gera. Hann var glaðlyndur, fé-
lagslyndur, hreinskiptinn,
þrjóskur, elskaði að hlusta á
harmonikkuspil, rokk og kántrí
en hans uppáhaldstónlistarmað-
ur var Fats Domino og fengum
við oft að hlusta á hann.
Hann þekktist á hlátrinum
því það fór ekki framhjá nein-
um er hann hló.
Hann var mikill fjörkálfur á
yngri árum og hefur sennilega
ekki verið auðveldasti dreng-
urinn. Hann ólst upp hjá fóstur-
foreldrum sínum, sem hann
kallaði alltaf foreldra sína, frá
þriggja ára aldri í ca. fjögur ár
en þá fór hann til móðurafa síns
vegna veikinda hjá fósturfor-
eldrum og bjó hjá honum á
Fögrubrekku í Súðavík.
Fyrir sautján ára aldurinn
eignaðist hann jeppa og keyrði
hann bílinn þó að ekki væru
komin réttindi til þess. Voru
þeir ansi lunknir vinirnir að
skipta um sæti á ferð ef yf-
irvaldið nálgaðist þá.
Mamma og pabbi giftu sig
eftir að tvö börn voru komin og
mánuðir á milli barnanna voru
ellefu og þrjár vikur. Mjög
hentugt upp á afmæli að gera.
Hann naut þess að dansa og
þá var tjúttað með mömmu og
virkilega gaman að fylgjast með
þeim því þau kunnu það.
Aldrei mátti sjást drullu-
blettur á bílum sem hann átti
en ef svo var, þá var tuskan
tekin upp og bónið.
Pabbi og mamma fluttu á
Akranes árið 1986 og byrjuðu
að ferðast um landið þá. Þau
nutu þess að fara til Súðavíkur
á hverju sumri og eignuðust
síðan Fögrubrekku í Súðavík
eftir 2000 og voru með hjól-
hýsið sitt þar.
Hann sagði alltaf að enginn
staður á jörðinni væri eins veð-
ursæll á sumrin og Súðavíkin,
var paradísin hans.
Hann naut þess að spila og
kenndi barnabörnum og barna-
barnabörnum ólsen-ólsen og
vann hann alltaf. Vangaveltur
voru um hvort hann hefði ekki
bara svindlað því hann þoldi
ekki að tapa.
Pabbi elskaði súkkulaði og
var ekkert endilega að bjóða
með sér en hann tók samt
grænu molana úr Mackintosh-
dósinni og hélt til haga fyrir
Loga Mar.
Pabbi var alltaf heilsuhraust-
ur en á síðustu árum fóru að
koma fram kvillar sem hann var
ekki alveg sáttur við og heftu
hann við að gera marga hluti
sem hann hafði yndi af.
Fyrir viku fór hann til læknis
til að endurnýja ökuskírteini
sitt og svaf hann lítið nóttina
fyrir, því hann var svo hræddur
um að fá ekki endurnýjun. En
hann stóðst prófið og var eins
og hann hefði unnið stærsta
lottóvinning sögunnar er hann
fór út með bráðabirgðaökuskír-
teini sitt.
Pabbi fór eins og hann hefði
viljað skilja við, það er engin
sjúkrahúslega.
Hvíl í friði, elsku pabbi minn,
og sjáumst seinna í Blóma-
brekkunni.
Elska þig og sakna þín óend-
anlega.
Þín dóttir,
Dóra Björk.
Elsku pabbi.
Nú ertu farinn yfir í sum-
arlandið og bar það fljótt að,
sem var í takt við þinn karakter
því allt sem þú gerðir eða þurft-
ir að gera varð að vinnast hratt.
Þegar ég lít til baka streyma
minningarnar fram, í æsku
varstu duglegur að spila við
mig og kenndir mér t.d. mann-
ganginn í skák. Í skákinni
þurftir þú aldrei hrókana og
gafst mér þá í forgjöf eins og
þú sagðir. Til að byrja með
vannst þú oftast í spilum og oft
var ég ekki viss hvort þú hefðir
svindlað enda varstu svolítið
stríðinn en með tímanum
breyttust spilin og ég fór að
vinna þig.
Þegar ég var um 12 ára aldur
starfaðir þú sem verkstjóri á
Langeyri við Álftafjörð og
baðst mig um að koma að vinna
hjá þér. Þar átti ég að taka fisk
frá flatningsvélinni og dýfa í
kar fullt af vatni, skola fiskinn
vel og setja svo upp á borð eða í
hjólbörur. Ég man hvað ég var
upp með mér með þessa vinnu
sem var mín fyrsta en komst
svo seinna meir að því að þetta
væri kallað að vera í apavatn-
inu. Síðar áttum við saman
plastbát þar sem við lékum
okkur meðal annars við að
dorga saman á tveimur hand-
færarúllum.
Um 1990 keyptuð þið
mamma ykkur hjólhýsi í Galt-
arholti sem þið áttuð í mörg ár
og komum við Svanhildur
ásamt börnunum oft þangað.
