Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
holabok.is • holar@holabok.is
FIMM FRÁBÆRAR!
haft hugmynd um breytingarnar.
„Ég hef miklar áhyggjur af þessum
gatnamótum – þessi breyting er stór-
hættuleg og var aldrei kynnt nokkurs
staðar,“ skrifar einn íbúi.
Í kjölfar þessara umræðna birtist
frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar
þar sem útskýrt er að þessar endur-
bætur séu hluti af stærra verki sem
felst í því að endurnýja umferðar-
ljósabúnað á nokkrum gatnamótum
við Hringbraut. Nýju ljósin tengjast
miðlægri stýritölvu umferðarljósa
sem muni stytta viðbragðstíma við
bilunum og gefur kost á forgangi fyrir
neyðarbíla og strætó.
Grétar Þór Ævarsson, samgöngu-
verkfræðingur hjá Reykjavíkurborg,
segir í samtali við Morgunblaðið að
tímabært hafi verið að endurnýja
ljósabúnað og þessa tegund ljósa, þar
sem grænt sé á sama tíma á gangandi
vegfarendur og bíla sem beygja, sé
mjög víða að finna. „Meginmarkmiðið
var að stytta biðtímann fyrir gang-
andi vegfarendur. Við höfðum fengið
ábendingar um að þar sem fólk þurfti
að ýta á takka til að fá grænt ljós og
bíða eftir því hafi það freistast til að
ganga yfir á rauðu ljósi,“ segir hann.
Grétar upplýsir að þar sem
breytingarnar hafi komið mörgum á
óvart hafi verið ákveðið að setja upp
gult blikkljós til að vekja athygli öku-
manna frá Bræðraborgarstíg á því að
þeir þurfi að taka tillit til gangandi
vegfarenda yfir Hringbraut. Hann
fellst á að betur hefði mátt standa að
kynningu fyrir borgarbúa. Varðandi
tímasetningu framkvæmdanna og það
að fyrirkomulaginu sé breytt nú þegar
svartasta skammdegið er runnið upp
segir Grétar að það hafi einfaldlega
hist þannig á að ekki hafi verið hægt
að klára þær í sumar. Þá hafi verið
unnið að öðrum framkvæmdum. „Því
miður hitti þannig á að við komumst
ekki í þetta fyrr en núna.“
Breytingar sem nýlega voru gerðar
á umferðarljósum á gatnamótum
Hringbrautar og Bræðraborgarstígs
virðast hafa komið íbúum og vegfar-
endum í Vesturbænum í opna skjöldu.
Greint er frá því í íbúahópi á Face-
book að í vikunni minnstu hafi mátt
muna að ekið væri á stúlku á hjóli
þegar hún fór yfir gangbraut á grænu
ljósi á þessum gatnamótum. Áður var
grænt ljós á gangbraut þegar ýtt var
á hnapp og bílar biðu á rauðu ljósi á
meðan. Eftir breytingarnar kviknar
samtímis á grænu gönguljósi yfir
Hringbraut og grænu ljósi fyrir um-
ferð bíla sem taka vinstri beygju frá
Bræðraborgarstíg yfir á Hringbraut.
Í íbúahópnum hefur skapast tals-
verð umræða um þessar breytingar
og hættu á slysum sem hafi skapast
vegna þess að íbúar virðast ekki hafa
l Íbúar í Vesturbænum vissu ekki að fyrirkomulagi við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs
hefði verið breyttlLá við slysi í byrjun vikunnarlSetja á upp gul blikkljós til að vara ökumenn við
Breytt ljósastýringkom íbúumáóvart
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Breyting Ökumenn sem beygja til vinstri frá Bræðraborgarstíg inn á
Hringbraut þurfa nú að taka tillit til gangandi vegfarenda á grænu ljósi.
„Þessar viðvaranir snúa aðallega að
þeim ferðamönnum sem eru staddir
á landinu. Ég held að þetta sé til-
fallandi ástand en ekki viðvarandi,“
segir Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka ferða-
þjónustunnar,
um viðvaranir
sendiráða Bret-
lands og Banda-
ríkjanna til rík-
isborgara landa
sinna um að fara
varlega í mið-
borg Reykjavík-
ur um helgina.
Eins og komið
hefur fram í fjölmiðlum hafa skjá-
skot með skilaboðum verið í dreif-
ingu á samfélagsmiðlum þar sem
varað er við yfirvofandi hefndarárás
í miðborginni næstu helgi. Umrædd
hefndarárás á að tengjast hnífs-
stunguárásinni á Bankastræti Club
fyrir rúmri viku. Mikill órói hefur
verið í undirheimum borgarinnar
síðustu daga og fréttir hafa borist
af því að eld- og reyksprengjum hafi
verið kastað að íbúðarhúsnæði og
skemmtistað.
