Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 14
FRÉTTIR Innlent14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Síðumúli 13, 108 Reykjavík | S. 577 5500 | atvinnueign.is Fasteignamiðlun MÖRKIN 1 - FJÁRFESTINGATÆKIFÆRI Atvinnueign sérhæfir sig í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Halldór Már Löggiltur fasteignasali s. 898 5599 Evert Löggiltur fasteignasali s. 823 3022 Ólafur Ingi Löggiltur fasteignasali s. 847 7700 Ólafía Löggiltur leigumiðlari s. 864 2299 Davíð Jens Löggiltur leigumiðlari s. 846 7495 Eignin skiptist í 314,1 fm. verslunarhúsnæði og 853,7 fm. lagerhúsnæði, samtals 1.167,8 fm. Verslunarrýmið er í útleigu og er innréttað fyrir hárgreiðslustofu, tvær skrifstofur, eldhús og salerni. Innangengt úr verslun á lager. Frábær staðsetning. Næg bílastæði við eignina og mjög góð aðkoma. Lagerhúsnæðið er einnig í útleigu, rýmið er með tveimur stórum innkeyrsluhurðum og gönguhurðum. Lofthæð er um 4metrar. Eldhúsaðstaða og salerni. Fasteignamat næsta árs: 376.300.000 kr. – Söluverð: 325.000.000 kr Allar nánari upplýsingar veitir: Halldór Már Sverrisson lögg. fasteignasali, viðskiptafr. og leigumiðlari í síma 898 5599 eða halldor@atvinnueign.is Til sölu 1167,8 fm. verslunar- og lagerhúsnæði viðMörkina 1 í Reykjavík Skannaðu kóðannog skoðaðu eignina afhendinguna þakkaði Ragnar frönskum lesendum fyrir þennan heiður og bætti við: „Þið eruð einstök, þið lifið í bókmenntum, lifið fyrir bókmenntir, þær renna eins og blóð um æðarnar.“ Hann rifjaði upp að þegar hann var lítill strákur hefðu foreldrar hans hvatt hann til að skrifa „og einhvern veginn komust sögurnar sem ég skrifaði í íslenska myrkrinu alla leið yfir hafið og öðluðust nýtt líf í nýjum löndum“. Hann lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Þegar ég kem til Frakklands og sé ein- hvern lesa bækurnar mínar, eða hitti lesendur sem biðja mig um að árita bækurnar mínar, – eða þegar ég fæ svona dásamlega viður- kenningu eins og núna – þá segi ég stundum við sjálfan mig: Þetta hlýtur að vera draumur, en leyfið mér að halda áfram að dreyma.“ Þykir vænt um verðlaunin Ragnar var á heimleið frá París þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Hann kvaðst eiga erfitt að átta sig á þessum verð- launum og þeim vinsældum sem bækur hans hafa notið á erlendri grundu. Bækur Ragnars hafa selst í 1,1 milljón eintaka í Frakklandi frá árinu 2016 þegar sú fyrsta kom þar út. „Ég næ ekkert utan um þessar tölur enda hef ég aldrei skrifað bækur til að selja þær eða neitt slíkt, mér finnst ég einfaldlega þurfa að skrifa. Þessar vinsældir eru dásamlegur bónus og mér þykir mjög vænt um þessi verð- laun. Maður finnur svo mikinn áhuga frá lesendum og stuðning, það hlýjar manni um hjartarætur hvað fólk hefur gaman af bók- unum. Ég vona að verðlaun sem þessi geti opnað dyr fyrir fleiri íslenska rithöfunda í Frakklandi. Það væri gaman því þetta er frábært land til að gefa út bækur í. Hér er mikil ást á bókum.“ „Þetta var frábært kvöld í París og mér fannst mjög gaman að geta komið og tekið við þessum verðlaunum. Mér þykir mjög vænt um þau,“ segir Ragnar Jónasson rithöfundur. Bók Ragnars, Snjóblinda, var nýverið valin besta glæpasaga sem gefin hefur verið út í Frakk- landi undanfarin 50 ár í kosningu þarlendra bókaunnenda. Ragnar tók við verðlaunum þessu til staðfestingar í París á miðviku- dagskvöld. „Hlýtur að vera draumur“ Eins og kom fram í Morgun- blaðinu fyrir skemmstu ákváðu franska bókaforlagið Points sem sérhæfir sig í kiljum og tímaritið Le Point að efna til sérstakra verðlauna í tilefni af 50 ára afmæli tímaritsins. Tilnefndar voru átján bækur í þremur flokkum frá þessari hálfu öld, skáldsögur, glæpasögur og bækur almenns efnis. Það voru síðan lesendur sem völdu bestu bókina í hverjum flokki. Í flokki bóka almenns efnis var bókin Gúlag-eyjarnar eftir Alexander Solzhenitsyn valin best en Where the Crawdads Sing eftir Deliu Owens varð hlutskörpust í flokki skáldsagna. Snjóblinda Ragnars hlaup afgerandi kosn- ingu en meðal annarra tilnefndra höfunda var Arnaldur Indriðason fyrir bók sína, Mýrina. Í ræðu sinni við verðlauna- lAfarmikil viðurkenning fyrir rithöfundinnRagnar Jónasson í Frakklandi lSnjóblinda besta glæpasaga síðustu 50 ára þar í landi skv. nýrri könnun Á bestu bók síðustu 50 ára Sáttur Ragnar stillti sér upp eftir verðlaunaafhendinguna í París. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þriðjungur notar raf- hlaupahjól lNotendum fjölgarmilli ára Rúmlega þriðj- ungur Reyk- víkinga, 18 ára og eldri, notar rafhlaupahjól eitthvað og hef- ur þeim fjölgað úr 19% frá því fyrir tveimur árum. Ríflega einn af hverjum tíu notar raf- hlaupahjól viku- lega eða oftar og 14% til viðbótar nota rafhlaupahjól einu til þrisvar sinnum í mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun Gallup á notkun íbúa borgarinnar á tækjunum fyrir Reykjavíkurborg. Mesta notkunin er á meðal fólks á aldrinum 18-34 ára, en fer svo lækkandi, sérstaklega meðal dag- legra notenda. Áfram eru þó um 25% fólks á aldrinum 45-54 sem nota slík hjól einu sinni í mánuði eða oftar. Þá er notkunin mest meðal íbúa í miðbænum og Vesturbæ, en þar á eftir koma íbúar í Hlíðum og Laugardal. Notendum hefur þá fjölgað talsvert í flestum hverfum. Karlar nota rafhlaupahjólin tals- vert meira en konur, en að meðal- tali nota þeir slík hjól í 2,9 skipti á mánuði, samanborið við 1,3 skipti hjá konum. Aldursflokkurinn 25- 34 ára notar hjólin að meðaltali 4,7 sinnum í mánuði. Notkun rafhlaupa- hjóla hefur aukist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.