Þar áttum við margar góðar
stundir saman, bæði inni að
spila og úti að leika. Um versl-
unarmannahelgi voru oft varð-
eldar og gat orðið mikið fjör.
Þú varst mikill bílaáhuga-
maður og ræddum við mikið
saman um bíla. Mig grunar að
þú hafir verið mikill Ford-mað-
ur. Þú hafðir gaman af því að
kíkja á rúntinn og lagðir mikið
upp úr því að bílarnir þínir
væru hreinir og fínir. Þið
mamma deilduð ýmsum áhuga-
málum saman svo sem að
hlusta á tónlist, dansa og
ferðast innanlands á húsbílnum,
helst um Snæfellsnes og Vest-
firði. Eftir að þið eignuðust aft-
ur jörðina, Fögrubrekku í
Súðavík, þá voruð þið mikið þar
á sumrin með hjólhýsið og leið
ykkur mjög vel þar. Það verður
ekki annað sagt en að þú,
pabbi, hafir verið mikill Vest-
firðingur í þér því að alltaf þeg-
ar talið barst að Vestfjörðum
fylgdist þú vel með, þá sér í lagi
frá Súðavík.
Ég ætla ekki að hafa þetta
lengra, bestu kveðjur, elsku
pabbi, í sumarlandið.
Þinn sonur,
Eyþór Atli.
Það eru ótal minningar sem
koma upp í kollinn á þessari
stundu.
Þér fannst alltaf svo gaman
að spila og man ég eftir mörg-
um stundum þar sem við sátum
saman og spiluðum ólsen-ólsen
og alltaf „sigraðir“ þú. Stund-
irnar þar sem við sátum saman
að hlusta á „afatónlist“, þú
naust þess alltaf að hlusta á
tónlist og varst alltaf minn
helsti stuðningsaðili þegar kom
að söngnum. Mér fannst jafn
gaman að syngja fyrir þig eins
og þér fannst að hlusta.
Þú varst alltaf svo hress og
hafðir húmor fyrir öllu, það var
alltaf gaman að borða með þér
vínarbrauð þar sem þú reyndir
að eigna þér þau flest en ég
hélt nú ekki. Þessu gátum við
hlegið að í hvert sinn sem við
borðuðum vínarbrauð saman.
Ég mun sakna þess að heyra
hláturinn þinn, elsku afi.
Ég naut þess alltaf þegar ég
sat á móti ykkur ömmu hinum
megin við matarborðið og hlust-
aði á ykkur rifja upp gamla
tíma, þið munduð ótrúlegustu
hluti og ef annað ykkar mundi
það ekki þá var hitt með það á
hreinu.
Ég mun sjá til þess að halda
áfram að spila ólsen-ólsen við
strákana mína, hlusta á afatón-
list, syngja og halda minning-
unni þinni á lofti, því hún er
dýrmæt.
Elsku besti afi minn, ég ylja
mér með hlýjum minningum og
hugsa hlýtt til þín.
Ég sé þig seinna, sofðu rótt.
Í sumarlandið kominn er,
í Fögrubrekku situr.
Horfir yfir fjörðinn fagra
í fallegum regnbogans litum.
Þín
Ína.
Elsku afi.
Þegar við lítum til baka og
hugsum um þig, þá fyllumst við
gleði í hjarta. Þú varst stór kar-
akter og barst alltaf velferð
fólksins þíns fyrir brjósti og
hafðir alltaf tíma fyrir okkur.
Upp í hugann koma minningar
úr æsku frá tímum okkar sam-
an í hjólhýsinu hjá ykkur ömmu
en þar þótti okkur gott að vera.
Þar var teiknað, leikið og spilað
þó svo við værum ekki alltaf
sammála um hvort þú hefðir
spilað heiðarlega enda vannstu
óvenju oft.
Við minnumst þín sem mikils
gleðigjafa með bros á vör sem
gat alltaf komið okkur til að
hlæja. Þú hafðir margar
skemmtilegar sögur að segja og
varst heiðarlegur í frásögn.
Nú ertu kominn á þinn uppá-
haldsstað, Costa Del Súðavík,
þar sem er alltaf bongóblíða
eins og þú hafðir svo oft orð á.
Þú skilur eftir skarð í hugum
og hjörtum okkar sem ekki
verður fyllt en við þökkum fyrir
margar ógleymanlegar minn-
ingar. Þær ylja um ókomna tíð
og erum við þakklátar fyrir að
hafa átt þig sem afa.
Guðbjörg Ása og
Karen Sif.
Edward Magni
Scott
✝
Guðrún Hafliða-
dóttir fæddist á
Patreksfirði 16. nóv-
ember 1960. Hún
lést þann 31. október
2022 í Fredericia í
Danmörku.
Foreldrar hennar
voru þau hjónin Haf-
liði Ottósson frá Ísa-
firði, f. 3. mars 1925,
d. 3. júní 2007, og
Valgerður Albína
Samsonardóttir frá Þingeyri, f.