Ekki liggur fyrir hve trúverðugar
áðurnefndar hótanir eru en lögregl-
an hefur lýst því yfir að almenningi
stafi ekki hætta af.
Eðlilegt að fylgjast með
Í tilkynningu sem birtist á Face-
book-síðu breska sendiráðsins
kemur fram að þjófnaður og and-
félagsleg hegðun geti átt sér stað,
sérstaklega í kringum bari þar sem
fólk safnast saman seint að kvöldi
til í miðborginni. Þá er líka minnst á
stunguárásina á Bankastræti Club.
Áður höfðu bandarískir kollegar
breskra sendiráðsstarfsmanna gert
slíkt hið sama.
„Í heildarsamhenginu hef ég ekki
miklar áhyggjur af þessu þó það sé
óþægilegt meðan á því stendur,“
segir Jóhannes Þór en Bretar og
Bandaríkjamenn eru afar mikil-
vægir ferðaþjónustunni hér á landi.
„Það er eðlilegt að þessi sendiráð
fylgist vel með og svona viðvaranir
eru hluti af þjónustu við borgarana.
Ég horfi fyrst og fremst á þetta sem
samfélagsvandamál sem vonandi
verður hægt að leysa fljótt og með
árangursríkum hætti.“
lFerðamenn varaðir við miðbænum
Óþægilegt en til-
fallandi ástand
Jóhannes Þór
Skúlason
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Einstök veðurblíða norðan heiða
gerir að verkum að fjöldinn allur af
fólki er á ferðinni, enda færð eins og
á sumardegi. „Fólk er greinilega að
nýta sér gott veður og góða færð,
það er mikil umferð, fólk úr ná-
grannabyggðalögum kemur mikið
til að versla og eins þau sem koma
um lengri veg,“ segir Þórhallur
Jónsson kaupmaður í Pedromynd-
um og varaformaður Miðbæjarsam-
takanna á Akureyri. Jólaverslun í
höfuðstað Norðurlands fer vel af
stað og markar svarti föstudagur-
inn gjarnan upphaf hennar.
Þórhallur segir kaupmenn á
Akureyri ekki kvarta, sumarið var
gott og ágætis umferð á góðu hausti
og í upphafi jólavertíðar. Hann segir
margar verslanir bjóða upp á tilboð
á vörum alla þessa viku, enda biðu
viðskiptavinir eftir þeim og verslun
í vikunni á undan datt svo gott sem
niður fyrir svarta föstudaginn. „Það
er almennt gott hljóð í kaupmönn-
um og bjartsýni ríkjandi á góða
jólaverslun, við verðum ekki vör
við að fólk sé neitt að draga úr, ekki
strax í það minnsta.“
Halldór Halldórsson hefur um
langa hríð rekið verslun með úr
og skartgripi á Glerártorgi og er
ánægður með jafna og stöðuga
umferð allan nóvembermánuð. „Við
byrjum með afmælishátíð í byrjun
mánaðar og síðan hefur umferð
verið stöðug. Mér líst vel á upphaf
jólaverslunar, hún fer vel af stað,
en margir byrja einmitt í kringum
tilboðin á svörtum föstudegi.“
Haukur Már Hergeirsson versl-
unarstjóri hjá Elko segir að oft hafi
biðröð myndast við búðina þegar
opnað er og mikið fjör alla daga.
„Þessi vika hefur verið mjög góð,
við erum með tilboð tengd svörtum
föstudegi alla vikuna, dreifum þessu
á fleiri daga og það hefur gefið góða
raun. Landsmenn ætla sér greini-
lega að nýta tilboðin og gera hag-
stæð kaup,“ segir Haukur og bætir
við að margir nýti sér verslanir í
meira mæli en undanfarin ár þegar
fjöldatakmarkanir voru í gildi.
lMargir á ferðinni í veðurblíðunni norðanheiða
Jólaverslun á Akur-
eyri fer vel af stað
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Góð vikaHaukurMár Hergeirsson verslunarstjóri í Elko á Akureyri segir vikuna hafa verið annasama.
Bjartsýnn Þórhallur Jónsson segir
gott hljóð í kaupmönnum.
Pakkað innMarit sem starfar hjá
Halldóri úrsmið önnum kafin.