Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ produced by REPOSADO, THE MEDIAPRO STUDIO and BÁSCULAS BLANCO, A.I.E. Funded by the Spanish Government through INSTITUTO DE LA CINEMATOGRAFÍA Y DE LAS ARTES AUDIOVISUALES with the participation of Crea SGR, RTVE and Orange in collaboration with the TV3 and MK2 partnership. Assistant Director ANTONIO ORDÓÑEZ casting by LUIS SAN NARCISO make-up and hairstyling by ALMUDENA FONSECA, MANOLO GARCÍA costume design by FERNANDO GARCÍA special effects’supervisor by MIRIAM PIQUER direct sound by IVÁN MARÍN sound design by PELAYO GUTIÉRREZ mixing by VALERIA ARCIERI editing by VANESSA MARIMBERT production director LUIS GUTIÉRREZ art director CESAR MACARRÓN original music by ZELTIA MONTES photography by PAU ESTEVE BIRBA executive production PATRICIA DE MUNS, PILAR DE HERAS, LAURA FDEZ. ESPESO, EVA GARRIDO, MARISA FDEZ. ARMENTEROS producers FERNANDO LEÓN DE ARANOA, JAUME ROURES, JAVIER MÉNDEZ written and directed by FERNANDO LEÓN DE ARANOA a film by FERNANDO LEÓN DE ARANOA MANOLO SOLO ALMUDENA AMOR ÓSCAR DE LA FUENTE SONIA ALMARCHA FERNANDO ALBIZU TARIK RMILI RAFA CASTEJÓN CELSO BUGALLO Película Pendiente de Calificaciónreposadoproducc ionesc inematográ ficas uccionescinematográficas prod producci “JAVIER BARDEM GIVES A POWERHOUSE PERFORMANCE” THE AUSTRALIAN “SLICKLY ENTERTAINING” THE HOLLYWOOD REPORTER (EL BUEN PATRÓN) THE RECORD BREAKING 20 TIME GOYA AWARD NOMINEE INCLUDING WINS FOR BEST FILM, BEST DIRECTOR, BEST LEAD ACTOR & BEST ORIGINAL SCREENPLAY FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO KOMIN Í BÍÓ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI RALPH FIENNES NICHOLAS HOULT ANYA TAYLOR-JOY Painstakingly Prepared. Brilliantly Executed. SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD REPORTER 91% 86% USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post 84% K vikmyndin Hún sagði hefst árið 2016. Rann- sóknarblaðamaður hjá The New York Times, Megan Twohey (Carey Mulligan), hefur nýlega skrifað um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Donald Trump, þáverandi forsetafram- bjóðanda, í kjölfar hinnar alræmdu Access Hollywood-upptöku. Twohey gengur í lið með öðrum blaðamanni, Jodi Kantor (Zoe Kazan), sem er að rannsaka ásakanir á hendur kvik- myndaframleiðandanum Harvey Weinstein sem snúa að kynferðis- legri áreitni og nauðgunum sem er viðfangsefni myndarinnar. Hún sagði er kvikmyndaaðlögun á samnefndri bók sem kom út árið 2019 eftir fyrrnefnda blaðamenn um rannsókn þeirra á Weinstein þar sem þær afhjúpuðu ekki aðeins hann heldur þá sem gerðu hon- um kleift að halda áfram. Rýnir hefði viljað sjá Mariu Schrader kafa dýpra í hvernig umhverfið í Miramax réttlætti þessa hegðun í mörg ár en það er nánast það eina sem hefði mátt fara betur við gerð myndarinnar. Rannsóknin hafði gríðarleg áhrif og hún hjálpaði til við að koma #MeToo-hreyfingunni af stað en fyrir þá vinnu hlutu þær Pulitzer-verðlaunin. Fyrir #MeToo-hreyfinguna var Weinstein einn valdamesti maður Hollywood og framleiddi hvern stórsmellinn á eftir öðrum en situr nú í fangelsi í New York vegna kynferðisbrots og málaferli gegn honum standa nú yfir í Los Angeles fyrir fleiri kynferðisbrot þar sem yfir 80 konur hafa ásakað Weinstein um að hafa brotið á sér. Það getur verið vandasamt að færa slíkt efni yfir á kvikmynda- formið en leikstjórinn Maria Schrader gerir það vel. Weinstein kemur örstutt fram í myndinni, ein hljóðupptaka af honum er notuð og í einu atriði sést í hnakkann á honum eða réttara sagt leikaranum Mike Houston. Ofbeldið sjálft er aldrei sýnt heldur er áhersla lögð á afleiðingar þess. Þegar konurnar lýsa ofbeldinu eru rýmin sem of- beldið átti sér stað í sýnd í staðinn, t.d. hótelherbergi. Það er virkilega vel gert því oftar en ekki er óþarfi að sýna sjálft ofbeldið í myndum. Áhersla er lögð á sögur kvennanna og blaðamannanna sem sannfærðu þær um að stíga fram saman og hugrekkið sem þurfti til þess að þora því. Hún sagði leggur að miklu leyti áherslu á þá gríðarlegu vinnu og það erfiði sem fylgdi rannsókninni; öll símtölin, ferðalögin og sannfæringarmáttinn. Kvikmyndin er að því leyti ekki