20. febrúar 1930, d. 31. mars
2003.
Guðrún var
fimmta barnið í
sjö systkina hópi,
en systkini henn-
ar eru: Ragnar
fæddur 1949,
Rafn fæddur
1951, Torfey
fædd 1953, Ottó
fæddur 1956, Ari
fæddur 1965 og
Róbert fæddur
1970 og er frá
þeim systkinum kominn mikill
og stór ættbogi.
Guðrún flutti til Reykjavíkur
fjögurra ára gömul, þar bjó
hún á heimavistinni átta mán-
uði í senn. Eftir útskrift úr
Heyrnleysingjaskólanum lagði
hún stund á hárgreiðslu í Iðn-
skólanum í Reykjavík og út-
skrifaðist þaðan sem hár-
greiðslukona eins og það var
kallað á þeim tíma. Síðar lærði
hún hjá Rafni bróður sínum í
bakaríinu á Patreksfirði og út-
skrifaðist hún úr Iðnskólanum
sem bakari nokkrum árum eftir
hárgreiðsluna. Vann Guðrún
við bakstur í nokkur ár áður en
hún hóf störf á sambýlinu
Lækjarási. Guðrún bjó síðustu
átta árin í Fredericia í Dan-
mörku.
Minningarathöfn um Guð-
rúnu verður í Bústaðarkirkju í
dag, 25. nóvember 2022, og
hefst athöfnin kl. 13.
Elsku Guðrún mín er farin til
sumarlandsins eftir stutta bar-
áttu við illvíg veikindi. Það er
svo ótrúlega skrýtið að þú sért
farin og sért ekki lengur á með-
al vor. Þú gistir oft hjá mér um
helgar þegar þú varst á heima-
vistinni. Við fórum alltaf eitt-
hvað út og gerðum margt
skemmtilegt. Við fórum meira
að segja í heimsreisu sem var
alveg meiriháttar. Þegar ég tal-
aði um að fara til Nýja-Sjálands
vegna brúðkaupsveislu á sama
tíma og Ólympíumót heyrnar-
lausra fór fram í Christchurch á
Nýja-Sjálandi spurðir þú hvort
þú mættir koma með. Já auðvit-
að, en ég vildi spyrja vinkonu
mína á Nýja-Sjálandi hvort þú
mættir koma með og hún sagði
já. Þá varð Guðrún rosalega
glöð. Fyrst fórum við til Lond-
on, síðan Washington D.C. þar
sem við dvöldum nærri mánuð
hjá vini mínum sem ég kynntist
þegar ég var nemi þar. Svo fór-
um við til Los Angeles og vor-
um í tíu daga hjá vini mínum.
Síðan héldum við áfram til
Honolulu á Havaí. Svo héldum
við áfram til Nýja-Sjálands. Við
fengum vinnu í stuttan tíma og
ferðuðumst mikið, bæði um
norður- og suðureyju og skoð-
uðum margt með vini mínum.
Við lentum í fullt af ævintýrum
og skoðuðum svo margt, það
var geggjað. Við vorum þar í
tæpt hálft ár. Við keyptum reið-
hól og hjóluðum út um allt. Við
skemmtum okkur konunglega
þar og gerðum svo margt. Við
eignuðumst líka fullt af vinum
þar. Þaðan fórum við til Perth
og svo til Singapúr. Við skoð-
uðum margt þar og fórum
áfram til Malasíu, þar var mjög
ódýrt og margt að sjá. Síðan
héldum við áfram til Barein og
þaðan til Englands. Við ferð-
uðumst um England og skoð-
uðum margt þar. Upplifðum
mörg ævintýri. Svo flugum við
aftur heim til Íslands. Stuttu
eftir þetta flutti ég til Svíþjóð-
ar. Guðrún kom nokkrum sinn-
um í heimsókn og Árný með
henni. Við gerðum margt
skemmtilegt eins og vanalega.
Guðrún var alltaf svo brosmild
og sagði alltaf já, var alltaf til í
að hjálpa öðrum, hugsaði um
annað fólk og athugaði hvernig
það hafði það. Hún var líka svo
mikill stríðnispúki og prakkari.
Hún átti stóra fjölskyldu sem
hún talaði oft um. Ég færi fjöl-
skyldu hennar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku Guðrún
mín.
Svava, Andri Ómar
og Aldís Lóa.
Guðrún
Hafliðadóttir
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur ástúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs föður míns, sonar,
bróður, mágs, vinar og fósturföður,
HJÁLMTÝS SÆMUNDAR
HALLDÓRSSONAR,
plötu- og ketilsmiðs,
sem lést 29. október.
Kári Sæmundsson
Guðný Hjartardóttir
Kristín Halldórsdóttir Haukur Sigurðsson
Guðni Halldórsson Hildur Mikaelsdóttir
Pétur Haraldsson
Henný Gestsdóttir
Jóhann Sigurðarson