Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 36
FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 bmvalla.is | sími: 412 5040| murdeild@bmvalla.isll .i í i: il ll .i ALLT Í FLOTI Flotblöndur fyrir öll verkefni, stór sem smá. Breiðhöfða 3 | 110 Reykjavík Sjafnargötu 3 | 603 Akureyri Múrverslun BM Vallá 25. nóvember 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 142.08 Sterlingspund 169.85 Kanadadalur 105.87 Dönsk króna 19.726 Norsk króna 14.152 Sænsk króna 13.467 Svissn. franki 149.77 Japanskt jen 1.0065 SDR 186.25 Evra 146.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.7484 Nýsköpunarfyrirtækið GemmaQ ehf. hefur opnað fyrir sölu á jafn- réttisvísitölu sinni í rauntíma, fyrst sinnar tegundar á heims- vísu, á upplýsingatorgi Amazon (AWS Data Exchange for APIs). Salan fer fram í gegnum banda- rískt dótturfélag GemmaQ. Mikil eftirspurn er eftir jafnréttistengdum upplýsingum og -tæknilausnum á Bandaríkja- markaði. Frá árinu 2017 hafa eignir í stýringu svonefndra kynjagleraugnasjóða (e. gend- er-lens funds) á skráðummarkaði aukist frá því að vera um 900 milljónir Bandaríkjadala í um 11 milljarða dala í byrjun árs 2021. Áætlað er að um 20milljarðar dala verði í skráðum kynjagler- augnasjóðum við lok árs 2022. Þá eru um 1.000milljarðar dala í eigu stofnanafjárfesta í stýringu þar sem kynjagleraugu voru sett upp við mat á fjárfestingu. Ummilljón fjárfestar hafa nú aðgang að vísitölu GemmaQ, sem mælir kynjahlutföll í fram- kvæmdastjórnum og stjórnum fyrirtækja á kauphallarmörkuð- um. Notendur eru meðal annars bandarískt ráðgjafarfyrirtæki, upplýsingaveitur, lífeyrissjóðir, fjárfestar og rannsakendur. Freyja Þórarinsdóttir, stofn- andi og framkvæmdastjóri GemmaQ, stofnaði fyrirtækið árið 2019. Það varð til út frá lokaverkefni hennar við Colu- mbia- háskóla í New York þar sem hún lærði hagstjórn og áratugar reynslu hennar á fjármálamörk- uðum, m.a. hjá Merrill Lynch í Seattle. Þar fylgdist hún náið með þeim kynslóðabreytingum sem voru að eiga sér stað meðal fjár- festa ásamt auknum áherslum á ábyrgar fjárfestingar og vöntun á gagnsæjum jafnréttistólum á markaði. gislifreyr@mbl.is lStarfsemin vex í Bandaríkjunum Vísitala GemmaQ sýnileg í rauntíma Nýsköpun Freyja Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri GemmaQ. STUTT Auknar tekjur en minni hagnaður hjá SVN l Hagnaður Síldarvinnslunnar á þriðja fjórðungi þessa árs nam um 16,6 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 17,3 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins námu um 79,3 milljónum dala og jukust um 7,2 milljónir dala á milli ára. Tekjur Síldarvinnslunnar á fyrstu níu mánuðum ársins hafa þá aukist um 75,5 milljónir dala, eða um 44% ámilli ára. Í uppgjöri félagsins sem birt var í gær kemur fram að rekja megi tekjuaukninguna til hærra afurðaverðs á mjöli og lýsi og aukningar í vinnslu. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nemur um 62,8 milljónum dala og dregst saman um 7,2 milljónir á milli ára. Þó kemur fram í skýringum uppgjörsins að 23,6 milljónir dala af hagnaði fyrstu níu mánaða ársins 2021 séu einskiptisliður sem er tilkominn vegna afhendingar á hlutabréfum í SVN eignafélagi til hluthafa Síldar- vinnslunnar. Eigið fé félagsins nam í lok tímabilsins 449,4 milljónum dala og er eiginfjárhlutfall 61,2% í lok tímabilsins en það var 66,6% í lok árs 2021. Umreiknað í íslenskrar krónur á með- algengi fyrstu níu mánaða ársins nema tekjur félagsins um 32,8 milljörðum króna og hagnaður um 8,3 milljörðum króna. Þá er eigið fé félagsins um 65 milljarðar króna. Börkur, eitt af skipum SVN. Væntar verðbætur og vaxtagreiðslur af skuldabréfum útgefnum af ÍL-sjóði njóta verndar eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar. Á þetta er bent í nýju minnisblaði lögfræðistofunn- ar Logos sem unnið var fyrir fjóra lífeyrissjóði. Sjóðirnir fjórir kölluðu eftir minnisblaðinu í kjölfar þess að fjármálaráðherra boðaði uppgjör á ÍL- sjóði, annaðhvort með samningum við eigendur skuldabréfa sem sjóðurinn gaf út árið 2004 og síðar, eða með því að knýja sjóðinn í þrot með sérstakri lagasetningu. Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verslun- armanna, og Hjördís Halldórsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá Logos, eru gestir Dagmála og fara þar yfir niður- stöður lögmannsstofunnar og hvernig þær horfi við forsvarsmönnum sjóð- anna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga 80% af fyrrnefndum skuldabréfum og ef áætlanir ráðherra ganga eftir þurfa þeir að færa eignir sínar niður um allt að 120 milljarða króna. Munu verja hagsmuni sína Arne segir að minnisblað Logos sé hluti af því mati sem lífeyrissjóðirnir leggi nú út í eftir að ráðherra boðaði að- gerðir varðandi uppgjör á skuldbinding- um ÍL-sjóðs. Hann segir álitið afgerandi og undirstrika að sjóðirnir muni verja hagsmuni sína, verði tilraun gerð til þess að skerða eignarrétt þeirra. Hann vill þó ekki gefa upp hvort eða með hvaða hætti viðbrögðum sjóðanna verði háttað ánæstunni.Það verðiaðkoma í ljósenda hver og einn sjóður sjálfstæður í sínum ákvörðunum, jafnvel þótt fjórir sjóðir hafi kallað í sameiningu eftir álitinu. Hjördís segir ljóst að eignir verði ekki gerðar upptækar með þeim hætti sem nú er boðað öðruvísi en að fyrir það komi bætur. Ríkisvaldinu sé sannarlega veitt ákveðið svigrúm til aðgerða en að þær takmarkist af stjórnarskránni og að spyrja þurfi hvaða markmiði laga- setningarvaldinu sé ætlað að ná fram. „Er lagasetningarvaldið gert til þess að gera þetta? Það er vissulega víðtækt og það má ýmislegt gera en á því eru mörk og þau mörk heita stjórnarskráin og ákvæði á borð við eignarréttarákvæðið eru sett til þess að vernda borgarana, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, gegn ágangi ríkisvaldsins og það er vegna þess að það þarf að setja öllum örmum ríkisins einhver mörk og lagasetningarvaldinu þarf að setja mörk og það gerum við með stjórnarskránni,“ segir Hjördís. Í minnisblaði Logos er m.a. farið yfir dómaframkvæmd erlendis og einnig nefnt að ekki hafi fundist dæmi um viðlíka aðgerðir og þær sem fjármála- ráðherrahefurnúboðað.Mannréttinda- dómstóll Evrópu hafi reyndar í tilteknu máli grískra skuldabréfaeigenda heim- ilað skerðingu eignarréttarins en það hafi verið gert í neyðarástandi þar sem athafnaleysi afhálfuyfirvaldahefði orðið til þess að réttur kröfuhafa hefði að öllu óbreyttu leitt til altjóns. Hjördís bendir á að slíkar aðstæður séu alls ekki uppi hér á landi. Þá segir hún að með minnisblaðinu sé bent á þætti varðandi yfirvofandi slit ÍL-sjóðs sem ekki hafi komið fram í um- ræðunni hingað til. Þar vísar hún m.a. til mögulegs vaxtakostnaðar ríkissjóðs vegna laga um dráttarvexti. Þeir muni byrja að tikka á skuldbindingunum við greiðslufall og geti numið verulegum fjárhæðum. Ekki hafi verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða við ætlaðan ábata ríkissjóðs af því að ráðast í uppstokkun þessara mála. lNýtt minnisblað Logos er afdráttarlaust um rétt lífeyrissjóða gagnvart mögulegum slitum ÍL-sjóðslSegja áform fjármálaráðherra ganga í berhögg við stjórnarskrá Gerir stöðu ráðherra veikari DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Dagmál Íslenskir lífeyrissjóðir létu lögfræðistofuna LOGOS gera álit fyrir sig. Þeir telja stöðu sína sterka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.