ólík myndunum All the President’s Men (Alan J. Pakula, 1976), Spotlight (Tom McCarthy, 2015) og The Post (Steven Spielberg, 2017) nema að í Hún segir er reynsla kvenkyns blaðamannanna ekki síður gerð að verðugu viðfangsefni. Maria Schrader fylgir blaðamönnum sínum heim og kannar sjálfsmynd þeirra sem kvenna og mæðra. Þó að Hún sagði takist ekki að vera jafnspennandi og Óskarsverð- launamyndin Spotlight þá er sú ákvörðun að leyfa áhorfendum að kynnast einkalífi blaðamannanna frábær viðbót og þáttur sem Maria Schrader gerir betur en leikstjórar fyrrnefndra mynda. Þessi ákvörðun gerir áhorf- endum kleift að skilja þær fórnir sem þessir blaðamenn færðu og áhættuna sem þeir tóku við að birta þessa frétt. Auk þess dregur Maria Schrader úr hinni venjulegu Hollywood-formúlu þar sem karl- mennirnir eru vinnufíklar og kon- urnar aðeins í stöðu stuðningsaðila eða þolinmóðu eiginkonunnar. Í Hún sagði eru það Kantor og Twohey sem vinna sleitulaust allan tímann á meðan eiginmenn þeirra, sem eru einnig í vinnu, hugsa um heimilið og börnin á meðan. Þessi stuðningur sem þær fá frá eiginmönnum sínum og ritstjórum er nauðsynlegur og því vert að segja frá því. Twohey glímir við fæðingarþunglyndi og Kantor hefur miklar áhyggjur af því að kröfur rannsóknarinnar komi ójafnvægi á hjúskaparlíf sitt en hún þarf t.d. að fara til Kaliforníu, London og Wales í leit að möguleg- um vitnum. Carey Mulligan og Zoe Kazan eru magnaðar sem ofurkvendin Twohey og Kantor. Leikurinn, og í raun öll myndin, er ekki dramatíseraður að óþörfu. Þær virka þrjóskar, hug- rakkar og ekki síður málefnalegar í sínu starfi. Ef leikur þeirra er ekki nógu góð ástæða til þess að fara að sjá Hún sagði í bíó þá er það leikur aukaleikaranna. Samantha Morton leikur t.d. listilega Zeldu Perkins sem var fyrrverandi starfsmaður Miramax, Jennifer Ehle er einnig með frábæra frammistöðu sem Laura Madden, írsk kona sem Weinstein misnotaði árið 1992 og Ashley Judd leikur sjálfa sig í myndinni en Weinstein áreitti hana kynferðislega og hafði skaðleg áhrif á hennar feril. Það sem Maria Schrader og handritshöfundurinn Rebecca Lenkiewicz gera svo vel í Hún sagði er að endurskapa óttann og kvíðann sem konur stóðu og standa frammi fyrir í #MeToo-hreyfingunni, þegar þær þurftu að standa upp á móti valdamiklum ofbeldismönnum eins og Harvey Weinstein sem lengi vel höfðu komist upp með þessa hegðun. Blaðamennska og kvenleiki Magnaðar „CareyMulligan og Zoe Kazan eru magnaðar sem ofurkvendin Twohey og Kantor,“ skrifar rýnir. KVIKMYNDIR JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR Laugarásbíó, Smárabíó og Sambíóin She Said / Hún sagði Leikstjórn: Maria Schrader. Handrit: Rebecca Lenkiewicz. Aðalleikarar: Carey Mulligan, Zoe Kazan, Patricia Clarkson og Andre Braugher. Bandaríkin, 2022. 129 mín. Viðurkenna yfirsjón vegna áritunar Stjórnendur bókaútgáf- unnar Simon & Schuster viðurkenndu í vikunni að um 900 eintök af bókinni The Philosophy of Modern Song eftir Bob Dylan sem seld voru fyrir allt að 600 dali hvert eintak (um 85 þúsund ísl. kr.) væru ekki persónulega árituð af tónlistar- manninum sjálfum líkt og áður hafði verið haldið fram. Þegar kaupendur fóru að bera saman ljósmyndir af áritunum varð ljóst að nafnið hafði verið prentað. Bók Bobs Dylans sem kom nýverið út. Banksy ósáttur við vinnubrögð Guess „Allir búðarþjófar athugið. Farið vinsamlegast til GUESS á Regent Street. Þeir hafa stolið verkum mínum þannig að þið hljótið að mega gera það sama við fatnað þeirra,“ skrifaði listamaðurinn Banksy í færslu á Instagram fyrr í vikunni sem hátt í tvær milljónir manns hafa líkað við. Í frétt á SVT er haft eftir starfsmanni hjá búð Guess-fatakeðjunnar í London að stjórnendur þar hafi þurft að óska eftir fleiri öryggis- vörðum á vakt vegna mótmæla almennings. Stjórnendur telja sig vera í fullum rétti að selja fatnað með myndum Banksy þar sem þeir hafi keypt réttinn í gegnum Brandalised. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem verk listamanns- ins eru notuð í óþökk hans. AFP/Genya Savilov Óþekktur Banksy graffaði hús í höfuðborg Úkraínu fyrr í mánuðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.